Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 38
þeir komu út úr kirkjunni. t þeirri kirkju var fullt af sjoppum og búlum til aö drekka. Svo var okkur sýnt hús, þar sem eru tuttugu og átta breiðar tröppur úr tré. baö er haft fyrir satt, að þetta séu sömu tröppurnar og Jesús Kristur var leiddur upp til yfirheyrslunnar hjá Pilatusi. Ekki veit ég nú hvernig þessar tröppur hafa fariö að þvi aö komast til Rómar, en ómögulegt er það sjálfsagt ekki, þvi að þá heyrði Palestina vist undir Róm. Eins og nærri má geta eru tröppur þess- ar mjög helgar, og er ætlazt til að menn gangi upp tröppurnar á hnjánum, lesi bæn i hverri tröppu og kyssi hana um leið. Fyrir þetta eiga að fyrirgefast ókjör af syndum, gott ef ekki ein fyrir hverja tröppu. Enda er aðsóknin mikil.bað varð varla komizt i tröppurnar fyrir fólki, sem lá þar á hnjánum, skriðandi og kyssandi og umlandi. bað var ein iöandi kös, allt frá jafnsléttu og upp á efstu tröppu. Við islenzku lútherstrúarmennirnir höfðum. nú ekki svo mikið við, þótt við vildum ekki sleppa þvi tækifæri að ganga upp jafn frægar tröppur, úr þvi að við vorum á annað borð komnir aö þeim. Við sluppum með að fara úr skónum og ganga á sokkaleistunum upp. Eins og hægt er að i- mynda sér, eru tröppur þessar orðnar all- mjög slitnar. bá kvað Karl Kristjánsson: Til þess skortir mig trúargeð að taka i hvelli grænum tuttugu og átta tröppur með tuttugu á átta bænum. Við komum lika i húsið, þar sem páfarnir eru kosnir. bar eru kardinálarn- ir múraðir inni, þangaö til þeir eru búnir að koma sér niður á það, hver eigi að verða næsti jarl Krists á jör.ðinni. bar eru málverk i ioftinu og sagt er að málarinn hafi alltaf legið á bakinu, meðan hann málaði það. Eg held það hafi verið Michelangeio. Svo kom að þvi, að páfi sjálfur veitti okkur áheyrn. bá varö kvenfólkiö að hafa svarta slæðu fyrir andlitinu: öðruvisi fá kvenmenn ekki að koma i augsýn páfa. Hann vill vist ekki eiga neitt á hættu. bað var ákaflega tilkomumikið að ganga fyrir Pius tólfta, sem þá var páfi, og raunar var maður orðinn yfirþyrmdur af lotningu löngu áður en hann lét sjá sig. Varðmennirnir i Páfarikinu eru allir Svisslendingar i búningum frá miðöldum, með spjót og allt tilheyrandi. Svo er maö- ur leiddur inn i sal, griðarstóran, þar sem ekkerl er inni nema bækur i skápum, sem þekja alla veggi. bannig gengur maður úr einum sal i annan, sem allir eru firna- gimöld og galtómir nema hvað allir vegg- ir eru þaktir bókaskápum. Eftir að hafa gengið i gegnum alla þessa miklu sali, þar sem hátt er til lofts og vftt til veggja finnst manni eins og maður sé eiginlega ekki orðinn að neinu, enda vitaskuld til þess ætlazt. Mest þótti mér þó til koma, er við geng- um inn 1 slöasta salinn. Sá salur er liklega viðastur af þeim öllum, og þar er ekkert inni, bókstaflega ekkert, ekki stóll eða neitt, ekkert nema rósir, gullrósir I stór- um vasa úti i glugga. bessar rósir gaf drottningin á Englandi páfanum einhvern tima siðla á miðöldum. barna eru mál- verk upp um alla veggi og niöur i gólf. Eftir smástund kemur inn miðaldra maður i miðaldabúningi, i rauöum buxum og hvitum sokkum, einhver þjónn hjá páfa. Hann raðar öllum í skeifu út við vegg. Enn