Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur Ef þú ert alvitur, þá vona ég að þú getir svarað þessu bréfi. Segjum, að ég hafi allar aðstæður til að stofna barnaheimili, en væri ekki lærð fóstra, gæti ég það samt? Ef svo er, þyrfti ég þá leyfi og hvaða leyfi? En ef ég mætti það ekki, mætti ég það þá með iærða fóstru i vinnu, ef ég væri ekki lærð sjálf? Og eitt enn. Er hægt að ættleiða börn frá vanþróuðu löndunum þótt mabur sé einhleypur, ef svo er, er þá einhver sérstakur aldur? Ég þakka allt gott efni f blaðinu, en þaðmættu vera fleiri fræðandi greinar um vanþróuð lönd. GK á Akureyri Svar: I Reykjavik eru rekin mörg einka- barnaheimili og hefur Félagsmála- stofnun borgarinnar haft eftirlit með þeim. Sennilega starfa lærðar fóstrur á þeim flestum, en það er að sjálfsögðu mjög til bóta, s að svo sé. Ef þú ert að hugsa um þetta, þá ætt- irðu að ráðfæra þig við starfsfólk Félagsmálastofnunarinnar á Akureyri, þótt ég viti ekki, hvort sama regla er viðhöfð þar að hafa nokkurt eftirlit með einkafóstri. Það er að sjálfsögðu mjög æskilegt fyrir þig, og raunar nauðsynlegt, að fá blessun ein- hvers viðurkennds aðila áður en þú ræðst ú i svona ábyrgðamikið fyrir- tæki og að taka börn i fóstur. Það er erfiðara að fá börn til ættleið- ingar fyrir einhleypinga en hjón, og þess eru vart dæmi, að einhleypingar hafi fengið islenzk börn til ættleið- ingar. E.t.v. er þetta auðveldara með börn frá þróunarlöndunum, sem mörg hver eru i mikilli þörf fyrir samástað og umönnun. Æskilegast er talið, að fósturforeldrið sé á þeim aldri, að það gæti átt barn á svipuðum aldri og fósturbarnið. Alvitur Kæri Alvitur! Okkur langar að fá svör við þessum spurningum og vonum, að bréfið lendi ekki i ruslakörfunni. 1. Hvaða menntun þarf til að komast í snyrtiskóla? 2. Hvað tekur það mörg ár? 3. Hvar er þessi skóli? 4. Hvað iestu úr skriftinni og hvað heldurðu, að við séum gamlar? Tvær úr sveitasælunni. Svör: Það þarf gagnfræðapróf og hafa náð 18 ára aldri. Námið tekur þrjú ár hjá snyrtistofu og er bæði verklegt og bóklegt. Félag islenzkra snyrtisér- fræðinga stendur siðan fyrír prófi og veitir réttindi. Þá er einnig nýbyrjað að kenna snyrt- ingu i Fjölbrautaskólanum iBreiðholti og veröur námið þar einnig þrjú ár, að ég held. Skriftin bendir til að bréfritari sé opinn og listrænn, en stafsetningin gæti verið betri. Þiö eruð um 15 ára. Alvitur. Kæri Alvitur. 1. Ef maður fellur i 3. bekk i gagn- fræðaskóla getur maður þá komizt I Iðnskóla? 2. Hvað þarf maður að vera til að geta orðið húsgagnasmiðurog í hvaða skóla þarf maður að fara? 3. Hvernig passa krabbastelpa og hrútsstrákur saman? Svo þetta vana- lega, hvernig er skriftin? Ég þakka gott efni bæði fyrr og nú. ST Svar: Nei, það er nauðsynlegt að standast miðskólapróf eða 3. bekkjar- próf. Undanfarið hefur verið krafizt aðaleinkunnar 5 á gagnfræða- eða miðskólaprófi til inngöngu i Iðnskól- ann. Samanlagðar einkunnir i sam- ræmdum greinum þe islenzku reikn ingi, ensku og dönsku þurfa að vera 16. Gagnfræðingar fara siðan í 2. áfanga I iðnskóla, en nemendur með miðskóla i 1. áfanga. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hvaða reglur muni gilda um nem- endur með grunnskólapróf. HUsgagnasmiðinám er f jögur ár hjá meistara og ýmist tvisvar eða þrisvar sinnum fjögurra mánaða nám i iðn- skóla eftirþvihvaða undirbúnir.g nem- andinn hefur fyrir. Einnig er hægt að fara i vérknáms- skóla og iðnskóla og vera þrjú ár á samningi hjá meistara. Þriðja leiðin er nú að opnast, en hún er verknámsskóli og siðan framhalds- deild og þá er ekki lært hjá meistara. Krabbastelpa og hrútsstrákur geta passað illa saman. Skriftin er allgóð. ........ Meðal efnis í þessu hlaði: Sumariðl975........................bls. 4 Ljóð............................... — 7 Seinasta ævintýri Arthurs Köstlers .... — 8 Myndireftir Mugg................... — 10 Hann var skemmtilegasti prins Dana .. — 14 Föndurhornið....................... — 18 Lísa í Undralandi.................. — 19 Víkingarnir........................ — 20 Eldhúskrókurinn.................... — 22 Pennavinir.........................— 27 Ég verðskotinn........................ — 28 Rauðu kettirnir —....................... — 32 Hlýttfyrir veturinn..................... — 36 Auk þess krossgáta, Hlæið, Heillastjarnan, Spéspeki og Alvitur svarar bréfum. Forsiðumyndin er af Hraunfossum í Borgar- firði og er eftir Gunnar Andrésson Ijósmyndara.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.