Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 8
Enn einu sinni hefur Arthur Köstler vakið storm og hneykslun. Nú heldur hann því fram í nýrri bók, Þrettándu ættkvíslinni, að Gyðingar séu ekki komnir út af Abraham, ísak og Jakobi og öðrum persónum biblíunnar, heldur þjóðflokki af tyrkneskum uppruna, er leið undir lok á tíundu öld Fáir rithöfundar eiga jafneinkenni- legan feril og Arthur Köstler. Fáir hafa sveiflazt sem hann frá einum pólnum til annars. Þrisvar á ævi sinni hefur hann skipt um ritmál, þegnréttindi hefur hann haft i þremur rikjum, og biisetu hefur hann haft i sex Norðurálfulöndum. Rit- störf hans hafa verið enn fjölbreytilegri. Hann hóf feril sinn sem erlendur fregnrit- ari, sneri sér siðan að þvi að skrifa um frægðarfólk samtiðar sinnar, mismun- andi merkilegt, og gerðist eftir það skáld- sagnahöfundur. Þegar hann hafði skrifað nokkrar skáldsögur, sneri hann sér að stjórnmálaskrifum. Þessu næst kom sjálfsævisaga, rit um heimspeki, sálfræði og náttúrufræði og 1 oks enn skáldsaga. Leikrithefur hann lika skrifað og gefið út ritgerðásöfn og ótal margf annað. Það eínkennir allt hans lif, að gegn þvi, sem hann fylgdi fastast um skeið hefur hann siðan snúizt af engu minni hörku. Af póli- tiskum orsökum hefur bók hans, Myrkri um miðjan dag, verið mest á lofti haldið. Arthur Köstler fæddist 1 Ungverjalandi 1905, Gyðingur að ætt. Ungur var hann i hópi þeirra, sem vildi, að Gyðingar sam- löguðust umhverfi sinu, en gerðist fljót- lega ákafur Sionisti, og i samræmi við það fluttist hann frá Vinarborg til Palestinu, er þá hét svo. Hann var enn um það bil hálfþritugur, er hann sneri aftur til Evrópu, og árið 1931 hætti hann störfum hjá borgaralegu blaði og fór að vinna með kommúnistum. Seinna á þessum sama áratugi upp úr Moskvuréttarhöidunum, snerist hann öndverður gegn kommúnist- um, svo sem alkunna er, en samdi seinna flokk greina, þar sem boðaður var lýð- ræðislegur sósialismi. En ekki leið á löngu áður en hann sneri enn við blaðinu og átti þá ekki annað en hæðnisorð um jafnaðar- menn — „Þessa heimilislausu vinstri- menn”. Það fyllir myndina, að Arthur Köstler hefur verið þrikvæntur, og á vissum skeiðum ævi sinnar vakið talsverðan storm hneykslunar meö atferli sinu. Sið- ustu tiuárinhefurhannþólifað tiltölulega kyrrlátu lifi i gamalli höll i Englandi. En nú hefur þessum manni, rúmlega sjötugum að aldri, fundizt timi til þess kominn að vekja storm að nyju, likt og hann gerði iðulega um fjögurra áratuga skeið. Hann hefur skrifað bók, sem hann nefnir Þrettándu ættkvislina — Kazar- veldið og arfur þess. Þar kemur hann fram sem sagnfræðingur. óþolitimæöi aldraðs manns hefur þó komið i veg fyrir sjálfstætt rannsóknarstarf, áður en hann 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.