Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 12
I
I ár eru 22 ár siðan Elvis Presley sendi
frá sér sina fyrstu plötu, „That á All
Right Mama” og þar með var hafinn
frægðarferill, sem aðeins sárafáir
listamenn verða aðnjótandi. Maður
skyldi ætla, að stjarna Presleys væri
farin að hniga eftir öll þessi ár, en
hann situr enn i hásætinu sem konung-
ur rokksins. Hann varð 41 árs þann 8.
janúar sl., en á ekki i minnstu erfið-
Elvis Presley
leikum með að koma blóði áheyrenda
á hreyfingu. Nú liður langt á milli
hljómieika hans, en ævinlega eru
aögöngumiðarnir rifnir út. Plöturnar
hans ná ennþá efstu sætum vinsælda-
listanna, og það má segja að nær allar
plötur hans hafi verið þar. Hann hefur
fengið 25 gullplötur fyrir LP-plötur
sinar, en af alls kyns verðlaunum
. hefur hann fengið svo mikið, að hann
hefur sjálfur enga tölu þar á. Elvis
Presley er satt að segja einstakt fyrir-
bæri.
Elvis fæddist 1935 i Tpelo i Missisippi
og var tviburi. Bróöir hans, Aron, lifbi
aðeins fáa daga, og Elvis var siðan
skirður Elvis Aron. Þegar hann var
þrettán ára, fluttist fjölskyldan til
Memphis. Eftir menntaskólanám
visaöi Elvis til sætis I kvikmyndahúsi,
en fór svo að aka vörubíl. Ariö 1953
ætlaði hann að gefa móöur sinni
óvenjulega afmælisgjöf, og fór þvi inn
i hljómplötufyrirtæki og söng inn á
plötu handa henni „My happiness”.
Þetta dró dilk á eftir sér, þvi Sam
Philips, sem átti fyrirtækið, varð
hrifinn af rödd piltsins. Ari siöar sendi
hann bob eftir Elvis, og i þetta sinn var
um að ræða opinbera upptöku. „Thats
All Right Mama” varð til, og viö-
brögðin létu ekki á sér standa. Platan
varð plága i öllum útvarpsstöðvum og
tilboðin streymdu til Presleys.
Afgangur sögunnar er öllum kunnur.
Til eru ókjör af plötum, sem Presley
hefursungið inn á, en við getum nefnt
nokkrar þær nýjustu: „I got Lucky”,
„Elvis Today”, „Pictures of Elvis” og
„Legendary Performer Vol II”.
Nýjasta litla platan er „Green, green
Grass of Home”.
12