Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 26
Einu sinni geröist það að „þekktur söngvari” var tekinn ölvaður við akstur. Einu sinni keypti hann sér sportbíl, þegar hann kom af barnum og var handtekinn aftur. Það var aðeins tveimur mánuðum eftir fyrra skiptið, svo hann sat inni í tvo mánuði. Einu sinni var það lika, að hann og Bim kona hans áttu að vera gestgjafar i sænskum sjónvarpsþætti. Nóttina áður en þau áttu að byrja, fóru þau að rifast. Bim kom i sjónvarpið með glóðaraugu á báð- um, en hann dauðadrukkinn. — Það getur verið afskaplega erfitt að vinna með Cornelis, segir einn af fyrrver- andi viðskiptamönnum hans. — Ég hef alltaf verið notaður, segir Cornelis sjálfur. — Cornelis telur, að allir pretti hann, segir fólk i skemmtanaiðnaðinum. — Honum finnst hann lagður i einelti. 10 minútur frá sjálfsmorði En þetta sama fólk segir lika, að hann gæti haft margar milljónir i árstekjur. Vandinn er bara sá, að Cornelis Vrees- wijk er beztur, þegar hann á við vanda- mál að striða. — Beztu söngvar hans eru samdir lOminútum frá sjálfsmorði, hefur einn aðdáandi hans sagt. — Það getur vel verið rétt, segir Cornelis. — Manni finnst álagið aukast i sifellu, þar til örvænting nær tökum á manni. Maður eys af sjálfum sér og á meðan það er hægt, er allt i lagi. En þegar fer að ganga á varaforðann, fer allt i vit- leysu. Þá er það, sem Cornelis Vreeswijk drekkur. Hann drekkur þangað til hann vaknar upp um miðja nótt hriðskjálfandi. Siðast liðu tvær vikur, þar til svo var komið. — Ég er liklega áfengissjúklingur i ein- hverri merkingu þess orðs, segir hann. Fyrir Cornelis leysir áfengið upp örvæntingarástand það, sem hann er stundum i. En það er lika drykkjuskapur- inn, sem á sök á fjárhagsvandræðum hans. Einnig þvi að hann er einn núna þvi að hann hefur glatað trúnni á hjónaband- ið, þó hann viti, að hann þolir ekki til lengdar að vera einn. — Það eina sem maður getur glatað er lifið, segir hann. — Allt annað er róman- tiskt slúður. Hann hefur sjálfur verið rómantiskur. Nafn Bim er húðflúrað á handlegg hans. Einu minningarnar, sem Cornelis á nú um fortiðina, er húðflúrið og gullplöturnar, 13 talsins, ásamt fjórum verðlaunastyttum frá sænskum hljómplötufyrirtækjum. Á tiu árum hefur hann sent frá sér 16 LP- plötur, tekið upp 100 visur eftir sjálfan sig ogsamiðalls um 280 visur og ljóð. Siðasta brag sinn samdi hann eftir reynslu sina með kynvillinga og heitir sá „Don Quijoti á villigötum” og fjallar um þessa nótt. 26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.