Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 23
eftir teinunum i þá átt sem lestin átti aö koma út. öðru hverju leit hann til þeirra tveggja, sem börðust fyrir lifi sinu. Svo heyrði hann lágar drunurnar i lestinni. Hann kallaði til pabba sins og var viss um að vesalings dádýrið væri glatað. Hann gat ekki hugsað sér að sjá þetta, en stökk upp brekkuna og hlustaði á lestina nálgast. Pabbi heyrði kall Jóns og fann um leið titringinn i teinunum. Nú var að duga eða drepast! Það var ekki um annað að ræða en taka á, og vona að fóturinn brotnaði ekki. Ef hann geröi það, fyndist ráð á eftir. Það var allt betra en að verða undir stálhjólum lestarinnar. Hann rétti úr sér og tók á af öllum kröft- um. Dádýriö brauzt um, en pabbi sleppti þvi ekki. Meö hörðum kipp gat hann slitið fótinnlausanog fleygt sér út af teinunum. Það var á siðasta andartaki. Loftbylgja frá lestinni skall á þeim um leið og hún þaut framhjá. Dádýrið reyndi að komast burt, en pabbi hélt þvi i fangi sér, hann vildi ekki sleppa þvi, fyrr en búiö væri að athuga fótinn betur. Dýrið róaðist, þegar lestín fjarlægöist’ Pabbi lét það stiga nokkur skref upp i brekkuna, meðan hann hélt um háls þess. Það haltraði, en fóturinn virtist ekki brotínn. Hins vegar lagaði blóð úr djúpum rispum i húðinni. Hann kallaði á Jón, sem stakk höfðinu fram undan sverum trjástofni. Þegar Jón sá, að dýrið var heilt á húfi, stökk hann upp af gleði og þaut til þeirra. — Ö, pabbi, þér tókst það! hrópaöi hann fagnandi. — Já, en það mátti ekki miklu muna. — En þessi sár eru ljót, svo ég held, að við ættum að reyna að koma dýrinu upp i fjós. — Já, hrópaði Jón. — Þá getum við leikið okkur við það lika. — Jæja, en viö skulum fyrst reyna að lækna sárin, svaraði pabbi. — Svo verðum við aðsleppa þvi út i skóginn aftur. Það er ekki hægt að halda svona dýri föngnu. Mamma og Eva voru steinhissa þar sem þær stóðu á hlaöinu og horföu á þau sem komu yfir túnið. Dádýriö kom fúslega með og meðan Jón sagöi söguna, reyndi Eva að gefa þvi brauðbita. En dýrið varð órólegt, þegar hún nálgaðist það og pabbi sagði að hún yrði aö biða, þangað til það kynntist henni betur. í fjósinu girtu þeir af eitt hornið og slepptu dýrinu þar. Þeir gáfu þvi vatn og hey og hringdu til dýralæknisins. Hann batt um fótinn og sagði að dýrið þyrfti að vera i ró og næði i hálfan mánuð. Nú voru Jón og Eva ekki i vandræðum með að láta timann liða. Oft urðu dag- arnir allt of stuttir. A morgnana, áður en þau fóru i skólann, litu þau alltaf inn i fjósiö. Eftir skóla hlupu þau heim, til að gæla við dádýrið. Eirikur litli varö frá sér numinn af hrifningu, þegar honum var lyft upp og leyft að klappa dádýrinu. — Daddý, daddý, hrópaði hann og baðaði út handleggjunum. Þar meö haföi dýrið fengið nafn. öllum fannst dáddý ágætis nafn. En allt tekur enda. Eftir hálfan mánuð kom dýralæknirinn aftur og sagöi, að sárin væru vel gróin. Nú mætti sleppa Dáddý aftur. Bæði Jón og Eva grétu, þeim fannst þau vera að missa bezta leikfélaga sinn. En pabbi var ákveðinn. Þau gætu ekki haldið Dáddý. Dýr, sem var vant frelsinu i skóginum átti ekki að vera fangi. En pabba fannst sjálfum leitt að þurfa að sleppa þessum ferfætta vini. Hann vonaði að Dáddý héldi sig i grennd við bæinn, að minnsta kosti fyrst i stað, þannig að þau gætu gefið henni bita stöku sinnum og séð að hún hefði það gott. Þegar fjósdyrnar voru opnaðar, stóöu Jón og Eva og vonuðu að Dáddý vildi ekki fara frá þeim, heldur snúa viö. En þannig fór það ekki. Dáddý tiplaði varlega um, horfði hissa i kringum sig og þefaði i allar áttir. Svo varö henni skyndilega ljóst að hún var frjáls. Eðlishvötin sigraði og með kerrtan hnakka tók hún á sig stökk i átt til skógar. Hétt áður en hún hvarf, nam hún andartak staðar, leit við og laut höfði alveg niður undir jörð, eins og hún væri að þakka fyrir sig. Svo hvarf hún — inn i sinn eigin heim. Siðar um daginn báru Jón og Eva sinn hvorn heybinginn út á túnið. En dagarnir liðu og heyið lá ósnert. Sorgin var mikil, en þeim mun meiri varð gleöin einn dag- inn síðdegis, þegar Jón og Eva voru að koma neðan frá ánni. Þá sáu þau tvö dádýr ganga hlið við hlið, aðeins fáeina metra frá heybingjunum. Var Dáddý annað þeirra?. — Þetta er Dáddý, hvfsiaði Jón, þegar annað dýrið gekk að heyinu og fékk sér visk. — Ég þekki hana aftur! — Komdu, sagöi Eva. — Við skulum reyna að nálgast þau. Þau fóru varlega og Dáddý fylgdist meö þeim. Hún var ekki búin aö gleyma dvölinni i fjósinu, þvi hún stóö kyrr og horfði á börnin sem læddust að henni. Hitt dýrið stökk dálitið frá, en Dáddý stóð kyrr. Jón og Eva réttu fram hendurnar. — Dáddý? sagði Eva. — Ekki vera hrædd. Þetta erum bara við, skilurðu? Nú stóðu börnin öðrum megin við bing- inn og Dáddý hinum megin. Jón tók nokkur strá og rétti fram. Það glampaði i svörtu augunum. Dáddý var svolitið hrædd, en lika forvitin. Hún steig eitt skref aftur á bak, en kom svo og greip stráin úr hendi Jóns. Hann ætlaöi aö fara að klappa henni, þegar hitt dýrið tók viðbragð og stökk i átt til skógarins. Þá fór Dáddý að dæmi þess og þau hurfu bæði. w Nú var að duga eða drepast. Það var ekki um annað að ræða en kippa i og vona, að fóturinn brotnaði ekki. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.