Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 5
r Eg vil nú hafa mínar konur sjálfur IÚr nýjum I bókum I Nábúar minir frá búskaparárunum i Alfsnesi eru mér hver öörum minnis- stæöari. Ekki sizt Þorgeir i Gufunesi. Einu sinni, þegar ég kem niöur i Gufu- nes, er gylta aö gjóta hjá honum. Þeir voru tveir aö snúast kringum gyltuna, Þorgeir og vinnumaöur hans. Meöan Þorgeir er aö tala við mig, kallar vinnumaöurinn, aö gyltan hafi étið einn grisinn. En rétt i þvi gytur gyltan einum gris i viðbót. Þá segir Geiri ósköp rólega: Þaö gerir ekkert til, þarna kemur hann aftur. Hann haföi gaman af aö segja svona brandara, hann Geiri, og láta hlæja aö sér. „Hann ætti að vera orðinn jarl” Þá má nefna þá góövini mina, Jónas I Stardal og Ingólf Gislason, sem var meö kaupfélagið, bróöur Vals leikara. Reksturinn á kaupfélaginu gekk nú „Ég vil nú hafa minar konur sjálfur" nefnast endurminningar Ólafs Jónssonar bónda á Oddhóli á Rangárvöllum, sem margir þekkja einnig undir naf ninu Ölaf ur í Alfsnesi (á Kjalarnesi), en þar bjó hann áður. Dagur Þorleifsson blaðamaður hefur fært endurminningarnar í letur og lætur Ólaf segja sjálfan frá í fyrstu persónu. — í æsku Ólafs var baðstofumenningin enn við lýði, og sem ungur maður reri hann á tólfrónum báti f rá Grindavík, klæddur lýsisborinni skinnbrók og á kúskinnsskóm, þegar enn var lesin sjóferðabæn áður en róðurinn var tekinn út, segir Dagur í for- mála. — Hann kynntist af eigin raun þeim takmarkalausa þræl- dómi og niðurlægingu, sem íslenzkur verkalýður við sjávarsíð- una bjó við á millistríðsárunum. Hann kynntist uppgripatíð stríðsáranna, þegar þjóðin beinlínis ölvaðist af því að búa við allsnægtir í fyrsta skipti í sögu sinni. Skyggnum, athugulum augum þess, sem stendur náttúrunni nærri hefur hann gefið auga þeim margvíslegum breytingum, sem á þjóðinni hafa orðið á ævi hans, og þeim blendnu siðferðis- og menningaráhrifum, sem yf ir hana hafa gengið á því tímabili, lagt á það hlutlægt og raunsætt mat bóndans og hverju sinni reynt að gera það bezta hugsanlega úr hlutunum, eins og þeir lágu fyrir... í bók Ólaf s á Oddhól segir f rá lestarf erðum f yrir tíð bilaaldar, sjómannslífi á þrælaöld, stritvinnu í kolum og salti á eyrinni í Reykjavík, svaðilförum í byl og gaddi yfir f jallvegi, óteljandi ævintýrum í kvennafans hérlendis sem erlendis, langferðum til suðrænna sólarlanda, búskap og atvinnuf ramkvæmdum, f jölda- morðum í f relsisstríði Katalóniumanna, gegndarlausri spillingu hernámsáranna, margbreytilegum og stormasömum viður- eignum við bankavöld. Ævi Ólafs hefur vissulega verið við- burðarík, auk þess sem hann er gæddur þeim öf undsverða eigin- leika aðsjá ævintýri i hverjum hlut — og gleðjast yf ir því eins og barn. Bókin er nýlega komin út hjá Erni og örlygi.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.