Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 7
Dalur dauðans er aftur orðinn grænn. Gras og tré þekja brattar brekkurnar fyrir ofan litla námabæinn Aberfan. Sauð- fé er á beit þar sem svört skriða rann fyrir _ niu árum niður hliðina, og færði á kaf skóla og þurrkaði tit heila kynslóð. Þar sem skólinn stóð, er nú garður. Rólegur og friðsæll, girtur steinvegg og vaxinn runnum og blómum. t þessum garði getur gamla fólkið, sem er tengt föstum böndum, setið og rifjaö upp fortið- ina. Utan við garðinn, þar sem skólagarður- inn var áður, er litill leikvöllur. Þar sem börnin létu lifið, leika sér nú önnur börn. Stórt og mikið fjölbýlishús stendur á undirstöðum raðhúsanna, þar sem 28 full- orðnar manneskjur mættu örlögum sinum fyrir niu árum. Hin sýnilegu ör eru horfin. Stóru, ljótu hrúgurnar af úrgangi frá kolanámunum hafa verið fjarlægðir. En önnur ör er erfiöara að lækna. NIu ár eru ekki nógu langur timi. öll samúö og rausn heimsins fyrir utan, nægir ekki. Hinn 21. október 1966 er ennþá skelfileg minning I hugum flestra. Eins og syrgjandi móðir orðar það: „Það var dagurinn, sem heimurinn hrundi”. Eftir á sögðust margir hafa fengið aðvörun um slysiö. Sumir fengu martraö- ir. Atta ára gamall drengur teiknaði undarlega mynd af skólanum sinum I rústum og hópi björgunarmanna við. Fáeinum dögum siðar fórst drengurinn. Aðrar aðvaranir voru áþreifanlegri. Þremur árum áður hafði bæjarstjórnin sentbréf til kolanamusambandsins, sem i stóö m.a.: Þér geriö yöur vafalaust grein fyrir að úrgangshaugarnir við Merthyr Vale gnæfa upp yfir svæðið og ef þeir taka að hreyfast, getur verið hætta á ferðum. 1 mai 1963 féll smáskriða úr haug númer sjö eftir mikla úrkomu. Haugurinn bærði aftur á sér i nóvember. 1 fleiri bréfum frá bæjarstjórninni var látin I ljós kviöi vegna hauganna og þess sem gerzt gæti, ef mikið rigndi. Sjöundi haugurinn fer af stað. 1 vikunni fyrir 21. október, gerðist einmitt þaö, sem bæjarstjórnin haföi ótt- , azt þarna I dalnum með bröttu hiiðunum og með rauöu múrsteinshúsin I Aberfan eins og band þvert yfir brattann. Það var hvasst og úrkoman var 180 millimetrar. Slikt var ekki óvenjulegt, en þetta var versta veður þessa árstlma. Að morgni 21. október rigndi þó ekki. Það var logn og þokan lá yfir öllu, alveg niður i dalbotninn. Leslie Davids, verkstjóri Jagði af staö inn I þokuna til vinnu sinnar I kola- námunni rétt fyrir sex um morguninn. Þegar dagsbirtan var farin að lýsa upp þokuna, voru verkamennirnir komnir 480 metra undir yfirborö jarðar. Leslie var þó ekki að störfum niöri I myrkrinu, heldur uppi á tindi úrgangshaugsins. Sem verkátjóri bar hann ábyrgð á þeim hópi Björgunarsveitir leita i rústum skóla hússins morguninn, sem siysið varö. manna, sem vann að frágangi 250 lesta úrgangs daglega. Ofan af tindi þessa svarta úrgangsfjalls sáu mennirnir út yfir dalinn yfir á þjóð- veginn hinum megin. Húsin voru enn hul- in þoku, aðeins efsti hluti hæstu skorstein- anna gægðist upp úr henni. Til að færa vagnana með úrganginum upp á tind haugsins, var notaöur mikill krani, sem hreyfðist á teinum. Þegar