Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 4
í leit að fjársjóðum — 3. Ránsferðir Morgans skipstjóra Menn Morgans voru ágjarnir auðnuleysingar og ævintýra- menn, en þegar í harðbakkann sló, reyndust þeir geta unnið þrekvirki A Kyrrahafsströndinni eru rústir hinnar gömlu Panamaborgar, fimm milur frá núverandi Panamaborg. Gamla borgin, sem var afar auöug af gersemum, er nú þjóögaröur og um rústirnar reika ferða- menn meö pésa i höndum, i hverjum sagt er frá þeim dögum, þegar þarna var mesta gullkista heims. Sagan um eyðileggingu Panama er saga grimmdarágirndar og svika. Aöal- hlutverkið i þessum ljóta leik lék Henry Morgan, skipstjóri, sem að launum fyrir allarlygar sinar og’-;n, var geröur lands- stjóri á Jamaica. Morgan var dæmigeröur fyrir þá teg- und manna, sem England ól af sér á 17. öld. A þeim tlmum voru valdamenn þeirr- ar skoöunar, að sjálfsagt væri aö hertaka spænsk gullskip og spænskar borgir — og auövitað átti rikiö aö fá góöan hluta ágóö- ans. Þetta leyfi til aö gerast ræningi, án þess aö þurfa aö eiga von á alvarlegum refs- ingum, freistaöi auövitað þeirra, sem voru ævintýragjarnir eöa bara hundleiöir á venjulegri daglaunavinnu. Morgan, sem var sonur bónda frá Wales, tilheyröi siö- ari hópnum. Hann var latur og ekki sér- lega hugaöur, nema i aöförinni aö Pan- ama. Panama var bæöi skömm hans og sómi. Arið 1670 geröu konungar Englands og Spánar meö sér samning, sem kvaö á um aö báöir aöilar skyldu viröa rétt og lönd hins. En þrátt fyrir þaö lýsti Morgan yfir þeirri áætlun sinni aö hertaka Panama, sem vitaö var aö var geymsla milljóna- verömæta i gulli og silfri, sem Spánverjar höföu rænt I Nýja heiminum. Morgan lagöi af staö á sjö skipum og meö 2000manna lið og þegar hann kom til Panama, hófust vandræöi hans þegar i stað. Spánverjar höföu veriö varaöir við komu hans og höföu eyöilagt allt, sem gæti séö Morgan og mönnum hans fyrir fæöi á leiöinni til borgarinnar á landi. Morgan hafði ætlaö liöi sinu aö lifa af landinu, svo engar vistir höföu veriö tekn- ar meö. A fjóröa degi var svo komiö, aö mennirnir tóku aö gera sér fæöi úr litlum leöurtöskum, sem þeir báru, meö þvi aö sjóöa þær, hnoöa og brúna siöan yfir eldi. A leiöinni gegn um frumskóginn þynntist hópurinn smátt og smátt vegna aögeröa Indiána, sem skutu á þá örvum og duldust I gróöri skógarbotnsins. A niunda degi komu Morgan og menn hans til Panama, þar sem móttökuliðiö var tvær sveitir stórskotaliös og fjórar deildir fótgönguliöa. Menn Morgans brugöust skelfdir viö öllu þessu liöi, en vissu þó, aö engin leiö lá til baka. Þvi gengu þeir beint áleiöis til Spánverjanna, en mættu þá leynivopni þeirra, hjörö villtra nautgripa, sem rekin var á móti þeim. Sem betur fór fyrir Morgan og menn hans, uröu nautin ennþá hræddari en þeir og þustu á brott i allar áttir. Rignt haföi mikiö dögum saman og ekki

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.