Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 24
Sellerisúpa 300-400 gr selleri 1 lítri vatn 2- 3 matsk. sjávarsalt 1 1/2 matsk. smjör 2 matsk. hveiti 1 dl rjómi súpukraftur söxuð steinselja Skerið selleriið i ræmur og sjóðið i vatni þar til meyrt, bætið saltinu i. Bakið upp smjör og hveiti og hellið soðinu i ásamt rifnu selleriinu. Bætið i rjóma og súpu- krafti. Stráið steinselju yfir. Uppskriftin er fyrir fjóra. Sojaspaghetti með gómsætri sósu 250 gr sojaspaghetti (mun ekki fást hér i verzlunum, og þvi verður aö notast við venjulegt spaghetti, þótt það sé ekki eins hollt, þar sem það er meira unnið og hefur þvi glatað hollum efnum úr kornhýðinu) Sósan: 3- 4 laukar 1/2 kg tómatar (ódýrara að kaupa niður- soðna) 100 gr sveppir 2 gulrætur 100 gr mais eða grænar baunir 100 gr saxað grænkál eða spinat vatn sjávarsalt 1 lárviðarlauf 1 tesk. hvitlauksduft 1 tesk paprika 2-3 matsk. tómatsósa Skerið lauk og tómata i geira, sveppir og gulræturi sneiðar. Setjið allt grænmetið i skaftpott og vatn svo rétt fljóti yfir það. Sjóðið i um 30 minútur ásamt salti og lár- viðarlaufi. Bætið f kryddi og tómatsósu. Sjóðið spaghettiið eins og segir fyrir á pakkanum, siið vatnið af og berið fram með sósunni. Uppskriftin er fyrir fjóra. Bakaðar gulrófur með osti 750 gr rófur 2 púrrur salt 1 1/2 matsk smjör 1 1/2 matsk hveiti 4- 5 dl soð 1 dl rjómi 1 dl rifinn ostur Skrælið rófurnar og sneiðið púrruna. Sjóðið i saltvatni en púrran þarf minni suðu. Bakið upp smjör og hveiti og bætið soðinu og rjóma i. Bætið púrrusneiðunum i. Leggið rófubitana i smurt eldfast mót, helliö jafningnum yfir og stráið þar yfir rifnum osti. Bakið við 225 gr. þar til gul- brúnt. Borið fram með hýðisgrjónum eða kartöflum og salati. Lísa í Undralandi frh. af bls. 19 berja”, sagði þjónninn. „í fyrsta lagi er ég sömu megin hurðarinnar og þú, og i öðru lagi er hávaðinn svo mikill inni, að það heyrist ekki til þin”. Það var satt, hávaðinn var ótrúlega mikill. Það heyrðust stanzlausir hnerrar, ámátleg væl og öðru hvoru dynkir og glamur, eins og allt ætlaði um koll að keyra. „Hvernig á ég að komast inn, ef mér leyfist að spyrja”, sagði Lisa. Þjónninn anzaði ekki spurningunni, en sagði: „Það væri ef til vill eitthvert vit i að berja, ef hurðin væri á milli okkar. Ef þú værir til dæmis fyrir innan, þá gætirðu barið og þá myndi ég hleypa þér út”. Þjónninn starði upp i loftið, á meðan hann sagði þetta, og Lisu fannst það frámunaleg ókurteisi. „En sennilega getur hann ekki að þessu gert, þvi að augun eru svo fjarska ofar- lega i höfðinu”, hugsaði hún. „En hann gæti samt að minnsta kosti svarað spurningum minum”. „Hvernig á ég að komast inn?” endurtók hún. 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.