Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 17
Tveim mánuðum siðar fæddist frænka hans Margrét. Ingólfur átti eiginlega að verða Friðrik konungur X, en örlögin og danska þjóðþingið höguðu þvi á annan hátt. Þegar Margrét prinsessa varð 18 ára 1958 átti Knútur prins ekki lengur sæti á ráð- herrafundum,. en hélt áfram að gegna embætti þjóðhöfðingja þegar þörf var á. Jafnframt fékk sonur hans, Ingólfur, sér- stakan lifeyri og skaöabælur. Þessum lif eyri heldur hann enn sem greifi af Rosen- borg. Knútur prins dró aldrei dul á, að það urðu honum vonbrigði að sonur hans skyldi verða af konungdóminum. Knútur prins, kona hans, börn og tengdadætur eru öll að sögn viðkunnan- legt fólk, skemmtilegt og hreint og beint i framkomu. Og svo var það þegar átti að útnefna hann heiðursindiánahöfðingja og hann fékk heljarmikið fjaðraskrúð sent til að bera á höfðinu við athöfnina. — Nú þori ég ekki inn i dúfnaskýlið þeg- ar ég kem heim, sagði erfðaprinsinn, en hann var mjög hrifinn af bréfdúfum. Svo var það þegar Knútur prins stóð einn á Kastrupflugvelli og veifaði i kveðjuskyni til allrar konungsfjölskyld- unnar, sem var að fara i veizlu til Aþenu. — Þegar ég var drengur, var Knútur prins vanur að segja, kom Kjeldsen töfra- maijur i höllina til afa mins. Hann gerði töfrabrögð fyrir okkur bræðurna og kenndi okkur sum þeirra. Hann var stór- kostlegur! Það var erfðaprinsinn lika. Hann gat töfrað fram hluti og látið þá hverfa aftur, án þess að þeir, sem sátu og spjölluðu við hann, sæju hvernig hann fór að þvi. — Einu sinni töfraði ég burt kórónu, sagði hann kiminn, en mér hefur ekki tekizt að töfra hana til baka! Eftirlætisdrykkur prinsins var Hof- bjór, meðalsterk öltegund frá Carlsberg. Eitt sinn þegar hann heimsótti Tuborg verksmiðjurnar var honum færð heil tunna af Tuborg bjór, frá þessum keppi- nautum Carlsberg verksmiðjanna. Þegar yðar konunglega hátign hefúr bragðað á þessu, drekkið þér aldrei fram- ar neitt annað, sagði forstjórinn. — Nú, settuð þið eitur i það? spurði erfðaprinsinn. Það eru margar skemmtilegar sögur af Knúti prins. Einu sinni var hann á jóla- tónleikum i ráðhúsinu i Lyngby. Hann var á tali við Margréti prinsessu þegar borgarstjórinn birtist. — Heyrið mig nú, borgarstjóri, sagði erfðaprinsinn, og tók hann afsiðis. Hafið þér heyrt þessa sögu? Herrann hafði fengið spurnir af þvi, að 80% af öllum eiginmönnum væru konum sinum ótrúir. Þá skrifaði hann hinum 20% eiginmann- anna. Vitið þér hvað hann skrifaði þeim? — Nei, svaraði borgarstjórinn. — Nú,nú, sagði erfðaprinsinn undir- furðulegur á svip. Mig grunaði lika að þér væruö ekki einn af þeim, sem hann skrif- aði! Knútur prins og Caroline Mathilde á leið 1 veizlu I Kristjánsborgarhöll. Knútur gegndi stundum skyldum þjóðhöfðingja. Þegar siðasta flugvélin var farin, sagði erfðaprinsinn: — Jahá, nú er ég einn eftir. Hann sneri sér að forsætisráðherran- — Hvað hefðuð þið eiginlega tekið til bragðs ef ég hefði lika verið boðinn. Glaður hláturinn i Sorgenfrihöll er hljóðnaður, en endurminningin um Knút prins lifir enn. Hans sæti er vandfyllt. ^ Skír prins

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.