Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 30
Ef tilfinningar þinar eru hreinar, eru likur á aö þær séu endurgoldnar. Vinur eða ættingi getur verið á önd- verðri skoðun við þig, en reyndu ekki að tala um fyrir honum. Fjár- hagurinn er sæmilegur, þrátt fyrir óvænt útgjöld. Kauptu ekki óþarfa. Ef þér finnst þú þreytast, þá gættu þess að ofreyna þig ekki á vinnu. Steingeitin 21. des — 19. jan. Ef samlifiö er ekki alfullkomiö, getur það breytzt til hins betra. Þú fylgist meö og apar eftir vini þinum, en hefðir betur farið öðruvisi að. Eftir nokkurra daga bið færðu meiri peninga, og þú skalt greiða það sem mest liggur á, en fresta ööru. Þú ert hlaðinn orku og vilt helzt gera allt i einu, en gættu þess að ofreyna þig ekki. Fiskarnir 19. feb. — 20. mar. Þrjózka þin fer I taugarnar á fólki, sem þykir vænt um þig. Hvers vegna ekki að láta svolitið undan? Ef þér finnst vinur þinn skipta sér of mikið af einkalifi þinu, mundu þá að hann gerir það i góðum tilgangi. Þú ert vei staddur fjárhagslega um þessar mundir, en gættu fjárins og lánaðu helzt engum. Eitthvað sem þú ert að gera, veröur allt I einu þýðingar- meira i augum þinum en áður. 1 ástamálum mætirðu meiri andstöðu og minni áhuga en áður. Þér gefst aftur tækifæri til að umgangast gamlan vin, og þið fórnið miklu fyrir sameiginlegt tómstunda- áhugamál. Þér finnst þú rikur þessa | dagana, en láttu það ekki freista þin' til aö eyða of miklu. Nú kemur brátt I ljós árangur af erfiðu verkefni, og þér er óhætt að anda léttar og hvila þig dálitið. Reyndu ekki að leyna vini þina neinu, þaö kemst upp. Þú kemst ekki hjá að umgangast ákveðna manneskju svolitiö, en huggaðu þig viö, aö það veröur aðeins stutt. Þrátt fyrir aö þér finnst allt vera of dýrt, kaupiröu þér einhvern óþarfa. Þér tekst vel að leysa ákveðiö verkefni og færö hrós fyrir. Njóttu ánægjunn- ar. Þú skalt taka þvi sem að höndum ber i ástarmálunum, það þýöir ekki að þrjóskazt viö örlögin. Ef þú ert hepp- inn, getiír veriö aö einhver öfundi þig, en sértu óheppinn, hlakkar I vini þlnum. Þú mátt vera ánægðu/ meö fjárráöin og gengur vel aö leysa þau fjármálavandræði, sem birtast. Einhver trúir á þig og biöur eftir árangri. Þér er lika fyllilega ljós ábyrgð þin I þvi efni. Ef þú vilt stofna til nýs sambands, skaltu ekki vera svo ákafur aö þú fælirburt „fórnarlambið”. Ef þú ert i vafa um eitthvað getur orðið góö hjálp að þvi að tala við skilnings- rlkan vin. Þú ætlar aö kaupa eitthvað, en fjárhagurinn leyfir það ekki. Biddu með það. Hvað vinnuna varðar, skaltu taka eitt skref i einu og vera þolinmóður. 30

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.