Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 9
Bvintýri Arthurs Köstlers samdi bókina, og lætur hann sér nægja að notfæra sér þaö, sem aðrir hafa áður dregiö fram, og túlka það á sinn veg. Margs konar vitneskja er til um Kazar- þjóðina, þótt miklu fleira sé eðlilega myrkrum huliö. Spænskur Gyðingur, skáldið Jehuda Halevi, skrifaði um hana bók árið 1135, og siöan hafa sagnfræðing- ar, guðfræðingar, fornfræðingar og mál- fræðingar margt um hana ritað. Alls vitn- ar Köstler til 130 rita og ritgerða I bók sinni. Hafi hann i raun og veru lesiö þetta allt gaumgæfilega, má segja, að hann hafi talsvert á sig lagt. Hvers vegna hefur svo mjög verið fjallað um þessa tyrknesku fornþjóð, sem kynjuð var úr Mið-Asiu og hvarf af spjöld- um sögunnír, þegar Gengis Khan ruddist vestur á bóginn með hersveitir sinar? Kazarrikið, eins og það er þekkt i sög- unni, náöi frá Svartahafi til Kaspihafs og hafði veruleg áhrif frá miðbiki sjöundu aldar til 965. Riddaralið Kazarkeisarans sigraði, ásamt Býsansmönnum, hersveit- ir Araba, er sóttu fram á þessum slóðum i langvinnu striöi og kom þannig i veg fyrir, að Múhammeðstrú breiddist út til Austur- Evrópu. Seinna var Býsans ógnað af nor- rænum vikingum og bandamönnum þeirra, Rússum er kallaðir hafa verið. Enn skárust Kazarmenn i leikinn. Skærunum linnti ekki i heila öld. Arið 957 snerist prinsessan Olga af Kiev, ekkja ígors prins, til grisk-kaþólskrar trúar og sleit vináttu við Býsáns. Atta árum siðar hertók Svjatóslav prins, sonur Olgu og Igors höfuðstað Kazarrikisins og svipti Kazarmenn sjálfstæði sinu. Saga Kazarmanna er litbrigðarik, en þaö, sem einkum hefur vakiö áhuga á henni er þó, — að i kringum 740 tóku Kazarmenn Gyðingatrú. betta er staðfest af heimildum, sem ekki eru i tengslum innbyröis og þess vegna óháðar hver ann- arri. Af þessu hafa spunnizt margvislegar þjóðsagnir og ennþá fleiri ályktanir manna á siðari tlmum. Arthur Köstler fellst á þá skýringu bandariska prófessorsins Dunlops, að siðaskiptin hafi veriö stjórnmálaleg ákvörðun keisara Kazarrikisins. Hann var heiðinn sem þjóð hans, og af þeim sökum hafi hann hvorki getað haft það samband, sem hann kaus, við keisara- hirðina i Býsans né kalifana I Damaskus. Fyrirskipaöi hann kristna trú, vofði það vfir að hann átti á hættu að verða leppur og fótaskinn Býsansmanna. Veldi hann Múhammeðstrú, yrði hann að játast undir kalifana. Að vandlega athuguðu máli valdi þessi forsjáli keisari þriðju ein- gyðistrúna, Gyðingdóminn. Arthur Köstler stendur nokkuð föstum fótum á meðan hann ræðir um Kazarrikið og sögu þess. Still hans og frásagnarhátt- ur er með ágætum, og hann leitast við að hnýta saman lausa þræði af hóflegri dirf sku og fyllir út I eyður meö samblandi af hugarflugi og skarplegum ályktunum. Vandamálin skjóta upp kollinum, þegar hann fer að boða kenningu sina — sem sé þá, að Gyðingar i Austur-Evrópu, og þar með meirihluti allra þeirra Gyðinga, sem nú eru uppi, séu komnir út af Kazarmönn- um. Aöferð hans minnir á málaflutnings- mann, sem ekki er sérlega nákvæmur i málafærslu sinni: Hann setur tilgátur fram sem óumdeilanlegar staöreyndir, ýkir smáatriði, sem honum sjálfum gagn- ast, og gengur þegjandi fram hjá þvi, sem ekki fellur að hugmyndum hans. Gyðingdómur er ekki kennisetning, sem útilokar neina kynþætti. Hver sem er get- ur tekið Gyðingatrú, að fullnægðum þeim forskriftum sem þar til hlýða, og sá, sem það gerir, er álitinn Gyöingur upp frá þvi. Enginn munur er gerður á umventum manniog þeim, sem fæöist Gyðingur. Frá trúarlegu sjónarmiði skiptir þess vegna engu