Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 34
Haltu kjafti, sagði hann. — Mig langar ekki til þess. ( sama bili fór að rigna, og ég hrópaði að mig lang- aði ekki til aðeyða sunnudeginum með slíkum þorp- ara— hann skyldi gjöra svo vel og keyra mig heim. Veiztu hvað hann gerði þá? Hann hló í f yrsta skipti í marga klukkutíma.. og svo... og svo kyssti hann mig. — Var það ekki það sem þú vildir? — Jú, játaði hún með ánægju, það hafði ég viljað allt sumarið. Svo ég var ekki hneyksluð eða stór upp á mig.. eða fráhrindandi. Og samt.... — Samt... hvað? — Þú getur ekki ímyndað þér, hvað gerðist. Brún augu hennar fylltust aftur af gremju og reiði. Hann...hann sleppti mér eins og krabbi hefði bitið hann, og svo hrópaði hann heilan helling af skammaryrðum, ég hef aldrei heyrt neitt því líkt... um sjálfan sig og um mig og til mín, og svo, svo hvarf hann. — Á bílnum? — Nei. Hann er enn uppf rá, og þessi geðbilaði sér- vitringur líka. En ég tók regnkápuna hans og fór! — Hann virðist sannarlega vera úr jafnvægi. Þú hef ur svei mér þá samt verið skotin i honum? — Hef verið, já. En nú er það búið. — En hvað með Ingulill? Bodil segir þetta í léttum tón. Hvað fannst henni eiginlega um hann? — Það var nú upp og niður. Stundum sagði hún, að hann væri indæll, góður og skemmtilegur, en stund- um sagði hún að hann væri svo einkennilegur, að halda mætti að hann væri ekki með öllum mjalla, og einu sinni man ég að hún andvarpaði yf ir hvað hann væri uppáþrengjandi... og hún gæti ekki losnað við hann. — Hún var mikið með honum, ekki satt? — Alltaf og eilíflega. — Og ekki með nokkrum öðrum? — Nei. Það var ekkert ungt fólk igrenndinni. — En...en kannski með einhverjum eldri manni? Einhverjum, sem hún hitti sjaldan. Elsku Súsanna, hugsaðu þig nú um. Það var auðséð að stúlkan varð meira og meira undrandi yfir þessu spurningaregni, en smituð af ákafa Bodilar reyndi hún af öllum mætti að hugsa sig um. — Ekki nema Ijósmyndara frá Veckojournalen, sem hún þekkti ... já reyndar, er það ekki unnusti þinn? — Jú. — Hún reyndi að tala við hann, ef tir því sem næði gafst á milli sýningaferða. Ja, og svo var auðvitað Ragnar Karlman, hún fór úf að aka með honum... nokkrum sinnum. Við hinar vorum f ullar af öf und.. því máttu trúa! Bodil bítur á vörina í andartak og leyfir sér ekki að hugleiða þessar síðustu upplýsingar nánar. Það er mikilvægara að spyrja og spyrja..... — Truflaði hún þig ekki á nóttunni, fyrst hún var svona of t úti? Ef hún kom seint heim á ég við. — Ég steinsef alltaf. Bróðir minn hellir á mig ís- köldu vatni sér til gamans. — En hún kom seint heim, var það ekki? — Já-á, ekki alltaf, held ég, en... nú... frekar oft. 34 — Maður getur sof ið í gröf inni, sagði hún á morgn- ana, og hún var raunar hressust af okkur. En síð- ustu dagana var hún nú samt þreytt. Hún var þögulli og ekki eins ofsakát og áður. Hún sagði upp f yrr en ætlunin var, hún nennti ekki að þræla annað tímabil. — Hættuð þið samtímis? — Já. Bodil finnur hvernig hún verður spenntari og spenntari. Margt er komið undir svarinu, sem hún fær við næstu spurningu. — Voruð þið samferða frá Marbakka? — Nei, ég fór heim til Karlstad. Ingalill sagðist ætla í hina áttina. Hún ætlaði að fara með kettling í fóstur til einhvers. — Hvers? — Hún sagði ekki orð um það, hún gat verið f jári leyndardómsfull, þegar hún vildi það við hafa. Leyndardómsf ull? Ingalill sem er svo eðlileg og opinská. ...í hvað , hefurðu blandazt....sem hefur gjörbreytt þér svona? Bodil, sem ekki hef ur hugmynd um að hún er búin að sitja í tíu mínútur og virða fyrir sér fátæklegan kof a Lars í Kuma, reisir sig upp og gripur um stýr- ið. Áður en Súsanna getur borið fram spurningar á móti, segir Bodil hratt: — Ég ætla tilByn kemurðu með. — Nei. Hún rýkur út úr bílnum. Ég fer til Gunne- rud og gái hvort Cassels er heima og ekur mér til bæjarins. Og ef það er Berger sem hefur komið Ingulill í vandræði vona ég að þú finnir kauða og gefir honum á baukinn. Beztu kveðjur til hennar. Bless. Mosagrænn klúturinn og alltof stór olíukápan hverfa fyrir horn. Bodil ekur bíl sínum varlega milli akra, engja og birkilunda, og veitir því enga athygli að hjól- barðarnirakayfirsteinasem Gustaf Fröding hefur gengið á og leikið sér meðal á barnsaldri. Bíllinn erfiðar unz komið er upp á fjallsbrúnina eða há- slettuna, þar sem Byn stendur. Hún leggur bílnum í skógivaxinni hlíð áður en hún gengur í sjálft hlaðið, og klæðir sig í stígvél og regnkápu. Síðan gengur hún hægt að byggingunni. Allt frá því hún kom til Vermalands hefur hún fundið til ýmiss konar tilfinninga — allt frá öryggisleysi, efa og grundsemdum til örvæntingar, vonbrigða og ofsareiði, en þótt merkilegt kunni að virðast hefur hún ekki orðið hrædd fyrir alvöru. Kannski er málinu þannig varið, að hún hef ur hing- að til neitað að viðurkenna að eitthvað illt í fyllstu merkingu þess orðs haf i getað komið fyrir Ingulill, og því hafi hún ekki getað gert sér í hugarlund, að hún sjálf sé í einhvers konar hættu — vegna þeirra eftirgrennslana, sem hún hefur haft i frammi. En hér uppi við Byn læðist hræðslan að henni. Hún sér reyndar að hvítt tveggja hæða húsið er bæði reisulegt og nýmálað, akrarnir bera vitni um að hér sé vel rekinn búskapur og vítt hrifandi útsýni er yfir langt Alstervatnið og i allar áttir. Rúllu- gardínur eru dregnar fyrir háa gluggana að baki hávaxinna trjáa, og úti fyrir fjósinu eru hvorki

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.