Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 31

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 31
Nú er um að gera að vera sterk(ur) og sjálfstæð(ur), ef þú ætlar að ná marki, sem þú hefur lengi keppt að. Það reynir á hugrekki þitt, bæði tilfinninga- lega og hvað framkvæmdum viðvikur. Sóaðu ekki dýrmætum tima i smámuni. Einsettu þér aö ná markinu. Það er ekki alltaf auðvelt að má út spor um gömul mistök — á þvi hafa margir úr meyjar- merkinu fengið að kenna upp á siðkastið. Stjörnurnar segja aö ráðast skuli á orsakir bölsins frá grunni. Þú sigrast á sjálfum þér og nærð árangri. Vogin 23. sep. — 22. okt. Ástin hefur ekki yfirgefiö þig! Himnesk rómantisk reynsla gerir undraverk á sálinni, og það er ekki bara nýástfangið fólk, sem kynnist henni. Þú lifn- ar við, verður glaðari, opnari og frjálsari en um langt skeið. Reyndu að sýna fólki þolin- mæði, sem leitar til þin með vandamál og kvartanir. Þegar það léttir á hjarta sinu veit það ekki að þú átt lika þin vanda- mál. Hlustaðu af eins mikilli þolinmæði og þú getur og bættu úr eins og þú getur. Bogmaðurinn 23. nóv. — 20. des. Þú ert full(ur) af orku eftir sumarið, sem þarf að fá útrás , þótt þú finnir það kannski ekki sjálf(ur). Beindu viljastyrknum að erfiðu verkefni, og þú skalt sjá, að þér tekst það! — Er óhætt að spyrja, hvernig dagurinn hefur verið hjá ykkur? t fljótu bragöi virðast myndirnar eins, en þó hefur sjö atriðum verið breytt á þeirri neðri. Beitið at- hyglisgáfunni, en ef allt um þrýtur, er lausnin á bls. 39. 31

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.