Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 36
Svo kom að því, að páfi sjálfur veitti okkur áheyrn. Þá varð kvenfólkið að hafa svarta slæðu fyrir andlitinu, öðruvísi fá kvenmenn ekki að koma í augsýn páfa. Hann vill víst ekki eiga neitt á hættu. Frh. af bls. 9. minn hélt nú það, vist skyldi hann keyra konuna fyrir mig, og kemur og litur á kvenmanninn og sér að þetta er myndar- kona. Ég læt hann svo um þetta, hún fer upp i bilinn til hans og hann fer meö hana. En hann kom ekki heim fyrr en um morguninn klukkan tiu, þvi að hann fékk lánaö hjónarúm systur sinnar og var með konuna þar yfir nóttina. Nokkrum árum siðar, þegar ég kom til fyrrnefnds vinafólks mins i Miðbænum, minntist ég á þessa konu. Húsmóðirin ságði mér þá að af henni væri allt gott að frétta, þvi að henni hefði bráðbatnað svo við ferðina suður að hún heföi einskis meins kennt sér siðan. Ég hef það siðan fyrir satt að við, ég og kunningi minn, höf- um læknaö hana báðir i félagi. Mér er nær aðhalda, að kalla megi þetta kraftaverk, þótt ekki væri það beinlinis andalækning. Hann er likur mér i þvi, aö hann deyr ekki ráðalaus, þessi kunningi minn. Einu sinni var staddur i heimsókn hjá honum forretningsmaöur úr nágrenninu og framamaður um margt, mesti ágætis- maður og góöur kunningi okkar beggja, en átti það til að fá sér drjúgum neðan I þvi, eins og margan góðan manninn hend- ir. Aö þessu sinni var hann blindfullur og vildi með engu móti fára heim. Þegar hann svo að lokum lognast út af, ákvað vinur minn að keyra hann heim. En nú voru góð ráð dýr, þvi að þá var kunningi minn bil- laus. Hann tók það ráð að setja karlinn I tunnu, lyfta tunnunni svo upp á skita- dreifarann og ók honum heim þannig. Þegar þeirkomu heim til karls, var hann farinn að hjarna við og þonnr kunninpi minn hafði hjálpáð honum upp úr tunn- unni, verður karli að orði og er þá heldur niöurdreginn: Þessi myndi nú enginn trúa, aö maöur i minni stöðu væri keyrður heim á skita- dreifara. Rómarferð Þaö var á búskaparárunum i Alfsnesi, sem ég fór i eina skemmtilegustu ferð, sem ég hef fariö um dagana, en það var hópferð til Rómar. Þetta var raunar meira en venjuleg ferð, þvi að hún varö landsfræg. Þannig var, aö ég held, að Flugfélag Islands bauð fjárveitinganefnd Alþingis og flugráði i ferö til ftaliu i sér- stakri flugvél. Þeir, sem voru boðnir, fengu ferðir og fararstjórn ókeypis, en uröu að borga annað sjálfir. Siöan voru seldir viðbótarmiöar unz komið var í flug- vélina. Það var þannig sem við hjónin komumst meö. Þetta var 1958, og “þaö kostaöi fimmtán þúsund krónur fyrirtvo i ferðina þá. t þessum leiðangri var svo margt stór- menni, að það er ekki meir en svo, að ég treysti mér til þess að muna eftir þvi öllu i einni svipan. Þar voru Karl Kristjáns- son, alþingismaöur, Friðjón Skarphéðins- son, alþingismaöur og ráðherra um skeið, Halldör Asgrimsson, alþingismaður, Friðrik, sem var með verzlunarfélagið i Borgarnesi, Pétur Jónsson I Reynihlið viö Myvatn, Pétur Ottesen, alþingismaður, Jón Kjartansson, sýslumaður i Vik, Þórð- ur Björnsson, sakadómari, Agnar Kofoed- Hansen, flugmálastjóri, sem var farar- stjóri, Kari Guðjónsson, þingmaöur frá Vestmannaeyjum, Magnús frá Mel, siðar ráðherra, séra Sveinbjörn Högnason og fleiri og fleiri. Flestir voru neð frúrnar sinar með sér, þeir sem þær áttu. Margir þessara manna voru og eru merkismenn, svo að út af fyrir sig var gaman að verða þeim samferöa og blanda við þá geði. Ég get i þvi sambandi nefnt þá góðvini mina Karl Kristjánsson og Halldór Asgrfmsson, eða Þórð Björnsson, núverandi rikissaksóknara. Margir eru tortryggnir i garð dómsmálakerfisins, ef* 1 það þyröi ég að ábyrgjast gagnvart hverj- um sem væri, að aldrei hefur nokkur blettur fallið á skjöld Þórðar Björnsson- ar i þeim efnum. Allir þessir menn voru og eru mikilhæfir þjóðskörungar, hræddur er ég um aö þeirra likar finnist ekki ýkja margir meðal yngri kynslóða framámanna þjóðarinnar. Þá er skylt að . nefna jafn gagnmerka og heilsteypta öld- unga og þá Pétur Ottesen og Sveinbjörn Högnason. Þaö var skemmtilegur rnaöur, séra Sveinbjörn, og einhver fluggáfaðasti og fjölhæfasti maður, sem ég hef kynnzt- annan eins tungumálamann hef ég varla fyrir hitt, ég held aö hann hafi talað flest helztu Evrópumálin jafn reiprennadi, þar á meðal frönsku og itölsku. Hann er ein- hver bezti ferðafélagi, sem ég hef haft. Alltaf syndandi rólegur. Hann gekk jafn- an aftastur iskoðunarferðum,og átti þá til að bregða sér inn á eitthvert veitinga- húsið til að svala þorstanum i hitanum- Hann hafði góðan smekk fyrir ljúfum veigum Suðurlanda, en það sama varö ekki sagt um Pétur Ottesen, sem var strangur bindindismaöur. Hann gerði talsvert að þvi að reyna að sjá um, aö Sveinbjörn drægist ekki aftur úr. Með fleginn beljuhatis á baki Viö komum til Napólí og vorum þar I tvo daga. Þaðan fórum við til Pompei og upP á Vesúvius. Þaö rýkur alltaf úr gignúm- Viö fórum þangað upp i stóllyftu á virum, og ég man að ég var helviti lofthræddur I þeirri ferð. Ég var orðinn svo tauga- óstyrkur þegar upp kom, aö ég lét þar veröa mitt fyrsta verk að kaupa mér flösku i sjoppu, sem var að sjálfsögðu til staðar á tindinum. En á leiðinni niöur fann ég ekki til lofthræðslu, enda þá orö- inn vel mjúkur. í Pompei man ég bezt eftir afsteypun- um af mannskapnum, sem varð þarna til þegar borgin eyddist i gosinu. Næsta dag fórum viö til Kapri og vorum þar tvær nætur. Þar komum viö i höll, sem Tiber- ius keisari hafði látiö byggja. Þaö var sagt að hann hefbi látib negraþræla byggja höllina, og þegar verkinu var lok- ið, lét hann steypa þeim öllum fram af hömrum. Þaö voru feiknabreiöir gangar og vegir i kring, allir settir mósaikplötum með myndum af hundum og öllu mögu- legu. Stofurnar þarna voru ennþá nógu veglegar, þótt af sé þakið, þvi að málning- in er enn á veggjunum. Þarna er sérstök stofa, sem Rómverjarnir höfðu til aö

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.