Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 05.06.1975, Qupperneq 25

Heimilistíminn - 05.06.1975, Qupperneq 25
Þannig er það að fara í hundana — segir Cornelis Vreeswijk Cornelis Vreeswijk var harla ánægður: hann var að venjast þeirri tilhugsun að lifa lifinu einn. Þeirri staðreynd, að hjónaband hans og Bim var búið að vera og hun kæmi aldrei aftur, eins og hún hafði þógert þau fjögur ár, sem þau höfðu verið gift. Sama daginn hafði hann meira að segja getað unnið að nýju ljóði. Nú var komið kvöld og skapið gott eftir nokkra stund i kátum hópi á veitingahúsinu. Já, Vreeswijk var að risa upp enn einu sinni eftir að hafa féngið á’ann hjá lifinu og tilverunni. Ef til vill var það vegna góða skapsins, sem hann bað leigubflstjórann að nema staðar. Ef til vill vegna þess að hann hafði ekki kynnzt konu siðan Bim fór. Hann veit það ekki en hann veit, að þessi dagur i febrúar varð kolsvartasti dagur ævi hans. Út urn bilgluggann hafði hann komið auga á tvær stúlkur á gangstéttinni. Þær þáðu báðar boð um að koma heim til hans. Heima i nýju ibúðinni hans i Stokkhólmi, drukku þau vin öll þrjú, Cornelis tók fram gitarinn og söng nokkrar af mikilfenglegu visunum sinum, sitjandi á eldhúsbekkn- um. Cornelis Vreeswikj, 37 ára gamall, veit vel aö þetta hljómar kjánalega, jafnvel hlægilega. En sem sagt, hann söng visur fyrir stúlkurnar, en það var ekki fyrr en upp i rúmið var komið, að hann komst að raun um að þær voru i rauninni karlmenn, kynvillingar. Vreeswijk varð fyrir áfalli og reiddist ofsalega. Hann bað fólkið að fara og þegar þvi var neitað, sótti hann brauöhnif i skúffu i eldhúsinu. Nóttin endaði þannig, að annar gest- anna fékk skurð og gestgjafinn var kærð- ur fyrir lögreglunni. Nú er Cornelis Vreeswijk ákærður fyrir ofbeldi og hótan- ir og ef hann verður dæmdur, á hann á hættu fangelsisdóm. Atburðir næturinnar voru nógu skelfi- legir, en það var ekki fyrr en Cornelis sá blöðin daginn eftir, að honum fannst lifið raunverulega skelfilegt. „Þekktur trúba- dor i hnifabardaga” stóð þar. Blöðin nefndu engin nöfn, en Cornelis hringdi til þeirra og sagði, að þettá hefði verið hann, sem þau skrifuðu um. Honum fannst hann verða að gefa sig til kynna vegna starfs- bræðra sinna. Það átti ekki að láta þá vera undir grun. Svo tók hann að drekka. Blátt áfram og dag eftir dag. Til að gleyma og ýta við- burðunum frá sér. Lifið var ömurlegt. Nú situr hann hér og er greinilega illa farinn. Drykkjunni var lokið i bili,en lifið er samt ömurlegt enn. Hann skuldar gjaldheimt- unni milljónir króna (isl). og eftir tvo daga á hann að koma fyrir rétt i skilnaðarmálinu. 1 pósti berast honum bréf, eins og þetta? — Við þessu mátti svo sem búast, að þú feita fiflið þitt færir aö ráðast á fólk með hnifi. Sviar virðast svo sannarlega vera farn- ir að átta sig á þvi að Cornelis Vreeswijk er ekki Svii, heldur Hollendingur eins og vegabréf hans segir til um. — I Sviþjóð er þekkt fólk allra eign, segir Cornelis. — Ef maður gerir eitthvað gott, er það sjálfsagt, en geri maður vit- levsu. fær maður almenning á bakið. 25

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.