liöur smástund. bá koma inn tveir menn og bera stól svo flottan, að annað eins húsgagn hef ég aldrei séö. Ég sá ekki betur, en aö hann væri úr skira gulli. bessi stóll er látinn á mitt gólf. Við vorum þarna einir, Islendingarnir, nema hvað með okkur var prestur, sem fylgdi okkur alltaf eftir þarna. Stólberar ganga fram og enn liður drykklöng stund. Svo kemur inn maður, i hvitum slopp, með hendur krosslagðar á brjósti. bað var Pius páfi. Hann var hár maður og spengilegur, þótt kominn væri á efri ár, myndarlegur maöur, virðulegur og góð- legur. Mér fannst mjög mikið til hans koma. Hann gengur til okkar og heilsar öllum með handabandi, en við við kyss- um á hring, sem hann var með á hendi, eins og okkur hafði verið sagt aö gera. betta var mjög alþýöulegur maður og viðkunnanlegur, spjallaði dálitið við okk- ur um hitt og þetta. Auðvitað voru túlkar viðstaddir, en Sveinbjörn Högnason að minnst kosti þurfti nú vist litiö á þeim að halda. Páfi ávarpaði sérstaklega elzta manninn i hópnum, sem var yfir áttrætt, og sagði að þeir væru þvi sem næst jafn- aldra. Rétt á eftir kemur inn maður meö öskj- ur, og voru þar i orður með merki heil- agrar þrenningar öörum megin, en mynd af páfa hinum megin. bessar medaliur hengdi páfi á hvern og einn okkar. Og þar með lauk áheyrninni. bað var eftir að við komum heim, að einn nágranna minna sagöi við mig, að nú væru þeir orðnir þrir, krossberarnir þar i sveitinni. Hann átti við mig og tvo aðra, sem fengið höfðu heiðursmerki hjá for- setanum, og var hann sjálfur annar þeirra. Já, satt er þaö segi ég þá. En dálitill er nú munurinn, þar sem tveir eru sæmdir oröu af Asgeiri á Bessastöðum, en einn af Piusi tólfta. bá þagnaði granni minn og minntist ekki á þetta framar. Innanlands Mig langar að skrifast á við stelpur á aidrinum 10—11 ára, Ég verö sjálf 1® ára i júli. Elin Sigurðardóttir. Garðavegi 17. Hvammstanga. Ég óska eftir að komast i bréfasam- band við stráka á aldrinum 13—15 ára. Ahugamál margvisieg. Rannveig Anna Jónsdóttir Barna- og unglingaskólanum Húnavöllum Torfalækjarhrepp A-Hún. Mig langar til aö komast i bréfasam- band við krakka á aldrinum 12—14 ára. Áhugamál: sund, dýr og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Sigriður H. Jónsdóttir. Hjaröarholti Fnjóskadai. S-bing. Égóska eftir bréfaskiptum við stelpur á aldrinum 16—17 ára. Elvar Erlingsson Felii Bakkafirði N-Múl. Utanlands Breti 38 ára sem er I hernumi Vestur býzkalandi, óskar eftir pennavinum á aldrinum um eða yfir 30 ára. Er mjög mikill unnandi klassiskrar og léttrar tónlistar. Honum finnst gaman að ferðast og hefur eytt nokkrum árum f Norður Afriku og i Miöjaröarhafslönd- um. Hann hefur verib fráskilinn undanfarin 6 ár. Hann talar þýzku og itölsku auk ensku. i Englandi býr hann i Kent, rétt fyrir utan London. Michaei D. Simpson Lubecker Strasse 111 4983 Kirchlengern W Germany Norsk kona 34 ára gömui, gift og tveggja barna móðir óskar eftir bréfa- skiptum við islendinga. Hún býr úti f sveit, hefur gainan af hestum og safn- ar frimerkjum. Skrifar ensku auk norsku. Heimilisfang hennar er Anne Karin Klepþo Enget Rute 1112 2100 Tynset Norge 38

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.