Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 9
Fleiri börn fæddust Ýmislegt breyttist i Aberfan eftir slysið. Tveir læknar, sem hafa rannsakað Ibúana sérstaklega og fylgzt meö þeim, segja að á næstu fimm árum eftir slysið hafi tiðni fæðingaaukiztmjög. Þá fæddust 132börnum fleiraen búast hefði mátt við, samkvæmteldritölum. Börnin, sem látizt höfðu eignazt arftaka að minnsta kosti tölulega. Nýja félagsheimilið, sem er einnar hæðar hús úr gulum múrsteini, er tákn stundir vissi allur heimurinn um Aberfan, sagði séra Erasmus Jones, sem býr i litlu gráu húsi rétt þar hjá, sem skólinn stóð. Hann var sendur til Aberfan til hjálpar eftir hamfarirnar, en fór ekki aftur. Aðspurður um Aberfau nú rúmum niu árum síðar, segir hann: — Ég verð að segja, að við erum orðin þreytt. Þegar fólki varð mögulegt að fara að taka upp daglegt líf eftir þetta, var tekin ákvörðun i sambandi við ferðafólk. Við sáum, að það yrði engin leið að stööva ferðamannastrauminn hingað, svo /ið urðum að bjóða fólkið velkomið. Við trúum þvi að það komi hingað af með- aumkun en ekki forvitni. Það má ekki gleymast að við litum hlutina öðrum augum. 1 augum þessa fólks, nam timinn hér staðar 21. október 1966, en fyrir okkur heldur lifið áfram. Leikfangahús undir úrgangsfjöllum Þegar tekið er eftir Merthyr-Tidfil veginum til Aberfan, sér maður raðhúsin handan dalsins. Falleg hús með hurðum og gluggum i sterkum litum og vandlega hirtum görðum fyrir framan. Þarna búa 5060 manns, sem eiga allt sitt undir kola- námunni. Það var árið 1869 að John nokkur Nixon frá Durham hóf aö grafa þarna. 1 þá daga var Aberfan agnarlitiö bændaþorp. Á næstu tiu árum hurfu bændabýlin og múrsteinshús námaverkamannanna risu á túnunum. Arið 1880 gaf náman af sér milljón lestir af kolum og var útbúin öllum nýtizkulegustu tækjum þeirra tima. En úrgangurinn var lika mikill. Það var dýrt að flytja hann burt og þótti tilgangs- laust. Honum var þvi fleygt á nærtækasta stað: hliðarnar niður að dalnum. Alls staðar risu upp úrgangshaugar, drápu grasið og grófu trén. Árið 1944 gnæfðu f jórir miklir haugar yfir þorpið og um páskana 1956 voru þeir orðnir sex. Milljónir lesta af svörtum salla lá þarna undir veðri og vindum. Fjallgarður gerður af mannahöndum og i samanburði við hann voru húsin i dalnum rétt eins og leikfangahús. Haugur númer sjö spratt upp með vor- blómunum 1956 og óx jafnt og þétt I hlið- inni fyrir ofan Pantglas-barnaskólann. Rannsókn leiddi I ljós tiu árum siðar, að undir honum rann lækur, sem óx mjög i úrkomu og gróf undan haugnum. Viku eftir slysið fóru konungshjónin I heimsókn til Aberfan og hittu þeir m.a. nokkur skólabörn, sem lifðu slysið af. um samheldni bæjarbúa og endurreisn bæjarins. Það stendur þar sem röð rað- húsa fór undir skriðuna. Unglingaskólinn, sem stóð þar rétt hjá, hefur verið rifinn og i stað hans komið stórt bilastæði. Ráðstefnur i félagsheimilinu, sem haldn- ar eru af ýmsum félagasamtökum I Wales, tryggja fulla nýtingu hússins og stæðisins. Það er kaldhæðni örlaganna, að ekki er vitað, hvernig á að fjármagna þetta nýja samfélag, þrátt fyrir allar peninga- gjafirnah. Fólkið I bænum neitaði að hefj- ast handa við endurbyggingu fyrr en búið væri að fjarlægja úrgangshaugana og þar með seinkaði byggingaráætlunum. A þvi timabili hækkaði kostnaðurinn gifurlega og nú hefur verðbólgan brennt upp flesta hjálparsjóði Aberfan. 1 augum einstakra Walesbúa er Aberfan eins og tákn um hugsunarleysi mannsins, hvað varðar nýtingu auðlinda jarðar. En i augum flestra i Aberfan er þetta persónulegra. /

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.