Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 15
Þegar hann var búinn a& loka á eftir sér hur&inni, greip hana yfirgnæfandi ein- manakennd. Ég vil vera hér, hugsa&i hún. Ég vil ekki bara fara heim og setjast viö sjónvarpiö meö brauösneiö og rauövln, mig langar að vera hérna i ylnum og.... Hann var kominn aftur. Hún leit niöur eins og hún óttaðist að hann læsi hugsanir hennar og fleygði henni sem snarast út. Hann stillti sér upp fyrir framan hana. — Hvað verðuröu gömul? — Þritug. — Nú, svo það er stórafmæli! Hann stóö og horfði niður á hana andartak. Svo spurði hann: — Ertu einbúi? Hún kinkaði kolli. — En það gerir ekk- ert til. Alls ekkert. Það er lika mér að kenna. Hann settist gegnt henni og opnaöi flöskuna. — Nú sæki ég tvö glös. Þegar hann kom aftur, var það ekki að- eins með glösin, heldur einnig brauö og ost. Hann hellti i og rétti henni glasið. — Skál. Ef þú lætur mig fá heimilis- fangið, skal ég senda þér gjöf á morgun. Hann laut áfram og snerti enni hennar létt með vörunum. Þá byrjaöi hún skyndilega að gráta og ætlaði ekki að geta hætt aftur, meðan hún sagði honum allt saman, allt um Matthias, um móöur sina og hvernig hún hafði sett allt lif sitt á annan endann. Hann hlustaði af athygli, án þess að gripa fram I eða lita á úrið. Hún drakk vinið og orðin flæddu út úr henni. — Ég held, að þið hafið alls ekki átt saman, sagði hann. Hún greip brauðsneiö og fann þá skyndilega, að hún var glorhungruð. — Mamma þin er sennilega ein af þess- um áköfu bjargvættum, en kæröu þig koll- ótta um það. I rauninni vill hún þér bara það bezta. — Ég er ekki að ásaka Matthias, sagði hún, eins og hún hefði ekki heyrt orð hans. — Alls ekki! Hann gerði þetta ekki vilj- andi.... þetta með bækurnar hefur hann sennilega ekki hugsað um, né það að við keyptum flest i ibúðina i sameiningu... — Elskarðu hann ennþá? Spurningin þrengdi sér djúpt inn I hjarta hennar og olli sársauka. Andlit hennar varð nakið og alveg óverndaö. Þegar hún svaraði ekki, stóð hann upp og dró hana upp úr stólnum, hún lét hallast að brjósti hans, stif og treg. Hún fann mjúkar hendur hans renna gegn um hár sitt og niður hálsinn. Hún ætlaði aö ýta sér frá honum, en hann tók bara fastar um hana og faðmur hans varð eins og örugg höfn. Hann tók sjálfur upp annað glasið og rétti henni hitt. — Til hamingju, sagöi hann. — Þakka þér fyrir. Hann horfði á hana. — Ef þig langar til, máttu gjarnan vera lengur. Ég á egg og flesk og meira rauðvin... Freistingin var mikil. Hún lokaði aug- unum til að hugsa og hann tók það sem játandi svar. Skömmu siðar heyrði hún hann glamra i eldhúsinu og fann fleskilm- inn. Það var að verða dimmt, hann kom inn, dró fyrir gluggana og kveikti á tveim- ur litlum lömpum. — Verðurðu hérna I nótt? Hann sagði það eins og hann gerði sér ekki miklar vonir um jákvætt svar. í skoti við kolaofninn haföi hún komið auga á mynd af ungri konu með svart hár og svört augu. Hún hristi höfuðið. — Kannski seinna. — Þá ek ég þér heim. — Nei, þú ert búinn að bragða vin, þú mátt ekki aka. Ég tek leigubil. Hann brosti. — Ég átti auðvitað við að ég æki þér i leigubil. Ég kem með. Ég þarf aö vita, hvar þú átt heima og hvaö þú heit- ir. Hvað heitirðu annars? Hún skellihló. — Sonja. — Róbert. Þau tókust I hendur, eins og þau væru að heilsast hátiðlega I fyrsta sinn. — Sonja... á itölsku þýðir þaö draumur. Svo gekk hann fram I ganginn og hringdi á bilinn, lokaði ofnhurðinni og blés á kertið á borðinu. Hann hélt hönd hennar I sinni, meöan þau gengu niöur tröppurn- ar. Hún fann til I hnénu. Þau settust inn I bilinn og hún sagði bilstjóranum heimilis- fangið. Hann sleppti ekki hönd hennar. A milli þeirra stóð poki meö rauðvinsflösku. Þau litu ekki hvort á annað. Billinn nam staðar. — Hvert er eftirnafn þitt? Hún var allt i einu komin i einkar gott skap, greip blað og penna upp úr veskinu og skrifaði nafn og heimilisfang, sima- númer, fæðingardag og ár, skónúmer og sigarettutegund. Hann hló, þegar hann las það. — Stórfint! Nú er engin hætta á aö ég týni þér. Þetta gerði hana alvarlega aftur. Hún kyngdi stórum kekki I hálsinum og sagði lágt: — Þú mátt gjarnan koma meö upp, ef þú vilt. Við eigum nóg vin. Hann hugsaði sig andartak um. Ef til vill er þaö hún, hugsaði hún. Stúlkan i skotinu hjá ofninum. — Þú hefur kannski ætlaö eitthvað ann- að? spurði hún I lyftunni. Hann hristi höfuðiö. — Þú býrð anzi hátt uppi, sagöi hann aðeins. Hún opnaði dyrnar og kveikti i forstof- unni. Hjarta hennar sló hraðar, þegar hún sá bréf liggja á gólfinu, en svo þekkti hún rithönd móður sinnar. — Þú mátt gista, ef þig langar til, sagði hún fljótmælt. — Það er aukarúm i stof- unni til hátiðlegra tækifæra.... Án þess að segja orö, fór hann úr frakk- anum.... Ekkert er jafn indælt og að kynnast hinni einu sönnu konu. Það er jafn in- dætt i hvert skipti. ★ Karlmenn eiga viö fleiri vandamál aö striða en konur, meöal þeirra konur. ★ Maöur finnur mest til góðverka sinna á þvi hversu erfitt er aö byrja á þeim. ★ Börnsegja þaö, sem feöur þeirra hafa sagt. ★ Þaö er aöeins eitt verulega faliegt barn i heiminum og þaö er barn hverr- ar móöur. ★ Hinum unga finnst fertugur gamall, hinum gamla fimmtugur ungur. ★ Börn eru auölegö hinna fátæku. ★ Sá, sem hefur engan slæman vana er aö likindum litill persónuleiki. ★ Hjá skrifstofubákninu ganga hlutirnir ineö skjaldbökuhraöa og þaö meira aö segja eins og hjá gigtveikri skjald- böku. 75

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.