Heimilistíminn - 05.06.1975, Side 11

Heimilistíminn - 05.06.1975, Side 11
HANI nokkur, sem sjálfsagt á sér ekki sinn lika, hefur bjargað mörg þúsundum nýrnasjúklinga. Þessi hani, sem heitir E1 Macho og á heima á efnafræðistofu i St. Louis i Bandarikjunum, hefur I sér sér- stakt efni, sem reynst hefur frábærlega i meðhöndlun nýrnasjúkdóma. f mörgu fólki starfa nýrun illa og geta ekki annað þvi lifsnauðsynlega hlutverki sinu að hreina úrgangsefni úr blóðinu. Sjúklinga með þannig sjúkdóm má tengja við gervinýra, en það hefur ýmis vand- kvæði i för með sér, til dæmis verða bein- in i sliku fólki oft mjög stökk. Efni það, sem finnst i hananum E1 Macho getur leitt i ljós fyrirfram, hvort beinin verða fyrir áhrifum og þar með geta læknarnir hafið aðgerðir mun fyrr en ella. — E1 Macho virðist vera einstætt fyrir- bæri. Við höfum enn ekki fundið annan hana, sem framleiðir þetta sérstaka efni, segir dr. Slatopolsky við Barnes-sjúkra- húsið i St. Louis. — Hann var öðru visi en hinir ungarnir strax og hann kom úr egg- inu, sérstaklega kraftmikill og ráörikur. Þess vegna kölluðum við hann E1 Macho, sem þýðir karlmennið á spönsku. Hann er helmingi stærri en hinir hanarnir og reglulegt hörkutól. I meira en tvö ár hefur E1 Macho nú út- vegað allt sem þarf i heiminum af þessu sérstaka mótefni, sem i honum er og ekki virðist það fá á hann, þvi hann er nærri 7 kiló að þyngd. — Siðan við byrjuðum að nota efnið, hafa erfiðleikarnir minnkað að mun, segir dr. Slatopolsky. — Aður notuðu visinda- menn efni úr naggrisum, en það var ekki Hkt þvi jafn áhrifamikið. — Við setjum svolitið af efninu I blóð- sýni úr sjúklingnum og af þeim breyting- um, sem verða, getum viðséöhvort blóðið dregur kalsium úr beinunum og gerir grindina stökka. Ef svo er, bætum við kalsium á sjúklinginn, ýmist i fæðunni eða með sprautum. Þessi einkennilegi hani gefur frá sér það mikið af efninu góða, aö allir gervi- nýrna-sjúklingar heimsins geta fengið nóg i mörg ár enn. Reglulega er efnið sent til Evrópu, S-Ameriku og um öll Banda- rikin. Það eina, sem skyggir á, er að E1 Macho getur að likindum ekki aðstoðað læknavisindin lengur en i tvö ár til viðbót- ar. Venjulegur hani verður ekki eldri en sjö ára og nú er E1 Macho orðinn fimm ára. Reynt er af ákafa að finna annan hana, sem getur leyst hann af hólmi. En það kæmi svo sem engum á óvart þótt E1 Macho reyndist öðrum hönum fremri á einu sviðinu enn. Hann gæti tekið upp á þvi að lifa lengur og halda áfram að bjarga mannslifum I mörg ár enn. Greiðviknasti hani í heimi Hundruð þúsunda nýrnasjúklinga um alian heim eiga hananum El Macho allt að þakka — Hann gefur fró sér sérstakt mótefni n

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.