Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 32
Framhaldssagan: IRNIR C Meðan amasóninn þýtur út úr Karlstad austur á bóginn í átt til Alster tautar Bodil fyrir munni sér með mismunandi tónfalli sama orðið: — Byn. — Byn! — Byn? Og alltef endar hún í spurnartón. Fyrst Ingalill og nú i dag vinkona hennar Súsanna. Er það aðeins til- viljun, eða eiga báðar þessar ferðir sameiginlega skýringu, samnefnara. Og heitir þessi samnefnari Gert Berger, sem er cand. phil. og bersýnlega hef ur i hyggju að Ijúka magistersgráðu í bókmennta- sögu? Vermaland er sá hluti Svíþjóðar, sem auðugastur er að bókmenntahefð, og þar hefur fjölmennum 'ferðamannahópum verið lagt allt upp í hendurnar. Vilji þeir heimsækja Selmu Lagerlög, fara þeir til Marbakka og kannski til Rottneros, Eikarbæjar úr Gösta Berlins sögu, þar sem þeir geta látið sig dreyma frammi fyrir gulu jungkæraálmunni. Hafi þeiráhugaá Esaiasi Tegnér eða Erik Gustaf Eijer, kynna þeir sér vegakortið og stef na í átt til Ramen eða Ransater. Alls staðar verða fyrir þeim skilti, alls staðar geta þeir ekið í rólegheitum á áfanga- stað og hætta ekki á að eyðileggja bíla sína á slæm- um vegum eða skó sína og fótvöðvana með því að ganga, en það er eitur í beinum flestra ferða- manna. En Gustaf Fröding, hinn mikli samtíðarmaður Selmu Lagerlöf, ekki sagnaskáld eing og hún heldur Ijóðskáld af guðs náð, ekki heimsfrægur eins og hún, en elskaður í Svíþjóð og meira en flest önnur skáld, dáður vegna kímnigáf u sinnar og dapurlegra örlaga, taktbundna snilld sína, vísur sínar og játn- ingar— er hann ekki þess virði að heimsækja hann, hefur ekki verið gert neitt tilstand með hann fyrir þá, sem vilja vita hvernig hann bjó og hvar hann fékk innblástur að Ijóðum sínum frá æskuslóðum. Jú. Hann stendur föstum fótum á grasf lötinni við herragarðinn i Alster, rétt við Evrópuveginn núver- andi — úr bronsi, með skegg og lonníettur. ( birki- lundi í nágrenninu hafa Vermlendingar af elsku sinni og skilningi reist Fröding minnisvarða með trölli, prinsessu og börnum að leik, alveg eins og unnendur Ijóða hans hefðu gert sér í hugarlund. Mjög fáir ferðamenn vita, að skáldið var ekki nema eins árs þegar fjölskyldan neyddist til að flytja frá Alster til Byn. Og hvernig sem á því stendur er krókóttur vegurinn að lundinum þar sem „Kong Liljekonval" óx ekki við hæfi bílalesta. Og þar sem enginn vegvísir bendir ferðamönnum hvar hann er hafa íbúar staðarins fengið þá ósk sína uppfyllta að losna við að óviðkomandi fótumtroði akra þeirra, og ferðamenn fá það sem þeim ber í Alster. Það eru aðeins þeir, sem eru verulega vel að sér i bókmenntum, sem fara til Byn. Sem sagt Gert Berger? Bodil hef ur ekið út af E-18 og silast eftir vegi sem bryddaður er logagylltum haustlauf um. Hún vonast 2

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.