Heimilistíminn - 05.06.1975, Síða 34

Heimilistíminn - 05.06.1975, Síða 34
yr Lilla opnar yerzlun. TjE^ v, -!5í&#! /. :t> Lilla var einn daginn að leika sér i garðinum við húsið hennar ömmu og lék við sjálfa sig, eins og hún var vön. Hún var með langa fjöl, sem hún lagði milli trjástubbs og eldhúskollsins hennar ömmu. Á fjölinni hafði hún ýmsa hluti. Þar voru blöð af blójnum, brauðskorpa, litlir kvistir T annað, sem hún hafði fundið i garðin- um. Lilla var önnum kafin við að ganga vel frá þessu öllu og tók ekki eftir að amma kom út i garðinn til að sækja sér kál i garðinn. Ekki fyrr en hún heyrði hana segja: — Hvað er nú allt þetta, vina min? Er þetta verzlun? — Já, amma, sagði Lilla. — Ég ætla einmitt að fara að opna hana. Sjáðu amma, ég get selt allt, sem þú kannt að óska þér. Kjólefni, sjáðu hér er fallegt, rautt silki. Lilla sýndi henni nokkur rauð valmúablöð. — Hér er brauð. Lilla benti á brauðskorpuna. — Hér eru stafir... Þetta er ágæt verzlun, fyrst hægt er að kaupa svona margt i henni, sagði amma. — Ég vona, að það komi margir viðskiptavinir til þin. Svo fór amma inn með kálið sitt. — Jæja, nú er allt tilbúið, sagði Lilla, eftir að hafa dundað svolitla stund við búðarborðið. — Nú opna ég verzlunina mina. Svo gekk hún bak við borðið og beið eftir viðskiptavinum. Hún leit i kring um sig og kom þá auga á hávaxinn valmúa rétt hjá sér. — Góðan daginn, frú, sagði Lilla kurteislega. — Get ég selt yður nokkuð i dag? — dú, sagði valmúinn, — ég gæti hugsað mér svolitið af rauðu silki, sem fer vel við kjólinn minn. Það er komið gat á eitt blaðið hjá mér. — Ég held, að ég hafi einmitt þennan lit, sagði Lilla og tók eitt af fallegu blöðunum á borðinu. — Sjáið þetta. Þetta er alveg sami litur. Ág ég að senda það? — Nei, ég tek það sjálf með mér, sagði valmúinn.Lilla lagði valmúablaðið á eitt græna biaðið á valmúanum og sneri sér að næsta viðskiptavini. Það var blá lúpina, sem var dálitið bogin i baki. — Hvað var það fyrir yður, frú? spurði Lilla. — Mig vantar staf, sagði lúpinan. — Er ekki til einhver sem hentar mér. Mér finnst ég eitt- hvað svo bogin i dag. — Jú, sagði Lilla. — Ég hef einmitt fallega stafi. Er þetta ekki yðar stærð? — Einmitt sagði lúpinan. — Þér getið liklega ekki bundið mig upp við hann, svo það réttist úr mér? — Jú, frú. Ég ætla aðeins að skreppa og sækja band, ef þér vilduð biða andartak. — Já, takk, sagði lúpinan. Lilla hljóp inn og sótti spotta af stórri rúllu, sem hékk bak við eldhúsborðið. Svo hljóp hún út aftur. Ósköp varlega batt hún bláu lúpinuna við stafinn, svo hún stóð bein aftur og leit miklu betur út. — Þetta er fallegur stafur, sagði lúpinan — og hann er alveg mátulegur handa mér. Ég skal segja öllum, sem eiga leið framhjá, frá verzluninni yðar. Sælar.... — Kærar þakkir frú, sælar, svaraði LiIIa og svipaðist um eftir nýjum viðskiptavini. Það var ljónslöpp, sem var skelfing þreytuleg. — Ó vina min, það er svo skelfing heitt i dag — Ég vildi óska, að ég gæti einhvers staðar keypt svolitið vatn. — Þú getur fengið það hér, sagði Lilla. — Þetta er verzlun. Nú skal ég sækja það. Lilla sótti vatnskönnuna. Það var svolitið vatn i henni. Þaö gaf liún ljónslöppinni. — Gjörðu svo el, sagði Lilla. — Liður þér betur núna? Ksnnske þú viljir vera i skugga? Nú skal ég setja blómapott hérna, svo þú getir setið i skugganum og látið þér liða vel. — Kærar þakkir, sagði ljónslöppin. — En hvað það er indælt að finna verzlun hérna. Þetta er góð verzlun. Ég býst við að þú hafir marga viðskiptavini? — Já, ég hef reglulega mikið að gera, sagði Lilla. — Get ég gert nokkuð annað fyrir þig? — Nei takk, ekki i dag, sagði ljónslöppin. Lilla fór aftur inn fyrir búðarborðið. Þá kom hún auga á grasröndina við blómabeðið.Grasið var hátt og ekki sérlega fallegt. Hún gekk að þvi og laut niður til að heyra, hvað það sagði. — Góðandag, sagði grasið.—Égvar að heyra, Eramhald 14

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.