Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 36
Parvue sagði þeim f rá öllu, sem gerst haf ði eftir að hún kom til Wollengong. — Hvernig leið frænkunum mínum? spurði John. Ágætlega, þótt þær væru auðvitað daprar yfir að missa móður sína svo skyndilega, en þæreiga báðar börn, svo þær hafa um annað að hugsa. Ég vona líka, að ég eignist bráðum barnabörn, sagði hún dreymin og leit á þau til skiptis. — Peter sagði, að þiðætluðuðaðgifta ykkur bráðum. Það gleður mig. Mary þorði ekki að líta á John og varð dauðfeim- in. Frú Parvu yrði bæði leið og vonsvikin einhvern næstu daga og Mary óskaði af öllu hjarta, að hún hefði ekki þurft að valda henni svona miklum von- brigðum. Á morgun ætlaði hún að segja henni, að hún þyrfti að fara heim til foreldra sinna, að minnsta kosti um tíma. Enginn sæi neitt athugavert við það, eftir allan þennan tíma, sem hún hafði dvalist hérna. — Við getum talað um það seinna, sagði John lágt. — Gekk ferðin vel heim? — Ágætlega. Það er satt að segja mun þægilegra að fljúga en aka alla þessa leið, öruggara líka kannske. Þau hlógu öll, þegar þeim datt hraðakstur Peters í hug. — Það var athyglisvert fólk með f lug- vélinni. Meðal annars sat ung stúlka fyrir framan mig, reglulega lagleg stúlka, en þvílíkt dekurbarn! Hún skipaði veslings flugfreyjunni fram og aftur, heimtaði eitt og annað og kvartaði svo loks yfir slæmri þjónustu. Þjónustan á flugvélinni frá Sydney til Paradisarstrandarinnar hefði verið mun betri, hún haf ði verið þar í leyf i og það var víst það, sem hún vildi, að við vissum öll. Hún var í einum af þessum níðþröngu kjólum, svo þröngum og stutt- um, að...já, þú veist, hvernig þeir eru. Ég viður- kenni, að hún hafði fallega fætur.... John hló og ýf ði hár móður sinnar um leið og hann stóð upp. — Ég held, að ég láti ykkur um að tala um þetta. Ég hef annað að gera en tala um þrönga kjóla og fallega fætur...uss...er ekki að koma bill? — Ö, það veit öll sveitin að mamma þín er komin heim, sagði Mary rólega og safnaði saman bollum og diskum á tevagninn. — Þess vegna koma gestir. Er það nema eðlilegt? — Gáðu, hver þetta er, John. Og ég sem hafði vonast til að fá að tala í ró og næði við Mary augna- blik. Þau heyrðu bílhurð skella og síðan skæra rödd segja: — Farðu varlega með töskurnar mínar, bíl- stjóri! John stóð eins og frosinn í dyragættinni. — Hvað er að? spurði móðir hans hvasst og stóð upp, þegar hún sá svipinn á syni sínum. — John! Mary f lýtti sér til hans og opnaði munninn til að segja eitthvað, en kom ekki upp nokkru hljóði. Svo ýtti hann Mary til hliðar og hljóp fram ganginn. Mary og móðir hans litu hvor á aðra og flýttu sér svo á eftir. — Ö, en þetta er einmitt unga stúlkan, sem ég var að segja ykkur f rá! sagði f rú Parvue ringluð. — Sú, sem var með f lugvélinni...hún þagnaði. Það gat þó ekki verið að einhver af f yrri vinkonum Johns væri komin hingað til að eyðileggja þá hamingju, sem hann hafði nú fundið.... — Johnnie! Greinilegt var, að stúlkunni létti stór- um. — Ö, Johnnie, ég varð að koma. Ég hef ekki 36 verið heima, svo bréf ið þitt beið eftir mér og nú vill þessi maður fá helling af peningum fyrir að aka mér frá þessum litla bæog ég á bara ekki smápen- inga. Viltu borga honum fyrir mig? Mary greip höndinni fyrir munninn. Hún vissi, hver þetta var og hennar fyrsta hugsun var að þakka guði fyrir að Peter væri ekki heima þessa stundina. — Hver í ósköpunum er þetta? spurði frú Parvue við hlið hennar. Henni geðjaðist alls ekki að því að heyra son sinn kallaðan Johnnie á þennan hátt. Unga stúlkan leit á hana, en svo Ijómaði andlit hennar í brosi. — En þér voruð líka með flugvélinni! hrópaði hún hrifin. — Ég hefði líka átt að vita það. Þér eruð móðir Johnnies. Við hefðum átt að kynna okkur! — Já, en hver eruð þér? — Ég er Marguerite. Marguerite Weston, þér vit- ið. Kærastan hans Johnnies, sagði hún stolt og leit á manninn, sem stóð fölur og ringlaður í dyrunum. — Hvað er að? Ætlarðu ekki einu sinni að borga bíl- inn? Bílstjórinn leit af einu á annað. Hann hafði hitt Marguerite Weston, hún hafði oft komið í bæinn með John, frú Parvue og stundum með Peter líka. Hann þekkti hana vel og geðjaðist vel að glettnu, freknóttu andliti hennar og hvað hún var vingjarn- leg við alla. Svo stóð þetta fyrirbæri hér í níðþröng- um kjól og hélt því fram, að hún væri Marguerite. Hann botnaði sannarlega ékkert í þessu. Og ef dæma mátti af svipnum á hinum, skildu þau ekki mikið heldur. Það væri kannske best, að hann færi leiðar sinnar, en hann hafði þó sannarlega sitt að hverju að segja, þegar hann kaemi til bæjarins aft- ur. — Ég skal skrifa þetta í bili, John, sagði hann og settist aftur inn í bílinn. — Þá byrjar það aftur! hvíslaði John og leit örvæntingaraugum á Mary. Hún var orðin föl og frú Parvue var alveg forviða. Aðeins Marguerite var eins og hún átti að sér. — Ég hélt, að þú yrðir ánægður að sjá mig, Johnnie, sagði hún móðguð. — Ég sem er búin að fara alla þessa leið, bara til að.... — Er hún raunverulega sú, sem hún segist vera? skaut frú Parvue inn í, einkennilegri röddu og horfði á yngri son sinn. Hann kinkaði kolli þegjandi og móðir hans sneri sér að Mary. — En ef hún er Marguerite Weston, hver ert þú þá? — Mary Lonsdale. — En ég skil þetta ekki! Hvers vegna þóttistu vera hún? Lonsdale? MARY Lonsdale? En það er nafnið á hjúkrunarkonunni, sem flaug til mann- anna t bilslysinu. Jane sagði mér það allt, meðan ég beið eftir Peter. Hvers vegna getur enginn sagt mér, hvernig í öllu liggur? — John, það er best, að þú fylgir Marguerite inn, svo skal ég skýra þetta allt fyrir mömmu þinni. Viltu koma með mér upp á herbergið mitt, frú Parvue? spurði hún vingjarnlega.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.