Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 05.06.1975, Qupperneq 24

Heimilistíminn - 05.06.1975, Qupperneq 24
á hana I kaffitímanum eða hringja heim tn hennar og halda fyrirfram tilbúna tölu yfir henni. Það yrði ekkert i lagi i lif i hans fyrr ein eitthvað hefði gerzt. Hvers virði var hún honum eiginlega? Það vissi hann ekki, hann vissi bara, að engin önnur stúlka hafði haft slik áhrif á hann. — Þú skalt bara fara og tala við hana, sögðu allir hinir. En hvernig gat hann það? Hann mundi þau fáu skipti sem hann hafði reynt eitthvað i þá áttina — nokkur sundurlaus orð, hræðileg feimni og óþol- andi þögn, þangað til hann hafði beðið af- sökunar og hypjað sig. Hann hafði alltaf átt i erfiðleikum með að kynnast fólki, það vissi hann vel sjálfur, sérstaklega stúlk- ur. — Hann er svo stilltur, sögðu allir, sem þekktu hann. Það var að visu satt og þess vegna tók hann það ekki nærri sér. Heima fyrir reyndi hann að trúa mömmu sinni fyrir þessu og segja henni, að hann langaði til að kynnast stúlku. Kannski gæti mamma gefið honum ein- hver ráð, svo hann gæti gert eitthvað. En hún brosti bara góðlátlega og rétti honum ruslafötuna um leið og hún sagði, að þetta með stúlkurnar, það kæmi allt saman. Seinna fann faðir hans hann sitjandi úti á tröppum. — Þú ert liklega búinn að finna þér stúlku, sagði hann. — Það hlaut að koma að þvi fyrr eða siðar. Rob andvarpaði og hugsaði: — Þetta er fyndið. Ekki bara að hún viti ekki hver ég er, heldur heidur hún lika, að ég heiti Tom... Daginn eftir hélt hann aftur opnum dyr- unum fyrir Maryanne. 1 þetta sinn gekk hann á eftir henni út og gegnum háskóla- garðinn að matstofu stúdenta. Hann gekk langt á eftir henni i þeirri von að hún sneri sér við, en það gerði hún ekki. 1 matstofunni settist hún við borð, þar sem nokkrar vinkonur hennar höfðu tekið frá stól. Rob settist við næsta borð og reyndi aðláta sem minnst á sér bera, en hafði auga með þeim. Margir stúdentar voru þarna, svo það var allmikill hávaði i salnum. öðru hverju hækkaði Maryanne röddina og Rob heyrði hana segja: Ó, já! Ég sagði henni það! Og skömmu siðar: — Nei, ég fer ekkert út með honum. Hver sem þessi „hann" var, gladdi það Rob, að honum hafði heldur ekkert orðið ágengt. An þess að gera sé grein fyrir að hann starði á hana, sat hann þarna og gleymdi öllu öðru. Þegar hann fór að greina um- hverfið aftur, uppgötvaði hann, að Mary- anne og vinkonur hennar horfðu á hann. Hann kafroðnaði og leit strax niður á borðið. Nú þorði hann ekki að lita á þær aftur,en hann þorði heidur ekki að standa upp og fara. Það væri viðurkenning á að honum liði illa. Hann sá hana ekki aftur fyrr en eftir há- degið, en hins vegar rakst hann á Phil á leiðinni i' bókasafnið. — Hvað með stefnumót við Shirley Moore? spurði Phi!. — Af hverju? — Til að komast i þjálfun. Þegar þú ert búinn að uppgötva, hvernig fara á að við eina, þá áttu bara að fara eins að við allar hinar.... — Nei, takk, sagði Rob og fór leiðar sinnar. — Ég hef ekki beðið um neinn þjálfara. Ég bið bara eftir rétta tækifær- inu. — Já, já, sagði Phil og hló . — Ef það kemur. Það kom ... siðdegis sama dag i lestrar- salnum. Rob skildi ekki hvernig hann hafði komizt hjá að taka eftir henni þar áður. Hún sat við eitt löngu borðanna i hinum enda salarins. Lengi stóð hann á- lengdar og horfði tilhennar. En það var ó- mögulegt að fara nær. Næstidagur skyldi verða dagurinn, sem eitthvað gerðist. Það hafði hann ákveðið. Það var eins og maginn á honum væri fullur af fiðrildum, hann gat ekkert borð- að og ekki talað við neinn. Hann hafði æft sig á fimm eða tiu byrjunarsetningum, en þegar hann gekk inn á bókasafnið siðdegis til að hitta Maryanne, var hann viss um að þau myndu tala saman, hvað svo sem hann kynni að segja við hana. Það skyldi verða núna! En á bókasafninu sat skólabróðir við hliðina á Maryanne. Meðan Rob skrifaði sig í bókina, sá