Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 13
Afmælisdagurinn Það rigndi. Litlu götuhellurnar voru gljá- andi, rétt eins og ópalsteinninn, sem hún hafði i sumar látið setja i silfurumgerö. Hún sá enn Matthias fyrir sér, þegar hann hvolfdi úr litla þvottaskinnspokanum og sýndi henni hundruð litilla eðalsteina, sem hann hafði keypt á Ceylon. Hann sagöist hafa fengið þá fyrir litiö og bað hana að velja sér einn. Hún hafði valið sér litla ópalsteininn, sem minnti hana á tár. Hún hélt fast um pokann með rauðvins- flöskunni og fannst hún næstum finna ilm- inn af heitu franskbrauði. Jú, hún skyldi eiga notalegan afmælisdag, þrátt fyrir aö hún yrði ein um að halda upp á hann. Hún var farin aö venjast þvi og stundum var það bara ágætt. Skyndilega datt hún kylliflöt i götuna. Hún fann til i hnénu og það var gat á sokknum. Brauðið var undir vinstri mjöðm hennar og yfir götuhellurnar rann rauður straumur — rauðvinið! — Þetta verður fyrirtaks mynd, þakka þér fyrir! Nú kemurðu i blaöinu á morg- un. Hún leit hægt við og upp. Glaðlegur ungur maður með rauðleitt, hrokkið skegg og vingjarnlegt augnaráð stóð og brosti til hennar. Hann hélt á myndavél. — Vinið, sagöi hann aöeins og benti. Auðmýkt, reið og með mæðusvip stóð hún upp án þess að gripa höndina, sem hann rétti henni. Blóöið rann úr hné hennar. Hann laut niður og tindi glerbrotin sam- an, en hafði ekki af henni augun á meðan. — Þarfór sú veizlan, sagðihann. — Þaö er búið að loka búðunum. — Þakka þér fyrir upplýsingarnar, svaraði hún þurrlega. Hann brosti, þegar hann rétti henni pokann með glerbrotunum. Bros hans var afar smitandi. — Brauðið! sagöi hann og tók þaö upp. Þaö var flatt eins og pönnukaka. — Ég kom þó aö minnsta kosti mjúkt niður. Þá fóru þau bæði að hlæja. Hann stakk myndavélinni niður I hliðartöskuna. — Ertu ljósmyndari? Þú ætlar þó ekki að nota þessa mynd? — Jú, það máttu bóka. Þú verður mynd ársins! Þú getur ekki imyndað þér, hvaö þú varst fyndin. — Nei, sannarlega ekki. Þar að auki á ég afmæli i dag. Hún var mjög einmana og bjóst til að halda upp á af- mælið sitt ein heima hjó sér. En það er aldrei að vita, hvað gerist við næsta götuhorn................... — Já, en þá veröum við að útvega þér rauðvin i staðinn fyrir þetta. Nú skal ég setja heilafrumurnar i vinnu. Hún athugaði á sér hnéð, sem var að bólgna upp og olli henni sársauka. Bezt væri að hraða sér heim og hreinsa þaö. — Nú veit ég það, sagöi hann glaölega. — Við ökum heim til min. Billinn minn er hérna rétt hjá. Þú getur fengið rauðvin úr hinum fræga vinkjallara minum. Svo get- um við lika hreinsað sárið og sett á það plástur og þegar ég hef borið fram bolla af róandi tei, skal ég aka þér heim sjálfur. Hún stóð kyrr meðan hann opnaði bil- inn. Það var Fólksvagn. — Stökktu inn. Hann settist viö stýriö. Hnéö á henni var einkennilega stlft. Hún beygði það var- lega. — Hafðu ekki áhyggjur, sagði hann og setti vélina I gang. — Ég hef fariö á nám- skeið I hjálp I viölögum... Andartaki siðar drap hann á bllnum og hjálpaði henni út. Hönd hans var breið og fingurnir stuttir og henni datt alls ekki I hug að bera hana saman við hönd Matthiasar. Hann átti heima I gömlu húsi, sem ein- hverntima haföi veriö af finna taginu, en var farið að láta mjög á sjá. Hana langaði til að segja eitthvað um það, en hann var þegar búinn að opna útidyrnar og baö hana aö fara úr kápunni og láta fara vel um sig, meðan hann lagaöi te og næði i joð og plástur. Hann hafði aöeins eitt herbergi, en það var stórt og lofthæðin var mun meiri en sú venjulega. I einu horninu stóð gljáfægöur kolaofn og við hlið hans stór koparbali. Þau drukku teið við lágt borð við annan gluggann og hún gat valið milli þess aö horfa á nakin pilviðartrén fyrir utan eða vegg þakinn bókum. Hún var svolitiö nær- sýn og gat ekki lesið titlana, en það var nautn aðeins að horfa á svona margar bækur... Matthias hafði tekið nær allar bækurnar hennar með sér. Hvað það var likt hon- um! hafði móðir hennar sagt, þegar hún komst að þvi. — Hann hefur alltaf haft hæfileika til að skara eld að sinni köku og þú segir ekkert! Lærirðu aldrei? Það var þetta sama með Tómas og Andrés. Það eru einkennilegir vinir, sem þú velur þér... — Hvernig liður þér núna? Betur? Það rann upp fyrir henni, að hún hafði setið þegjandi langa stund. — Já, þakka þér fyrir, miklu betur. Hann hellti aftur i bollana. Það var far- iö að rökkva úti og allt I einu fór hún að tala, hraðar og hraðar og það var eins og orðin yltu hvert um annað þvert út úr henni.... — Mér finnst te afskaplega gott,, sagði hún. — Ég panta það alltaf að heiman frá Englandi. Ég hef elskað England siöan ég las LIsu i Undralandi sem litil telpa. Ef ég hefði efni á þvi færi ég þangað oft á ári. En nú hef ég heldur ekki tima til þess þvi ég er aö læra, það er skemmtilegt, en erf- itt og svo veröur maður lika bláfátækur af þvi. Og einmana. Ég er aö læra bók- menntasögu á kvöldháskólanum....... Hún þagnaði. Hann sat og tottaði pipu sina hugsandi og það var dapurlegur glampi i bláu augunum. Hún sá, að hann var ekki eins ungur og hún hafði I fyrstu haldið, það voru margar hrukkur kring um augun. — Fyrirgefðu, aö ég tala svona mikiö, sagöi hún lágt. — Talaðu bara. Mér finnst gaman að hlusta. Það er eins og að dunda við ljós- myndir. Það skapast samband... Skyndilega spratt hann upp af stólnum. — Já, en stúlka min! Við gleymum þvi mikilvægasta! Þaö er þó afmælisdagur- inn þinn! Biddu aðeins á meðan ég sæki flösku. Eða viltu kannski fleiri en eina? Attu von á gestum? — Þakka þér fyrir, ein nægir. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.