Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 15
prins Dana í júni sl. lézt Knútur erfðaprins, föðurbróðir Margrétar Danadrottningar. Hann var mjög vinsæll i heimalandi sinu, enda með skemmtilegri mönnum i Danaveldi, snöggur upp á lagið og orðheppinn. Af honum eru margar góðar sögur. — Ég hef ekkert á móti því að deyja sem hundrað ára gamall erfðaprins, var Knútur prins vanur að segja hvern ein- asta afmælisdag sinn síðustu 20 árin. Eini föðurbróðir Margrétar drottningar náði þvi þó ekki að fylla öldina. Erfðaprinsinn, en þann titil hlaut hann við samþykkt nýju stjórnarskrárinnar 1953, lézt mánudaginn 14. júni á þessu ári 76 ára gamall. Andlát hans var það eina, sem varpaði skugga á brúðkaup Gústavs Sviakonungs og Silviu Sommerlath 19. júni. Fyrst var um það rætt, að danska og norska kon- ungsfjölskyldan yrðu að senda afboð og sækja ekki brúðkaupið i Stórkirkjunni i Stokkhólmi, en þá skarst Caroline Mathilde erfðaprinsessa i leikinn. Hún lýsti þvi yfir, að bæði hún og börn hennar væru þvi fylgjandi að konungsfjölskyld- urnar færu eins og áformaö hafði verið. Astæðan fyrir þvi, að Knútur vildi gjarnan verða 100 ára var ekki aðeins sú, aö lif hans var skemmtilegt og viðburða- rikt, heldur lika sú að hann fæddist alda- mótaárið, 1900.... — Þaö væri gaman að vera með þegar aldahvörfin, 2000, verða haldin hátiöleg* sagði hann sjötugur, kannski villist fólk á mér og öldinni! \ Tveir prinsar Knútur prins fæddist 27. júli árið 1900 i Sorgenfri-höll fyrir norðan Kaupmanna- höfn og var yngsti sonur þáverandi Dana- prins Kristjáns og Alexöndru prinsessu. Þau giftust 1898 og eignuðust tvo syni, Friörik og Knút. Þeim var fengin júng- kæraálman i Sorgenfri-höllinni sem bú- staður og Marselisborg við Arhús fengu þau i brúðargjöf. Þar við bættist svo höllin Klitgarden á Skagen. Þessar þrjár hallir urðu Friðriki og Knúti dýrlegar æsku- heimkynni ásamt konungsskipinu Danne- -<-------------«K Knútur erföaprins skömmu áöur en hann lézt, hann var alltaf uppfullur af tiltækj- um og þarna haföi hann sett gleraugun sln á styttu af sér. brog. (Ekki þó skipið sem nú heitir þvi nafni.) Föðuramma Knúts prins var Louise Sviadrottning, dóttir Karls XV, og hún hafði sina eigin ibúð I höllinni, Að minnsta kosti tvisvar á ári heimsótti hún föðurland sitt, og hafði þá alltaf einhver barna sinna og barnabarna með. Knútur var eftirlæti hennar. — Ég fór oft út að verzla með ömmu, sagði Knútur prins. Ég gleymi aldrei hvernig Eugen prins hristi höfuðið, þegar amma kom með málbandið. Hún keypti nefnilega málverk eftir máli. Fyrst at- hugaði hún hvað var mikið pláss á veggj- unum heima hjá henni! Knútur Kristján Friðrik Mikael — öll þessi nöfn hlaut erfðaprinsinn viö skirn- ina. Tvö þau siöustu gleymdust, en menn mundu eftir Kristjánsnafninu, ef vera kynni að hann yröi Kristján XI. Hann var fyrsti Knúturinn i dönsku konungsættinni siðan á Vikingaöld og riddaratima miöalda. En Knúts verður minnzt I sög- unni sem skemmtilegasta prins Dan- merkur. Fólk gleymir aldrei fyrstu at- hugasemdum hans þegar hann gegndi embætti þjóöhöföingja á glööum dögum þriöja áratugsins. Þá var verðstrið á lauk og sagógrjónum — og hvort tveggja hvarf úr verzlunum. — Já, sagði Knútur prins, þetta er ekki svo auðvelt i byrjun! Bræðurnir Friörik og Knútur voru mestu mátar. Þaö sem annar þoröi — þoröi hinn einnig. Hvað eftir annað gerðu þeir kennara, barnfóstrur og hirðstarfs- menn dauöhrædd meö þvi að klifra út um glugga og spásséra á hallarþakinu. — Mömmu var laus höndin og pabbi vardiestamaður, svo hann var alltaf með svipuna' i henriinni. sagöi Knúfur nrins með glampa i augum. Þegar við fundum upp á einhverju áttum við alltaf á hættu að fá refsingu. En oftast varð ánægjan óttanum yfirsterkari! Knútur prins með konu sinni Caroline Mathilde prinsessu. Þau voru frænssyst- kin og æskuvinir. Nú væri sagt að pabbi og mamma hefðu verið ströng. Það voru þau ekki. Friðrik og ég vorum reglulegir hrekkjalómar. Og uppeldið sem við fengum var ekki nærrf eins strangt og uppeldið, sem foreldrar okkar höfðu hlotið. A þvi var mikill mun- ur. Þaö er þvi sennilega frernur liður I þróuninni, aö ég hef aldrei lagt hönd á min börn, en aö skappferli mitt hafi valdið þvL_ Pabbi og mamma voru afbragös fólk, glatt og ánægt. Þau voru bæði hláturmild og pabbi táraöist lika auðveldlega. Hann grét þegar hann horföi i átt til Suður-Jót- Kristján konungur X og Alexandrina drottning ásamt sonum slnum. — For- eldrar minir voru glöð og hláturmild, sagði Knútur prins. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.