hann hvernig náunginn klindi sér upp að henni og sagði eitthvað. Axlir þeirra snertust og hann snerti meira að segja hönd hennar, meðan hún sat og horfði niður á opna bók fyrir framan sig. Rob opnaði bókina, sem hann hafði tek- ið með sér, en honum var ómögulegt að byrja að lesa. Hvislandi samtal Mary- anne og náungans heyrðist greinilega til hans, þó hann kærði sig ekki um að hlusta. — Já, en þetta er mjög góð mynd, Maryanne, sagði hann. — Þú hefur heyrt um hana, er það ekki? Hann byrjaði að skýra fyrir henni söguþráðinn. Rob gaut augunum til þeirra. Hann þekkti ekki þennan náunga. — Ég hef þvi miður ekki tima á morg- un, sagði hún. — En á föstudaginn? — Nei ... nei, það held ég ekki, svaraði hún. — Ég þarf að gera svo margt. Náunginn yptti öxlum og færði sig fjær henni. Nú varð þögn og þau létu öll þrjú, sem þau væru niðursokkin i bækurnar. Þá gafst náunginn upp. Hann skellti aftur bók sinni, kvaddi i móðgunartón og fór. — Já, þá, sagði Rob við sjálfan sig. — Nú er tækifærið. Hann leit upp og horfði beint á hana. Hún leit lika upp og brosti til hans. Honum hitnaði i andlitinu og eitt- hvað kalt rann niður bakið á honum. Þau sátu og brostu í heila minútu, en ekkert gerðist. Hvorugt þeirra gaf frá sér hljóð, eöa nokkurt merki. Þau voru yfirkomin af feimni og litu loks niöur i bækurnar aftur. Svo varð önnur þrúgandi þögn.... Loks fór hún að safna dóti sinu sam- an,en áður en hún fór, leit hún til Robs, sem starði sem fastastá bókina. Svo sner- ist hún á hæli og gekk út. Hann var ekki lengi að uppgötva, að hún hafði skilið eftir eina af bókunum á borð- inu. Án þess að hugsa sig um, greip hann bókina og þaut fram. Hann náði Mary- anne rétt innan við útidyrnar. Lafmóður — ekki af hlaupunum, heldur æsingi,leit hann á hana og stundi upp: — Þú ... þú gleymdir þessari. — Gerði ég það? sagði hún undrandi. — Já, ég gerði það. En bókasafnið á hana. Ég ætlaði ekki að taka hana með heim. — Nú. Hönd Robs með bókinni seig niður. — Hún er fyrir prófið. Ég var að leita að upplýsingum í henni. En það var ekk- ert gagn að henni. Það er svo erfitt að finna eitthvað i þetta verkefni. — Já, liklega, sagði Rob og steig til hliðar. — Þakka þér samt fyrir, sagði hún og brosti. — Það er fallegt af þér Tom, að hugsa um mig. — Ég heiti ekki Tom, sagði hann svolit- ið hvasst. — Ég heiti Rob Matthews. — Nú, stamaði hún og Rob til undrunar kafroðnaði hún. — Ég hélt að þú hétir Tom. Það var ein af stelpunum, sem sagði ... Hún varð enn vandræðalegri, en þá brosti Rob. — Ég heiti Maryanne Field, sagði hún feimnislega. — Ég veit það, sagði hann og þau hlógu bæði. Þau spjölluðu svolitið saman, en þá sagðist hún þurfa að fara heim. Rob stóð og horfði á eftirhenni fram allan ganginn. Hann imyndaði sér að hana langaði til að llta við, enþyrði ekki af þvi hún vissi að hann væri þarna. Yfir sig glaður gekk hann aftur inn i lestrarsalinn. Hann sat við borðið og fletti bókinni, sem hún hafði skilið eftir, þegar Phil kom til hans, undrandi yfir að sjá Rob sitja þarna og brosa. — Segðu mér nú ekki, að þú hafir strax séð, hvað ég reyndi að gera fyrir þig, sagði Phil. — Við hvaðáttu? sagði Rob og lagði frá sér bókina. — Er ég kannske ekki vinur þinn? Ég þekki þig. Þú ert meira fyrir að hugsa en framkvæma. En það eru áreiðanlega til stúlkur, sem kunna að meta þannig pilta, þess vegna fannst mér rétt að hjálpa þér svolitið með þessa Maryanne, sem þú ert vitlaus i. — Nú, sagði Rob og kinkaði ákaft kolli. Phi! varð aftur hissa. Hann kannaðist ekki við svipinn á Rob, hann var allt öðru- vfsi en hann hafði verið alla siðustu viku. — Jú, ég safnaði strákunum saman, út- skýrði Phil — og lét þá hafa uppi á öllu, sem hægt var um stúlkuna. Ég reyndi meira að segja að koma þvi svo fyrir að þið hittust. — Hafðu engar áhyggjur af þvi, sagði Rob brosandi. Frh. á bls. 38 24

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.