Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 7
Ofan af sólpýramidanum má sjá yfir til Mánapýramfdans, sem stendur við endan á Breiðgötu dauðans. Stefnumót við guðina Þegar miðnætti nálgaðist og stjarnan, sem gaf til kynna, að 52. árið væri útrunnið, stóð á réttum stað, náði hávaðinn og bænakvakið hámarki. Uppi á pýramidanum stóðu prestarnir og stöðru á stjörnuna. Næmi hún staðar? Það þýddi eyðingu alls lifs. Heldi hún áfram að færa þeim nýtt lif? Þegar æðstipresturinn hafði tilkynnt, að guðirnir hefðu heyrt bænir fólksins, að heimurinn myndi ekki farast, að lifið héldi áfram, og eldurinn lifnaði á ný, kveikti hann nýjan eld i brjóstholi blæð- andi fórnarlambsins, sem hjartað hafði verið tekið úr og fært guðunum. Ljósið breiddist niður tröppurnar og út meðal fólksins eins og neistaregn i hita- beltisnóttinni og varð að þúsundum log- andi kyndla, meðan fagnaðarlætin fóru eins og bylgjur um dalinn. Með heilmiklu af tækjum og tækni i ljósi og hljóði, hafa Mexikanar nú komið upp nætursýningu i Teotihuacan. Þar er menning fornbúanna endurvakin og viðstaddir bókstaflega taka þátt i löngu horfnum helgiathöfnum og musteris- veizlum. Úti i myrkrinu má heyra grát og kveinan fólks sem biður fyrir nýju lifi. Ég hafði ekki augun af veikum útlinum Solpýramidans. Uppi á flötum toppnum kviknaði skyndilega veikt, rauðleitt ljós og þrumuraust tilkynnti: — Ég er sólguðinn, herra lifs og dauða.... Ljósið varð skærara og lýsti loks upp allan pýramidann með rauðum töfra- bjarma,en allt umhverfiðláenn i myrkri. Jafn skyndilega og það kom, hvarf ljósið aftur. Allt var aftur dimmt og þögn næturinnar algjör. Miklar tröppur íiggja upp á topp Sólpýra- mídans. Ofan að er gott útsýni yfir borgarsvæðið. Breiðgata dauðans er ofar- lega á myndinni. Hinum megin við tunglpýramidann, kom ljós, sem féll á skáhalla veggina, silfurhvitt, eins og verið væri að hella tungsljósi yfir pýramidann. Þá kviknaði lika rauða ljósið á Sólpýramidanum og valdsmannslegar raddir hljómuðu út yfir dalinn. Guðirnir töluðu til þjóðar sinnar og hún svaraði með bæn, dansi tónlist og kveinstöfum. Endurkoma Quetzalcoats? Fyrir nútimamanninum er timinn endalaus vegur, 'sem við hröðum okkur eftir með sekúndulöngum skrefum, án þess að geta stanzað. Við getum hæglega ruglastsvolitið yfir þessum timareikningi þeirra i Teotihuacan. Guðir, hálfguðir, keisarar og æðstuprestar, sem starfað hafa um aldir, vakna til lifsins þessa einu nótt og eru meöal hinna. En fyrir fornmexikönum var timinn ekki eining og rúmið ekki svæði. Þessi tvö hugtök voru samslungin og mynduðu sama hlutinn, sem fæddist óx, dó og fæddist aftur. t samræmi við þetta hafði heimurinn og fólkið verið skapað, farizt og fæðzt aftur mörgum sinnum. Fjórum sinnum áður höfðu miklar hamfarir eyðilagt jörðina og allt mannlif á henni — siðast var mikið syndaflóð. Eftir syndaflóðið hittust guðirnir i Teotihuacan til að skapa nýjan tima — þann sem við lifum i — og samkvæmt trúarkenningum fornmexikana á að enda með jarðskjálfta... Til að hægt væri að skapa nýjan heim, var nauðsynlegt að einn guðanna fórnaði sér og það var hinn göfugi Quetzalooatl, sem fleygði sér á bálið, herra visdómsins, guð vindanna, guð morgunstjörnunnar, fjaðurklædda slangan, upphafsguð allrar menningar. Quetzalcoatl, sem i goðsögninni er i liki ljóshærðs, skeggjaðs manns, steig upp af bálinu aftur og varð að hinni skinandi stjörnu Venusi, sem áður hafði hann þó lofað að koma siglandi aftur yfir hafið i austri. Þá skyldi hann i mannsliki bjarga þjóð sinni frá dauða og tortimingu. Það var þessi helgisögn, sem eftirkom- andi menningarþjóðir tóku i arf og sem siðar varð til þess að leikur einn var fyrir Hernando Cortes að sigra Mexikó. Aztekakonungur þorði ekki að veita Spán- verjum viðnám i fyrstu. Hverjir voru þessir dularfullu, hvitu menn? Hvaðan komu þeir? Voru þeir guðir, stignir niður af himni? Komu þeir frá stjörnunum? Var þetta guðinn Quetzalcoatl, sem kominn var aftur til að skapa nýja hamingjutima? Þessi endurvakta helgiathöfn um nóttina i Teotihuacan var svo raunveru- leg, að maður fékk á tilfinninguna, að hinir fornu guðir sætu einhvers staðar i myrkrinu og stjórnuðu öllu saman — og að það væru raunverulega raddir þeirra, sem öðru hverju rufu kyrrð næturinnar eins og eldingar i hinni heilögu borg forn- mexikana. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.