Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 37
14. kafli. Frú Parvue sat þögul og forviða, meðan Mary, niðurlút og rjóð í kinnum, sagði hanni alla söguna, allt frá því andartaki, þegar hún hafði kastað pen- ingi yf ir öxlina á sér til að sjá, hvert hún ætti að aka til að finna sól, hvíld og ró. — Og þetta var allt, sagði hún loks lágt, eftir að hafa lýst fyrstu fundum þeirra Johns í bænum. — Afganginn þekkir þú. — Ég hef aldrei á ævinni heyrt annað eins! Frú Parvue fékk loks málið aftur. — Að sonur minn skuli stinga upp á svona löguðu við bláókunnuga manneskju, og að þú skulir láta hafa þig út í það! Þú þekktir hann ekkert! Hún virtist stórhneyksluð á þessu. — Nei. Mary hristi höfuðið. — Þú skilur, þetta er allt því að kenna, að ég er fædd með óeðlilega mikla ævintýraþrá. — Ég skil það.... en að taka þessa áhættu.... hann hef ði getað verið hver sem var, hann hefði meira að segja.... — En hann gerði það ekki! Mary brosti. — Ég hæli sjálf ri mér að því að vera ágætis mannþekkjari, og John virtist bezti strákur. Auk þess var hann svo áhyggjufullur. Hann kynnti mig fyrir móður sinni og bróður. Ég getgætt mín sjálf, og ég hafði Fif i og byssuna. — Byssuna? spurði frú Parvue skjálfandi. — Pabbi kenndi mér að skjóta fyrir mörgum ár- um og gafst ekki upp, fyrr en ég var orðin góð. En það kemur ekki málinu við. Ég vona bara að þú f yr- irgefir mér áður en ég fer héðan. — Elsku barn, það er ég, sem á að biðja um fyrir- gefningu. Fyrir það, hvernig John hef ur hagað sér, fyrir allt það sem Peter hef ur skipað þér að gera til að láta þig borga þessa bannsettu skuld. Og að hugsa sér svo að John skuli hafa talið sig ástfang- inn af þessu dekurfyrirbæri hérna, bætti hún við reiðilega. — Nú þegar ég er búin að sjá hana, skil ég heilmikið, sem mér var ekki Ijóst áður. Ég gat aldrei skilið að stúlka eins og þú hefðir skapað hon- um svona mikla erf iðleika. Satt að segja held ég að þú munir aldrei skilja, hvað mér hefur þótt indælt að hafa þig hérna, sagði hún og augu hennar fyllt- ust tárum. — Og heldur ekki, hvað það eru mér mikil og sár vonbrigði, að þú skulir ekki giftast John eftir allt saman. Það er mér áfall. Getur ekki verið, að þú sért orðin ástfangin af honum? spurði hún eftirvæntingarfull, og Mary hristi höfuðið. — Nei, mér þykir það leitt, en ég er það ekki. — Þá eignast ég sem sagt ekki þá tengdadóttur, sem ég hef óskað mér svo innilega? — Marguerite er komin, og ég get ekki annað en farið leiðar minnar, þú skilur það? John verður sjálf ur að greiða úr vandræðum sínum héðan í f rá. Ég er búin að gera það sem ég hef getað, og notið þess. En ég get ekki verið hérna lengur, ég verð að fara. — En þó ekki í dag? Það var hneykslun í röddinni. — Jú, ég verð. Mary stóð upp og staðnæmdist við gluggann, þar sem hún horfði út yfir landslagið, sem henni var orðið svo kært. — Ég verð....áður en Peter kemur heim í kvöld. — O! Frú Parvue horfði fast á baksvip Mary og hnakka og sperrti upp augun. Peter! Var það þá hans vegna, sem Mary hafði verið hérna svona lengi? hún fór að hugsa nánar um ótal smáatvik, dæsti hún ánægjulega. — Ég ætla ekki að halda þér, ef þér f innst þú endi- lega verða að fara, sagði hún auðmjúklega. — Það er ég, sem stend í þakklætisskuld við þig, Mary. — Það er ekki um neina skuld að ræða neins stað- ar. En Peter er nógu illa við mig fyrir. Mary fannst nauðsynlegt að gefa skýringu á hvers vegna henni var svo mikið í mun að fara strax. — Þetta, ofan á allt annað, myndi gera hann svo reiðan, að ég þori ekki að hitta hann. Ekki undir þessum kringum- stæðum. — Ég get skilið það. Segðu mér, ert þú raunveru- lega hjúkrunarkonan, sem flaug á slysstaðinn með John Fairton? — Já, ég er reynd hjúkrunarkona. Howard þekkti mig og vissi allan tímann, hver ég var. Hann var aðstoðarlæknir við sjúkrahús \ Sydney, þar sem ég starfaði líka. — Það skýrir margt, sagði frú Parvue hugsandi. '— Ætlarðu að fara beint heim? Eða ertu að hugsa um að fara alla leið til Cobar til að geta sagt, að þú haf ir verið þar? Það er m jög athyglisverður staður. — Já, ég býst við að ég geri það. Mömmu vantaði myndi þaðan, og ég hef ekki tekið neinar myndir hér, svo eitthvað verður hún að f á úr þessum lands- hluta. Hún er iöllum bréf unum búin að biðja mig að hætta þessu gabbi og koma heim. — Hefurðu sagt foreldrum þínum þetta a'llt sam- an? — Já, þau hafa fylgzt með þessu öllu, allt frá byrjun. — Auðvitað myndir þú ekki gera annað. Höfðu þau ekkert á móti því? — Pabba og ömmu fannst þetta bráðskemmti- legt. En ekki mömmu. Frú Parvue stóð upp af rúmstokknum og tók utan um Mary og kyssti tárvota vanga hennar. — Ekki gráta, Mary. Ég verð að fá að þakka þér fyrir allt, sem þú hef ur gert hérna til að hjálpa John. — Ég er sannfærð um, að hann lendir ekki í svona vandræð- um aftur. Hann hef ur lært sína lexíu, og ég held, að hann sé búinn að ákveða að verða hér og hjálpa bróður sínum. Ég þarf líka að þakka þér fyrir að hugsa svo vel um drengina mína, meðan ég var í burtu, og f yrir að gera mér kleift að fara til systur minnar, er hún var veik. Ég vil helzt ekki að þú farir héðan, en ég held, að ég skilji þig. Reiður Pet- er er ekki nbtalegur í viðmóti, og hann hefur áreiðanlega sitt að segja, þegar hann kemur heim. Ég held næstum þvi að hann springi! Hún virtist alls ekkert smeyk við tilhugsunina, og Mary leit hissa á hana, þangaðtil hún mundi, að móðirin var eina manneskjan, sem ekki fékk að finna fyrir hvassri tungu Peters. — En nú ætla ég niður og sjá hvað verður úr þessu með Marguerite. Langar þig ekki að vita, um hvað þau hafa verið að tala? Mig langar til þess. Hún lokaði dyrunum hljóðlega á eftir sér, og stóð siðan andartak og hallaði sér upp að dyrastafnum. Framhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.