Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 34
— Nú, já, þegar um er að ræða höfund beztu draugasagna í bókmenntum okkar á maður ekki að vera of viss í sinni sök, hún gæti tekið upp á ýmsu f urðulegu. Hann snýr sér ákafur að Bodil. — En þessi reykur, sem þéttist og tekur á sig mannsmynd, og lýsist siðan upp og svíf ur burt eins og þokumóða, hann er hvorki að finna í Eklinum eða Peningum herra Árna! Hvar.... hvar, lýstir hún þvi? Það er það, sem ég hef alltaf sagt, konan skrifaði of mikið, maður drukknar í því og getur ekki séð hafið fyrir vatni. — Þú verður að biðja mig afsökunar, segir Bodil eins hvasst og hún getur. Þegar Jónas loks er risinn upp, virðist hann meir en nokkru sinni f yrr vera þungur og ógnandi hnefa- leikari við hlið hins grannvaxna Berts Berger. — Svo það varst þú, sem læstir kærustuna mína inni í gærkvöldi? Finnst þér ekki viðeigandi að koma með skýringu? Ljósar, þykkar augabrúnir Gerts, sem voru hnyklaðar meðan hann var að hugsa, sléttast nú skyndilega og hann brosir ánægjulega: — Tröllkonan frá Austurmörk var það! Hún, sem spratt fram úr hugskoti Selmu klædd óhreinu og fitugu leðurpilsi, og hneigði sig og þakkaði fyrir að hún hafði munað eftir kerlingunni alveg frá bernsku. Það var dýrlegt! Ef það er eitthvað sem getur gert mig vitlausan þá eru það svona gloppur í minninu. — Ég sagði að útskýring væri.... — Það er ekkert að heyrn minni. Þú sagðir líka að þú værir kærasti Bodil, er það raunverulega satt? — Auðvitað. — Svo, já einmitt! Og hvenær skauzt þú upp koll- inum? — Fyrir nokkrum tímum. En hvern f jandann ? Endi er bundinn á allar frekari samræður, þegar frú Haraldsson birtist við vesturgafl hússins. Hún er klædd i dökkbláa kjóldrakt með hvítum brydd- ingum, hún er frískleg og dugnaðarleg... og bálreið við veslings Gert. — Hvaðgerðuð þið af lyklunum? Stofnunin leyfði yður aldrei að hafa þá alla nóttina. Þér lofuðuð að fara til hreingerningakonunnar með þá fyrir mig, hún á að byrja að þrífa kl. sjö á morgnana, en nú er klukkan níu, og hún er enn ekki búin að fá lykla- kippuna. Gert dregur lyklana upp úr buxnavasanum án þessaðvera sérlega iðrandi á svip. Frú Haraldsson er mjög þungbúin. Svo uppgötvar hún nokkuð, sem æsir hana enn meir upp. — Og þér hafið skiiið eftir galopinn glugga í borðsalnum. Þéreruð sannarlega svo hirðulaus, að það er næstum ófyrirgefanlegt. Ég gef skýrslu um þetta... Allir stara augnablik á gluggann í borðsalnum. Svo horfa þauofar, og frú Haraldsson hrópar upp: — Þarna er annar. Glugginn þarna lengst í burtu i bókaherberginu, sá sem er beint fyrir framan 34 skrifborðið. Og í nótt þegar bæði var þrumuveður og rigning.... — En hann var lokaður, hvíslar Bodil æst. Hann var lokaður í þrumuveðrinu. Eða.... eða var hann það ekki? Andlit Jónasar endurspeglar mikla furðu og vantrú. Gert f lautar og umlar eitthvað, sem hljóðar á þessa leið: — Ó, börn okkar tíma! Ég krefst þess ekki að neinn trúi þessum gömlu sögum. Þær geta ekki verið annað en lygar og skáldskapur..... En Bodil hleypur á eftir frú Haraldsson. Það er hún, sem ber ábyrgð á Marbakka, hún á rétt til að vita, hvað gengið hefur á hér í nótt. Unga stúlkan veitir aftur athygli hve nánast stuttaralega hún hlustar á það sem við hana er sagt. Hún lætur ekkert uppskátt um hvað henni eiginlega finnist um þetta allt saman. Hún þegir lengi, því næst segir hún aðeins: — Fröken Odén — þér verðið að snúa yður til lög- reglunnar. — Ég er þegar búin að skrifa bréf en ég hef hvorki umslag né frímerki. — Fáið mér heimilisfangið, svo skal ég með ánægju senda bréfið áleiðis. Þær hafa gengið ótal hringi, um hringlaga gras- flötina sem er fyrir framan herragarðinn. Hér nemur frú Haraldsson staðar og bætir við óróleg: — Ég er hrædd um að ég hafi gert nokkuð mjög vanhugsað í gær. Berger stúdent kom akandi í gamla bílnum sínum hingað siðdegis, og þá spurði ég, hvort þér hefðuð náð tali af honum. Þegar ég nefndi nafn yðar, sagði hann: — Svo það var þá hún, og þvínæst spurði hann hvað þér vilduð. Og þá hraut það út úr mér, að þér hefðuð áhyggjur af því, að þér hefðuð ekkert heyrt frá systur yðar síðan tíunda ágúst, og það hefði ég kannski alls ekki átt að segja honum. — Hvernig .... hvernig brást hann við? — Honum brá, jú honum brá, en hversu mikið það var vegna þess að þetta með Ingulill kom honum á óvart, eða hvort hann hafði þegar eitthvað á samvizkunni, það gat ég ekki ráðið. Hann varð allavega hvítur í framan og svartur í augum, og hann steinþagnaði aldrei slíku vant, og það er öruggt merki um að hann er úr jafnvægi. Já, og það meira en litið! Bodil minnist óþolandi og óbærilegrar kimni hans síðar um daginn, þegar hann til skiptist var hinn versti við veslings Sú- sönnu, kyssti hana og jós yf ir hana skammaryrðum — og stillti sér siðan upp og fór með Ijóðið um Ingu- lill fyrir Bodil niðri við vatnið. Hún verður æ sann- færðari um að hann veit eitthvað, leynir einhverju Upphátt segir hún: — Hann tók Ingulill upp til By, viku áður en hún hvarf. Þau voru með rauðu kettina héðan meðferð- is. — Var það sá, sem systir yðar týndi? Henni þótti það mjög leitt, en hún fékk jú annan þegar hún fór. — Tvo aðra, leiðrétti Bodil vélrænt. — Tvo, nei, það hlýtur að vera vitleysa. — Það var maður niðri við f jósið, sem sagði það.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.