Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 5
Truntusól, bók Sigurðar Guðjónssonar, vakti mikla athygli er hún kom út fyrir fá- um árum, m.a. vegna þess að hann f jallaði á opinskáan hátt um veru sína á geðsjúkrahúsi. Við kynnum að þessu sinni aðra bók Sigurðar, I leit að sjálfum sér, sem Iðunn gefur út og nýkomin er í bókaverzl- anir. Þessi bók er e.k. sjálfs- ævisaga, en jafnframt sterk gagnrýni á þjóðfélag nútím- ans. Sigurður er 29 ára gamall Reykvíkingur, en fæddist í Vestmannaeyjum. Hann á sama afmælisdag og Guðmundur Hagalín og Verdi, 10. október. — í viðtali kvaðst Sigurður ekki vera byrjaður á nýju rit- verki síðan hann lauk l leit að sjálfum sér, hann væri að gera áætlanir. I sumar hefði hann orðið fyrir mikilli reynslu, hann hefði skroppið yfir í 'annan heim, eða réttara sagt marga heima, og lent á sjúkra- húsi. — Ég var bæði í himna- riki og helvíti í bókstaflegri merkingu, sagði Sigurður. — Ég er ekki búinn að ná mér eftir þetta ennþá. I leit að sjálfum sér eftir Sigurð Guðjónsson er syrpa 23 kafla, þar af eru 17 unnir upp úr kveðjum og sendibréfum til vina og kunningja, eða úr dag- bók höfundarins, sem hann hefur haldið frá því hann var fjórtán ára gamall. — AAér lætur ekki beint vel að skrifa fyrir „ókunnugt" fólk segir Sigurður í formála bókarinnar. — Ástæðan fyrir því að ég f reista þess að saf na þessum skissum saman á einn stað er einfaldlega sú, að ég SigurOur Guöjónsson <---------------------- álít að þær allar — hver með sínum hætti — verðskuldi að finnast í einni bók. Þær mega með nokkrum hætti kallast saga ævi minnar og hugsunar, það tímabil sem þær spanna að vísu ósamsett og í brotum. Ævisögur eru vinsælt lestrar- efni á Islandi. Varla nær sá maður, er einhver umsvif hefur haft i þjóðfélaginu, and- lega eða veraldleg, eftirlauna- aldri að hann setji ekki saman bókarkorn um lífshlaup sitt. Flestar eiga þessar króníkur það sameiginlegt, að þær eru í letur færðar löngu eftir að þeir atburðir gerðust er þær herma frá. í annan stað eru þær mestanpart lýsing á ytri atburðum, en svoer að sjá sem höfundarnir hafi aldrei átt í sálarstríði, spurt spurninga og leitað svara, hvað þá komizt að niðurstöðum. Það er engu lík- ara en þeir hafi ekki átt neitt innra líf og lesendur eru yfir- leitt litlu nær um þróun skoð- ana þeirra og viðhorf til sjálfs sin og umheimsins. Hitt tel ég mjög fátítt, ef ekki einsdæmi, að menn skrái sögu hugmynda sinna, reynslu og síðast en ekki sízt skynjunar, svo að segja um leið og dagarnir líða. Þessi bók hefur þó að miklu leyti orðið til á þann hátt, Að vinna slíka spegilmynd upp úr dag- bókum og kunning jabréf um hefur ýmsa kosti. Þegar við tölum við sjálf okkur eða til góðra vina erum við oftast nær einlægari og meira blátt áfram en er við komum fram opinberlega. AAargt er það í sendibréfum sem er algerlega tengt persónulegum samskipt- um sendenda og þess er við tekur. En f leira er það þó sem hefur almennara gildi. Að minnsta kosti hef ég aldrei getað litið svo á, að hugmyndir sem ég ræði við vini mína, sögur sem ég segi þeim eða lýsingar á þvi er gerist í huga mér og hjarta sé þeirra einka- eign. Þess vegna hef ég ekki hikað við að nota lengri og skemmri kafla úr bréfum,

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.