Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 16
) tJtför Knúts prins fór fram frá kirkjunni I Lyngby og kistunni var komiö fyrir i dóm- kirkjunni i Hróarskeldu þar sem jaröneskar leifar dansks kóngafólks eru varöveittar. Margrét drottning, Hinrik prins, Ingirföur drottning og Anna Marfa fyrrum Grikk- landsdrottning, prinsarnir Rikharöur og Bertil frá Sviþjóö á leiö til útfarar Knúts. lands, sem Danir höföu tapaö, og hann grét þegar við fengum þaö aftur 1920 og hann reið yfir landamærin. Ég var ekki mikið fyrir hestamennsku og Friðrik ekki heldur. En pabbi sagði að viö skyldum riða! Svo uröum við að æfa okkur i átta daga áður en viö fórum af stað. — Þaö er nauðsynlegt, sagði pabbi, so að þið dettið ekki af baki þegar viö riðum inn i endurheimta landið! Svo riðum við yfir landamærin og pabbi datt af hvitmáluðum hesti, sem hann reið! Já, hann var ekki alhvitur, svo við höfðum kalkað yfir blett og blett. Af- leiðingin varð sú aö vinstri buxnaskálm bróöur mins og hægri buxnaskálmin min urðu hvitari og hvitari i hvert sinn, sem við námum staðar viö hliö pabba! Þegar Kristján X. kom til valda 1912 varð stóribróðir Knúts krónprins og hann sjálfur erfðaprins — þótt hann hlyti ekki titilinn fyrr en 1953, þegar það var lögleitt að konungdómurinn gengi i erfð til kvenna. ...en báðir sjómenn Frá biautu barnsbeini höfðu bræðurnir mætur á sjómennsku, og kynntust henni um borð I Dannebrog og á róðrarbátum við Arósa og á Skagen. Oft urðu þeir sam- mála um aö nú skyldu þeir „fara til sjós”. Kristján kóngur gladdist ekki yfir þvi að báðir synirnir fóru i flotann. Hann hafði vonazt til að annar þeirra yrði i lífvarðar- sveitunum eins og hann sjálfur hafði gert. I marga ættliði hafði elzti prinsinn orðið liðsforingi á landi, en yngri synir urðu gjarnan sjóliðsforingjar. Friðrik kom mönnum á óvart með þvi að hafa það i gegn að fara á sjóinn þótt hann væri elzt- ur. Og Knúti tókst að telja foreldra sina á að leyfa sér lika að fara til sjós. Einmitt þetta ár kom ný tegund af niðursoðinni sild i dill i verzlanir með mynd af Friðriki krónprins i sjóliðabún- ingi utan á dósinni. Þegar bræðurnir báðir voru komnir á sjóinn dró litli bróðir upp marga kassa fulla af þessari sildarteg- und. — Þetta hefurðu þér til glaðnings um borð, sagði Knútur prins grafalvarlegur. Þetta er þín eigin sild. Vantaði nú bara annað! Timinn i flotanum var ekki aðeins leik- ur heldur einnig alvara. Þeir vöndust ströngum aga, mikilli vinnu, ströngum skyldum, en þessir eiginleikar áttu eftir að einkenna þá bræður á komandi árum. 1923 varð Knútur sjóliðsforingi. Þá hafði hann þegar verið á Grænlandi, Islandi og i Færeyjum. Þegar kona hans vænti sins fyrsta barns, var Knútur við Islands- strendur og virti fyrir sér Ingólfshöfða. — Ingólfur, hugsaði erfðaprinsinn, þvi nafni skal sonur minn heita. — Og en hvað ég varð súr þegar ég frétti að mér var fædd dóttir, sagði Knútur prins. En það var áður en ég kynntist Elisabetu, en hana gá ég ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að hún fædd- ist. Elisabet er eina dóttir Knúts. Hún starfar hjá danska sendiráðinu i Banda- rikjunum og er sjöundi erfingi dönsku krúnunnar. Báðir bræður hennar hafa gengið að eiga konur af borgaraættum og eru greifar af Rosenborg. r * Hamingjusamt hjónaband J Þegar tsland og Danmörk voru i rikja- sambandi vonaðist Kristján til að bróðir hans yrði konungur á tslandi. Hollenzka konungsf jölskyldan hafði hug á að tryggja sér Knút sem tengdason. En þegar Knút- ur frétti það skundaði hann á fund frænku sinnar Caroline Mathilde. Þau voru ekki aðeins æskuvinir heldur einnig leynilega trúlofuð. — Ég kastaði nokki uin steinum i gluggarúðuna á herbergi hennar, sagði Knútur eitt sinn, og þegar Calma (en svo nefndi hann ávallt prinsessuna) kikti út, blistraði ég og kallaði: „Þaö er bezt að þú komir niður annars trúlofa þau mig Júli- önu!” Og svo trúlofaðist ég Cölmu i stað- inn, sagði erföaprinsinn hlæjandi. Arið 1933 fluttu ungu hjónin til Sorgen- fri-hallar og þar fæddust börn þeirra þrjú. Kristján konungur hafði mikið dálæti á fyrsta barnabarni sinu, og fimiri ár liðu þangað til hann eignaðist annað. Eldri sonur Knúts og Caroline Mathilde fæddist rétt fyrir hernám Danmerkur 1940, og hann var að sjálfsögðu skirður Ingólfur. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.