Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 19
Blár himinn, blátt haf og meira en 300 sólskinsdagar á ári. Af þessu státa Ibizubúar, þegar þeir laöa til sin erlenda ferðamenn. bessi ferða- mannaparadis, sem Islendingar eru nú einnig farnir að leggja leið sina til, hefur þó sinar skuggahliðar. A milli veitingastaðanna og verzlan- anna i Bodega flækjast um meira en 2000 flökkuhundar — og þeim er Ibiza enginn sælustaður, miklu fremur hið gagnstæöa. Um nætur sofa þeir i skuggasundum á auðri jörðinni eða leita sér ætis á ruslahaugum. Oft heyra þeir fótatak manna nálgast, sem koma til að kvelja þá eða grýta — en það er ekki það versta. Hið opinbera hefur hunda- veiðimenn á sinum snærum, sem veiða þá i snörur, af þeim er náþefur. Hundarnir eru með rófuna á mili fótanna, brún augun eru óttaslegin — á Ibizu er hundalif. Einu vinir hundanna eru ferðamennirnir. Þeir gefa þeim matarleifar, og brjóstgóðar yngis- meyjar kaupa stundum hálft pund af kjöthakki i næstu kjötbúð handa horaöa eftirlætinu sinu. A haustin, þegar ferðamanna- straumurinn er að mestu liðinn hjá, eiga hundarnir erfiða daga. Þá eru þeir aftur einir og yfirgefnir. Flestir drepast úr hungri eða verða eitri aö bráð. Eða þeir gerast villihundar og ráðastá sauðfé, og þá ofsækja bændur þá. Þýzk kona, Elsa Glúck, sem rekur kvenfataverzlun i Santa Eulaia hefur ásamt nokkrum Englendingum, Frökkum, Hollendingum og Spán- verjum komið upp griðastað fyrir hunda i höfuðborg eyjarinnar. Þar eru 25hundar, bastarðar og hreinræktaðir Ibizuhundar, en þeir eru afkomendur veiðihunda frá Fönikiu. Stúlka annast hundana, og ensk hjón fara milli stóru hótelanna á kvöldin og safna matar- leifum. — Fyrstu „munaðarleysingjarnir” okkar, sagði Elsa Gluck, „eru þegar farnir með þotuflugi til Þýzkalands og hafa eignazt þar ný heimili. Þeir eru bólusettir gegn hundaæði og hafa að sjálfsögðu heilbrigðisvottorö með i farangrinum.” <----------------------- Hryggðin skin úr augunum. Ibiza er kvaiastaöur. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.