Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 6
Siguróur Guðjónsson ■ f jóla- og afmæliskveðjum, sem hluta en þó oftar uppistöðu í hvers konar skrif um sem bæði hafa birzt á prenti og ekki. Með þessum hætti tel ég að mér heppnist að koma til dyr- anna öins og ég lít út fyrir þeim er þekkja mig bezt. Og það álít ég meira virði en skapa einhver stórkostleg listaverk. Því er haldið fram að yngri höf undar nú á dögum yrki opið og sumir segja galop- ið. Af kynnum mínum af yngra fólki í landinu — þar á meðal skáldum — kemur mér 6 þetta sannarlega ekki á óvart Fólk vill opna sig. Og það þráir að aðrir hlusti. En fyrst og fremst leitar það trausts. Mannleg hlýja og traust eru eiginleikar sem eru að deyja út í þjóðfélögum nútímans. Fólk er orðið að vélum sem hugsa, tala og starfa eftir ákveðnum lögmálum sem stefna í þá átt að forðast árekstra til að framleiðsla og hagvöxtur gangi snurðulaust. Á yfirborð- inu virðist allt ganga vel og áferðarfallega. En í hjörtum mannanna, í kviku sálar Káputeikning á bókinni er eftir Guöný; Svövu Guðjónsdóttur. <----------------------- þeirra, bærist áköf löngun til að nálgast náunga sinn sem bróður og vin, einstakling sem aldrei áður hefur verið til og mun ekki vera lengur til eftir að hann hverfur líkamlegum sjónum okkar. Flestir deyfa þessa þrá með linnulausri vinnu, lestri dagblaða og af- þreyingarrita, sjónvarpsglápi, félagstarfsemi, skemmtana- lífi, kynferðisdellu, áfengis- drykkju og fíknilyfjaneyzlu. Með þessum hætti auðnast þeim að fullnægja nokkurn veginn þeim kröf um er þjóðfé- lagið gerir á hendur þeim. En nokkrir eru svo ógæf usamir að vera gæddir miklu dýpra næmi og innsæi í umhverfi sitt en gengur og gerist. Sumir gefast uppog ganga inn á þær brautir sem í vitund venjulegs fólks eru taldar bera vitni um ,,af- brigðilegt" sálarlíf. Aðrir reyna að rísa gegn lyginni og sýndarmennskunni og lifa lífi sínu án tillits hvað sljótt almenningsálitið hefur um at- ferli þeirra að segja. Og for- dómar og skilningsleysi sam- félagsins er oft og tíðum svo glórulaust að það hrekur þetta fólk út í fullkomna forherð- ingu, grófa tækifæris- mennsku, algjört ábyrgðar- leysi og ruddalega eigingirni. I ógæfusömustu tilfellum getur þetta leitt til glæpastarfsemi og óhæfuverka. Bókin er skrifuð á árunum 1972-1975, nema tvær fyrstu greinarnar erueldri. I formála bókarinpar skýrir Sigurður Guðjónsson nokkuð frá hverj- um kafla um sig, tilurð þeirra og þeim atburðum í lifi hans, sem þeir eru af sprottnir. Síðasti kaflinn í bókinni nefnist Er bréf til Láru úrelt að efni og boðskap? Höfundur segir í formálanum: — Mér finnst vel fara á því að Ijúka þessari syrpu á hugleiðingum um bók, sem var skrifuð af manni er átti það sem nútíma- fólk skortir mest. En það er einlægni, frumleiki, hugrekki og trú.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.