máli, hverjir forfeður Gyðinga hafa veriö. En sú fullyröing, að þorri Gyöinga sé ekki i neinum ættartengslum við spá- menn, konunga og kappa biblfunnar hefur oröið mörgum æðisterk inntaka. Viö- brögðin eru heiftúðleg andmæli og for- dæming á Köstler og bók hans i öllum blöðum og ritum Gyðinga, bæði i Israel og annars staðar. Satt að segja er röksemdafærsla Arthurs Köstlers gloppótt. Hann getur til dæmis ekki skýrt, hvers vegna jiddisch, sem ber keim af miðaldaþýzku, varð sameiginlegt mál Gyðinga i Austur- Evrópu. Þekkt eru dæmi þess, að þjófiir hafa glatað tungumáli sinu og hörfað til tungu sigurvegarans eöa nágrannans. Þetta hafa til dærnis orðið örlög kelt- neskrar tungu meðal Ira og tyrknesku meðalBúlgara. Hafi Kazar-Gyðingar týnt tungu sinni, hvers vegna kom I staðinn afbrigöi af tungu þjóðár, sem átti heima viðs fjarri, en ekki pólska, litháska, rúm- enska eða ungverska? tJtbreiðsla jiddisch meðal Gyðinga i Austur-Evrópu og sú staðreynd, að enginn skyldleiki við það mál finnst i leifum Kazarmáls, er nú þekkjast, vekur óneit- anlega tortryggni á kenningar Köstlers. Málfræðileg rök hniga að þvi, að Gyöing- ar i Austur-Evrópu hafi átt forfeður, sem dvöldusti Rinardalnum um alllangan ald- ur, en þessi stofn Gyðinga i Rinardalnum munu aftur hafa verið herfangar, sem Rómverjar tóku i Júdeu og seldu sér til ábata i Þýzkalandi þess tlma. Margur spyr sjálfan sig, hvers vegna Arthur Köstler hefur lagt á gamals aldri út i' bókmenntalegt ævintýri eins og kenn- ingjn um þrettándu ættkvíslina er. Honum hlýtur að hafa verið ljóst, að napurt myndi um hann næða i ellinni. Sannleik- urinn er sá, að hann ber ekki neinn ástar- hug til þjóðbræðra sinna og tilfinningar þorra Gyðinga i hans garö verða ekki heldur kallaðar ástúðlegar. Þessir árekstrar hófust árið 1946, þegar sagan Þjófar um nótt, sem ef til vill er bezta bók hans, kom út. Vettvangur sög- unnar er Palestina, og þar er á raunsæjan hátt fjallað um harmleikinn, er Bretar, Sionistar og Arabar þreyttu i landinu. Þessi skáldsaga vakti ekki neina gleði meðal Gyðinga, sem fremur kröfðust stuðnings og hluttekningar, ef ekki áróð- urs, en hlutlægs viðhorfs, af rithöfundi af Gyðingakyni. Þegar ísraelsriki hafði verið stofnað, skrifaði Köstler aðra bók, Loforð og efnd- ir — viðamikla lýsingu á viðfangsefnum Gyðinga og lausnir Sionista. Þar var hann aftur orðinn hliðhollur Israel, en undir niðri glitti i hæðnisglósur, einkum um samyrkjuhreyfinguna, sem eftir kokka- bókum hans er sambland af sósialisma og háspeki. Gyðingar voru yfirleitt i sjöunda himni um þetta leyti, logandi af áhuga að reisa nýtt fyrirmyndarriki i landinu fyrir- heitna, og Köstler varð áfram svarti sauðurinn. Og ekki lýstist liturinn á hon- um, er hann birti siðar þessa ráðlegg- ingu: „Setjizt að i Israel eða samlagizt þvi fólki, sem þið búið á meðal!” Fæstum Gyðingum i Vestur-Evrópu og Ameríku geðjast sérlega vel að þessari kenningu — yfirleitt vilja þeir hvorki setjast að i ísrael né láta trú sina og sérstöðu lönd og leið. Nú hefur Arthur Köstler beðið þess i nær tvo áratugi að vera tekinn i sátt. öðr- um þræði finnst honum, að sú gagnrýni, sem kom fram i Þjófum um nótt og Lof- orðum og efndum, hafi reynzt hafa við rök að styðjast. Sjálfur hefur hann oft sagt, að hann hafi betur þjónað kynbræðrum sin- um með þessum bókum en margir aðrir rithöfundar, sem skrifuðu á annan veg. Það hefur dregizt á langinn, að Arthur Köstler hlyti uppreisn meðal Gyðinga. Kannski er þessi nýja bók viðbrögð hans við þvi. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.