mennirnir komu upp á sjöunda hauginn, klukkan hálf átta eða svo, sáu þeir, að kraninn hafði sigið um eina þrjá metra og að teinarnir bognuðu yfir sigið. Slikt var ekki óalgengt, en þetta var á svo stóru svæði, aö það olli Leslie Davis áhyggjum, Hann gaf skipun um að hætta úrgangs- flutningum þann daginn. Ósköp venjulegur morgunn 1 bænum voru 240 börn, sem gengu i barnaskólann og unglingaskólann. Þessi tvö rauðu múrsteinshús voru við Moy Road og sneru út að dalnum. A6 baki þeim, gnæfandi yfir tigulsteinsþökin og skólagaröinn, voru úrgangshaugarnir. Þremur minútum fyrir níu hringdi Mair Morgan skólabjöllunni. Það var merki til bekkjar hennar, börnum yngri en sex ára.aðkoma I röð I skólagarðinum, Mair, sem var 25 ára, gekk á undan röðinni inn i skólann og hóf að útdeilda vatnslitum fyrir fyrsta tímann Aftan til i skólahúsinu voru fjórar skólastofur I röð. 1 einni þeirra var hinn 24 ára Howell Williams með sinn bekk, i stofunni við hliðina var Madge Rees aö kenna. 1 þriðju stofunni var ýngsti kennari skólans Micheal Davies, 21 árs, að hefja kennslu I fyrsta sinn á ævinni. Þegar börnin settust niður til að hefja daginn, sendi Howell tvo drengi til að lesa af regnmælinum. Tvö önnur börn voru kölluö til yfirkennarans, Ann Jennings, og send hundrað metra niður eftir götunni, I unglingaskólann, þar sem kennsla hófst klukkan hálftiu. Klukkan var 9.15. Uppi á tindi haugsins númer sjö höfðu mennirnir ákveðið að fá sér tesopa. Þeir voru tólf talsins og höfðu ekkert að gera fyrst ákveðið hafði verið að hætta. Sumir þeirra voru farnir áleiðis að skúrnum, sem þeir höfðu sem athvarf, þegar krana- stjórinn Gwyn Brown sneri sér viö og leit fram á brún haugsins. Hann stirðnaði af skelfingu. — Strákar! Sjáið! æpti hann. Hinir gengu til hans, en þeir neituðu að trúa þvi sem þeir sáu. Flóðbylgja af leðju Haugurinn hreyfðist. Hann var ekki lengur traustur veggur úr grjóti og mulningi, heldur svart leðjuhaf. Hann valt eins og alda, yfir sig, eins og við strönd. En þarna var engin strönd aðeins þétt þokan og svört leðjan hvarf inn I hana. Meðan námamennirnir stóðu lamaðir og horfðu á það sem geröist, kom önnur alda. Hún gnæfði tiu metra upp, beygðist fram og þaut áfram með geysi- legu afli. Úrgangshaugurinn hvarf fyrir augum mannanna. Hann þeyttist inn i þokuna. Þeir hugsuöu um húsin fyrir neöan og tóku til fótanna. Þeir hlupu við skriðunni og reyndu árangurslaust að hafa við henni. Þeir gátu ekki stöðvað martrööina. Þokan var of þétt til að þeir sæju, hvaö gerðist, þegar skriöan næði dalbotninum. En hver og einn þeirra sá fyrir sér hvaða hús yrðu fyrir og hvaöa konur og börn græfust undir. En þetta var svo lamandi að meðvitund sumra mannanna neitaði aö viðurkenna það. Einn þeirra heyrði barnsóp gegn um þokuna, annar hlátur frá skólagaröinum. Skriðan reif upp tré og gróf hús. Michael Fitzpatrick, 7 ára og 83 ára amma hans voru fyrstu fórnarlömbin. Hús þeirra jafnaöist við jöröu undir þúsuncjum lesta af leðju og grjóti.. Fjörutiu fjár Ihúsi kramdist ogkafnaði til bana. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.