Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 7
r————————
Steinunn Sigurðardóttir
frá Hvoli:
I tilefni kvennaárs
Kært er oss öllum kvennaár
þó kvörtum við hérna varla.
Okkar fækka alltaf tár
við eigum svo góða karla
Allflest það/ sem Islandskonur
um nú biðja/
reyna lögin lands að styðja
og lofi sínu í okkur ryðja.
Enn eitt er það, sem auka mætti
á okkar landi,
að allt, sem telst hér einhver vandi,
í því bæði kynin standi
Á Alþingi hér allt of fátt
nú er af konum,
ei þó smátt af okkar vonum
öðlast mátt hjá landsins sonum
íslenzk kona um aldaraðir
unnið hefur
að flestu því sem gagnið gefur
og gæfu landsins saman vefur
Ég óska að mörgum árið færi fylling vona(
ég verð alltaf ánægð kona
ef áfram við getum haldið svona
Ég kann því vel, að karlar
teljist verndarvaldið,
en konur annist kokkahaldið
og karlar sjái um matargjaldið
Við Islandskonur elskum marga
aldna siði
og viljum hafa flest í friði
sem formæðrunum kom að liði
U tigangshross
Oft landið vort er eins og útigangshross,
alþakið snjóum og klaka.
Það reynir að hrista af þann hörmungakross,
en hefst ekki alltaf án saka.
En Ijótter að vita hve ískaltvíst er,
margt íslendings húsbóndahjarta.
Fyrst enn mega hrossin í högunum hér
gista hríðina kalda og svarta.
Að hrossunum þurfti hann Grettir að gá,
ei greindist hans sálarleiði.
En hrossin sín mátu mennirnir þá
og mönuðu ei veðurguðs reiði.
Hér þyrfti að efla það verndunarvald,
sem virðist að mestu falið.
Því útigangshesturinn greiðir sitt gjald,
en getur um ekkert valið.
Munið þá
Ein er sú hljómlist sem allir þrá -
ástarljóð þrastanna á vorin.
Um húsþökin sendast þeir syngjandi þá,
sem ekki skaddar horinn.
Því ættum við brauðmylsnu út að strá,
öll þegar gaddar forin.
V.
7