Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 24
Eva sagði: — Þau koma áreiðanlega aftur, þvi nú vita þau, að hér er matur handa þeim. Já, þau hljóta að gera það, svaraði Jón — ef þessivinurhennar ferekki með hana of langt i burtu. En þau komu aftur. Allt sumarið var Dáddý öðru hverju við bæinn. Stundum kom hUn ein, stundum með eitt eða fleiri dýr með sér. Einu sinni tókst syst- kinunum að lokka hana alla íeið inn i eldhUs og þá voru góðgerðirnar ekki sparaðar. Svo var það einn sjóðheitan sumardag um sláttinn, að allir voru Uti á túni önnum kafnir við að bjarga heyinu I hús. A austurloftinuhéngu ógnandi þrumuský og boðuöu rigningu. Eftir nokkrar klukku- stundir yrði ekki eitt strá þurrt Uti og þess vegna varö að hamast. Það var Jakob sláttumaður, sem fyrstur kom auga á Dáddý. HUn kom hlaupandi yfir túnið og nam ekki staðar fyrr en rétt hjá fólkinu. HUn tvisteig órólega, hljóp nokkur skref niður eftir, nam staðar, kom upp aftur og tvisteig. Þetta endurtók sig svo oft, að Jakob fór að velta fyrir sér, hvort hUn væri orðin eitt- hvað skrýtin. HUn var ekki vön að haga sér svona, svo eitthvað hlaut að vera að. Skyndilega stakk hann heykvislinni i jörðina. — Ég held, að Dáddý vilji fá okkur með sér, sagði hann. — Það er bezt að við athugum, hvað er að. Ég hef heyrt að dýr hagi sér svona, þegar þau leita hjálpar. — Nei, viö höfum ekki tima til þess, sagði pabbi og þurrkaði svitann af enni sér. — Ég hef tima, svaraði Jakob. — Heyið liggja á meðan. Hann sagði þetta svo ákveðinn, að pabba langaði ekki að þrasa við hann. En þegar Jón vildi fara með, sagði pabbi. — Nei, þU verður hér. — Það er nóg að einn stingi af, þegar svona mikið er að gera. Jakob fór á eftir Dáddý, sem stökk á undan honum niður tUnið og brekkuna. Það hlaut að vera eitthvað sérstakt að og hann var eftirvæntingarfullur. Þegar þau voru komin það langt, að hann sá járn- brautarteinana, skildi hann málið. Daddý var þegar komin niður á teinana og stóð þar við hliðina á litilli veru, sem sat á miðjum teinum og lék sér að smásteinum. Það var Eirikur litli! Jakobi kólnaði og hitnaði til skiptis, en svo stökk hann að drengnum. Þar sem hann stóð með hann i fanginu við teinana, horfði Dáddý á þá um stund, en rölti svo af stað. Þaö var allt of heitt fyrir hana þarna Uti og hUn hafði lokið verkefni sinu. 24 NU var gott að koma i skuggann aftur. NU var hUn bUin að þakka fyrir lifgjöfina forðum. Hitt fólkið trúði varla sinum eigin augum, þegar Jakob kom með Eirik litla á handleggnum. Mamma var næstum fallin i ómegin, þegar hún heyrði, hvar hann hafði verið. Hún hafði skilið hann eftir i leikgrindinni i skugganum bak við húsið og þar hafði hann verið undanfarna daga meðan allir voru i heyskapnum. En honum hafði tekizt að komast úr grindinni og tritlað af stað upp á eigin spýtur. 1 önnunum hafði enginn tekið eftir þvi — nema Dáddý. Pabbi þakkaði Jakobi og bað hann afsökunar á þvi að hafa orðið gramur. En Jakob brosti bara. — Ég skil dýrin sæmilega vel, sagði hann. Dáddý bjargaði lifi Eiriks, á þvi er enginn vafi, þvi nokkrum minútum eftir að Jakob var kominn með hann, þaut hraðlestin framhjá. Upp frá þessum degi þótti heimilisfólkinu enn vænna. um Dáddý, sem hélt áfram að koma öðru hverju i heimsókn. Yfir rúmi Eiriks litla hangir stór mynd af henni. HVAÐ VEIZTU 1. t hvaða borg er Akrópólishæö? 2. Hvað þýðir að vera „liberal”? 3. Hvað hét fyrsta fólkið i norrænni goðafræði? 4. Er krókódiliinn spendýr? 5. i hvaða landi var Nefrótita drottn- ing? 6. Af hvaða dýri er hermelin-skinn? 7. Hvað heitir kona Chaplins? 8. t hvaða landi er Nairobi höfuðborg? 9. Hvenær voru fyrstu vetrar- ólympiuleikarnir haidnir? 10. Hvað heitir prinsinn af Wales? Hugsaðu þig vandlega um, en iausnina er að finna á bls. 39. H^ilÐ — Ég komst að þvi einn daginn að þetta var fiugfiskur. — Nei, þctta er ekki lifrin, hún brann fyrir hálftima. — Það var leitt, að ég skyldi fá rangt númer, cn þakka þér fyrir þetta ágæta langa spjaii.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.