Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 33
innilega til að hún komi brátt auga á annan bæ sem er nátengdur Fröding nefnilega Gunnerud, þvi ef hún gerir það ekki, hlýtur ún þrátt f yrir allt að haf a villzt. Svo kemur hún skyndilega auga á gráhvíta byggingu hægra megin árinnar undir nokkrum risastórum eikitrjám, ’og bremsar snögglega. — Manstu eftir Ali Baba manstu eftir sýrenulundinum okkar grænum, skuggsælum og svölum.;. En hugsanir hennar eru ekki hjá Frödingbörnun- um, sem segja ævintýri í lystihúsi ömmu sinnar í lundinum heldur hjá Jonasi Ny. Jónas fæddist fáa kílómetra héðan. Jónas, sem heldur því fram, að merkilegasti staðurinn í Gunnerud sé útiklósettið, sem á f orfeður frá því á dögum Frödings, Jónas, sem ætti alls ekki að vera í Helsinki heldur hér við hlið henni, einkum nú þegar hún reikar um i blindni á æskuslóðum hans. Hvernig á hún að finna Byn? Og hvað finnur hún þar, þegar hún kemst þang- að? 'Þegar hún setur bílinn í gang er komin hellirign- ing. Gulur litur birkitrjánna fölnar í grárri þokunni, skyggnið versnar og eftir nokkra stund verður hún sífellt óöruggari. Hún er inni í miðjum skógi, getur það verið rétt? Byn á að vera við vatn... Hef ur hún farið fram hjá hliðarvegi án þess að veita því at- hygli? Með því að bakka alveg að nokkrum þurrum stríðum grenitrjám tekst henni loks að snúa bílnum við. Óvissa hennar sjálfrar gremst henni. Hún get- ur ekki einu sinni ákveðið í hvaða átt hún ætlar að aka. Hún er of óörugg og óákveðin, dugar ekki til svo ævintýralegra fyrirtækja. En nú kemur hún skyndilega auga á hliðargötu og stúlku, sem kemur eftir henni. Stúlkan er fótgang- andi og veifar með henni eins og hún vilji fá far. Bodil skrúfar niður rúðuna og þær spyrja báðar: — Ætlarðu niður á aðalveginn? — Hvar beygir maður ef maður ætlar til Byn? Stúlkan vísar með höfðinu á lítinn rauðan kofa við vegamótin. — Hér. Þetta er Bymon. Og þar sem sú brúnhærða i Stokkhólmsbílnum situr þögul eins og myndastytt og starir á hana, þyl- ur hún i fróðleiksskyni: — Við Bymon á leið til Byn þar býr Lars í Kuja í skógarjaðrinum. Hún er sennilega um sautján ára, og þótt hún sé í allt of bosmamikilli olíukápu með mosagrænan hlút bundinn undir höku, þá væri hún fremur lagleg, með Ijósbrún augu og uppbrettnef, ef hún væri ekki svona önug og súr á svipinn. Bodil starir ókurteis- lega á hana, en það er af öðrum orsökum. Á hliðartözkunni, sem þessi ókunna dálítið reiði- lega stúlka heldur á í fanginu, þar sem hún rennur sifellt út af öxlinni, hefur hún ekki aðeins fanga- mark sitt heldur allt fornafnið með messingbók- stöf um. Súsanna. — Fyrirgefðu mér...en ég sé, að þú heitir Sú- sanna. Varst það þú sem varst leiðsögumaður að Marbakka í sumar? Ef svo er þá held ég að þú haf ir verið í herbergi með systur minni. — Ingulill! Það lifnar strax yf ir dapurlegu andlit- inu. Nei, en -hvað var skemmtilegt..þú heitir Bodil. — Já. — Hvernig líður henni? Vel, vonandi? — Hún...hefur komið sér í dálitla erfiðleika. En hvað ert þú að gera hér i skóginum...í þessari rign- ingu? Ætlarðu að ganga heim til Karlstad? Eftir að hafa litið á þunna þegar gegnvota spari- skóna, sem stúlkan er í bætir hún við enn meira undrandi: — Og á þessum skóm? — Það geturðu reitt þig á, að ég ætla! Nef ið á Sú- sönnu blátt áf ram glampar af þrjózku — óhaggan- legri og sármóðgaðri þrjósku. Frekar en að... en að þessi... þessi.. aki mér heim.... — Komdu inn í bílinn og leyfðu mér að heyra hvað er á seyði... Hann... þessi sem ekki má aka þér heim... ég geri ráð f yrir að það sé Gert Berger, stú- dentinn? — Hmm. Hún hniprar sig saman í hlýjum bílnum. Það er auðheyrt, að Ingalill hef ur lýst honum fyrir þér. Hann er... hann er ekki með öllum mjalla. Bodil brenna ýmsar spurningar á vörum, en hún sýnir þá hugulsemi að byrja á þeim, sem koma hinni æstu Súsönnu við. — hvers vegna raukstu svona frá honum? Var hann nærgöngull við þig? 1 — Nærgöngull? Hann var...hann var óþolandi. Sérðu, hann hef ur aldrei boðið mér út áður. Meðan Ingalill var hér, var það alltaf hún morgun, kvölds og miðjan dag. Og mér fannst það yrði dýrlegt að skoða Byn...ljósbjarmann í skýjunum og glitrandi vatnið.-.skilurðu, og á eftir áttum við að borða há- degisverðá skemmtilegum stað í Kristinehamn eða Karlskoga, eða á þeim slóðum. Og það er augljóst, að ekki var það honum að kenna að veðrið er einsog það er, og skýin Ijóma ekki beinlínis, eins og þau gera hjá Fröding, en hann hefði þó getað verið svo- lítið kurteis, og látið sem hann hefði líka smá áhuga á mér! Áttu sigarettu? — Mér þykir það leitt, en ég reyki ekki. Hvers vegna segirðu líka á mér? Er einhver önnur, sem... — Já, en ég hélt þú vissir það! Hann er eins skot- inn í Ingulill og nokkur karlmaður getur verið — og heldur meira en það. — Hann bauð þér sem sagt út bara til að fá tæki- færi til að tala um Ingulill.... Súsanna hefur losað um klútinn og strýkur fingrunum um flókið hárið og ennistoppinn. — Já, það gerði hann...og það var mér Ijóst allan tímann. En það sem var leyndardómsfyllst — var að þegar út í það var komið vildi hann ekki tala um Ingulill. Ég reyndi að tala um hana og Marbakka og allt sem mér datt í hug, en það eina sem þessi durt- ur sagði, var já og nei og jæja. Aðallega jæja. Og ekki tók betra við upp í Byn. Við gengum fram og aftur og ég vildi að hann segði mér frá bernsku Gu- stafs Fröding og þvíumliku, sem hann veit allt um, en hann sneri bara upp á sig — og var álíka elsku- legur og litli bróðir ef ég stigi á tærnar á honum. — 33 f

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.