Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 27
Hákon Hákonarson, Margrét Skúladóttir og sonur þeirra frammi fyrir drottni, tJr enskum saltara árum eftir andlát Gizurar jarls kom Noregskonungur jarlsnafnbótinni yfir á norskan mann, sem mun hafa verið Auðunn hestakorn Hugleiksson jarl 1285, rikur og auðugur höfðingi i Noregi, sem lengi hafði þar mikið gengi, en féll siðar i ónáð og var hengdur 1302. Var hér á ferðinni sú þróun málanna i höndum konungs, að skipa æðstu stöður á Islandi Norðmönnum, og þá engin ólikindi, að hann gerði það i sambandi við „jarls- tignina”, er hann hafði stofnað, og Islend- ingum var ósárt um og beinlinis þyrnir i auga. Þar sem svo hins vegar konungur gekk svo langt aö skipa hér norræna lög- menn og ráðast þar inn i vé helgustu stjórnarfarslegu réttinda landsmanna, þar sem var alþingi og lögin. Með lögbókunum Járnsiðu, lögtekinni 1270 og Jónsbókar lögtekinni 1281, gerðist konungur löggjafi i landinu, en þó ekki nema með mjög náinni samvinnu við Islendinga og lög þeirra, og gekk lögtekning lögbókanna ekki hljóðalaust. Var þvi ekki furða þótt konungur vildi hafa „Islandsjarlinn”, heima við fótskör sina. Mun landsmönnum eins og áöur getur, hafa verið mjög ósárt um þetta nýja valdsmannsembætti, sem siðar varð valdalaus nafnbót með skipun hirðstjóra. Má það e.t.v. mjög kenna óvinsældum Gizurar, að landsmenn höfðu enga stoð i sinum æðsta manni, sem hefði getað verið ókrýndur konungur þeirra og sjálfstæður gagnvart konungi, en það verður að athuga að hérlendis var slikt æðsta tákn valdsins fjarri mönnum og jarlsdæmi áður óþekkt, t.d. ef „Orkneyjar”, sem voru jarlsdæmi, eru bornar saman viö hiö nýja jarlsriki ísland, skorti Orkneyja- jarla aðeins konungsnafnbót, og voru sjálfstæðir þjóðhöfðingjar eyjanna lengstum, þótt þeir stundum játuðu Noregskonungi trú og hollustu. Alfur úr Króki virðist jarl 1282. Þar sem hér er gert ráð fyrir, að Norð- maðurinn Auðunn hestakorn barón, hafi verið jarl á Islandi 1285-1301 og hann hafi haft hér eins konar formleg æðstu völd, sem reyndar mest voru i höndum konungs þar eð jarlinn mun liklega aldrei hafa komið til Islands og máske aldrei verið viðurkenndur af Islendingum. Hér er svo gert ráð fyrir þvi, aö Islend- ingurinn herra Kolbeinn Bjarnason á Auðkúlu i Húnaþingi og Sjávarborg i Skagafirði, hafi verið jarl á Islandi frá 1301 til 1309, er hann var veginn. -----------------------> Konungur afhendir umboðsmanni tilskip- un, teikning i norskri lögbók frá 13. öld. Vegna slitróttra heimilda verður ekki hægtað rekja sögu herra Kolbeins hér, en allt bendir til, að mjög óróasamt hafi verið i sambandi við valdatið hans og hann orðið fyrir mikilli mótspyrnu af hálfu landsmanna. Voru og i hans tið skip- aðir hér norrænir lögmenn, Loðinn af Bakka og Bárður Högnason og landsmenn hættu að sækja alþing og tóku upp fjórðungsþing, að minnsta kosti fyrir norðan og vestan. Herra Kolbeinn Auðkýlingur mun hafa verið riddari, ætt af honum var allvoldug á 14. öld, bendir uppgangur „Auökýlinga” á mikla konungshylli, sem þeir nutu framar en aðrir höfðingjar i landinu. Þeir fræðimenn, sem vilja hafa fyrir satt, að ísland hafi verið jarlsdæmi 1262- 1309, telja að þvi hafi lokið með dauða Kolbeins.Sá sem þetta ritar telur, að svo muni ekki hafa verið. Jarlstignin var varla annað en nafnið á þessum timum vegna eðlilegrar mótstöðu landsmanna, sem voru vanir herralausu landi. Jarls- tignin hefur þá sennilega breytzt i „hertoganafnbót”. Astæðan fyrir þessari skoðun er heimild i Fornbréfasafni, sem bendir eindregið til, að Islendingur hafi verið hertogi að nafnbót og ekki grinhertogi, þvi lands- menn voru næmir frá fornu fari á háð og skens. Ef hertogi var i landinu segir það sig sjálft, að hann hefur tekið við af jarl- inum, sem tignasti maður verslegrar stéttar i landinu. (1 skáldskaparmálum Snorra segir svo: „jarl er kallaður hertogi”. Hertoginn hefur þvi verið æðsti maður konungsvaldsinsað nafni til innan- lands, æðstur annarra aðalsmanna i landinu. Heimild sú, sem hér er byggt á, og áður er getið, um hertogadæmið ísland, er prentuð i III. bindi Fornbréfasafns bls. 135, og talin frá þvi um 1360, en gæti verið allmörgum árum eldri, en það er „skrá um rcka Vatnsfjarðarkirkju fyrir austan Geirhólm er átt hefur frú hertoginna”,er siðan sett i sviga i Fornbréfasafni (Ingi- 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.