Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 31

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 31
I ástamálunum skiptast á skin og skúrir, en þó skin heldur meira en hitt. Ef þú ferð að ráðum vinar þins, kemstu að raun um, aö þér heföi veriö hollara aö treysta sjálfum þér. Fjármálin eru undir heillastjörnu. Þú færö meira fyrir peningana og ert ánægöur. Syndu, aö þú getir veriö áreiðanlegur og stundvis. Láttu engan biöa eftir þér og veröa fyrir vonbrigðum. Sporðdrekinn 23. okt. — 22. nóv. Biddu ekki meö aö taka frumkvæðið, þvi i vikubyrjun er heppnin með þér i ástamálum. Gleymdu ekki einhverj- um, sem biður eftir þér, eða einhverju sem þú hefur lofaö — viðkomandi gæti veriö náinn ættingi. Þótt þér áskotnist fé, eru fjármála- áhrifin fremur óhagstæð: reyndu að halda útgjöldunum I lágmarki. Þreyttu þig ekki á nýjum eöa erfiðum verkefnum, faröu heldur hægt, þá gengur vinnan betur. Bogmaðurinn 23. nóv. — 20. des. Þaö verður rólegra I ástamálunum, og reyndu að láta ekkert trufla það. Láttu ekki vin þinn festa þig neins staðar, svo þú getir ekki gert það sem þig langar til. Ef þér hættir til að fleygja peningunum I allar áttir, skaltu leggja eitthvað til hliðar og geyma til mögru daganna. Leiðin- legar hversdagsskyldur geta komið I veg fyrir að þú sinnir verkefni, sem þú hefur áhuga á. Þú hefur ekkert á móti svolitlu daðri, en láttu það ekki eyðileggja fyrir þér gott samband. Vini tekst að tala um fyrir þér, en ef þú sérð eftir öllu saman, skaltu ekki kenna honum um þaö. Heillastjarna sér um f jármálin, og þér er óhætt að kaupa hlut, sem þú hefur hugsað um lengi. Verkefni, sem þér fannst áður leiðinlegt og erfitt, gengur nú betur, þar sem þú hefur fengið góð ráð og uppörvun á vinnustað. Vogin 23. sep. — 22. okt. Ef snurða hleypur á þráöinn, skaltu ekki láta stolt eða óframfærni hindra sættir. Þér verður boöið I smkvæmi, sem þú hefur hlakkaö til. Gættu þess að fara varlega með peningana, meðan þú átt eitthvað af þeim, og skipulegðu útgjöldin á næstunni. 1 fréttum, tilboði eða uppástungu geta falizt miklar breytingar, en visaöu þeim ekki á bug fyrr en þú hefur Ihugað málið vel. LU o» (A C « D UJ o- c ‘ö — Nei, en gaman, að þú skyldir eiga leið fram- hjá! 1 fljótu bragði virðast myndirnar eins, en þó hefur sjö atriðum verið breytt á þeirri neðri. Beitið athyglisgáfunni, en ef alit um þrýtur, er lausnina að finna á bls. 39.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.