Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 9
Þarna er sérstök stofa, sem Rómverjarnir höfðu til að drekka í og borða, og þar inn af var sérstakt herbergi til að gubba í. Annað sérstakt herbergi var þarna líka, þar sem kvenfólk var haft til taks, er einhvern skyldi langa í það. vandræðum með að fá hann viðgerðan. Hann kemurá bilaverkstæði nokkurt i Reykjavik með bilinn, en þá á að fara að loka þar. Hann hittir þar ungan mann, nýgiftan, og segist skuli gleðja hann vel á eftir, ef hann geri við bilinn. Meðan á viðgerðinni stendur, fer kunningi minn og kaupir vinflösku. Þegar viðgerðinni er lokið og kunningi minn hefur borgað viðgerðarmannin um, réttir hann honum flöskuna og segir, að hann skuli hafa hana i kaup- bæti. Þá segir viðgerðarmaðurinn: Jæja, þú kemur þá með heim til minnar konu, og við drekkum hana saman þar. Svo fara þeir báðir heim til viðgerðarmannsins. Þau eiga heima i fjögurra hæða húsi þar skammt frá, og búa i kjallaranum, en á hæðinni fyrir ofan búa foreldrar konunnar hans, á annarri hæö býr systir hennar, gift, og amma þeirra systra þar fyrir ofan. Kona viðgerðarmannsins er kornung og bráðmyndarleg, og þau setjast þarna aö drykkju i rólegheitum og fer hið bezta á með þeim öllum. Eftir dá- litla stund segir konan: Má ég nú ekki bjóða þeim öllum að koma niður og spila, systur minni og henni mömmu og henni ömmu, þvi að þeir eru úti i nótt, bæöi mágur minn og faðir minn, að tina ánamaðka. Þeir ætla i veiðitúr á morgun. Jú, kunningi minn hélt nú aö hann hefði ekkert á móti þvi. Hann náöi svo i meira vin. Þetta er finn maður, altaf glaður og mikill söngmaður og tók bara lagið, og allt var i fina lagi. Jæja, það er ekkert annað en það, að þær koma niöur þrjár, sin af hverri kyn- slóð, bráðmyndarlegar konur allar saman, og siöan er farið að spila og allir verða dálitið kenndir. Það erekki aö orölengja það, að þegar dálitið er liöiö á kvöldið vikur kunningi minn systur húsmóðurinnr á eintal og biður hana að koma upp með sér, segir að sig langi til að spjalla dálitla stund viö hana i næöi. Hún tekur vel undir það, og hann fer upp með henni og upp á hana eins og skot. Svo fara þau niður áftur og halda á- fram aö spila við þau hin, og þannig er haldið áfram til klukkan tvö eöa þrjú um nóttina. Þá er kuiuiingja minum farið að litast dável á móður þeirra systranna, fer að gefa henni auga og vikja henni afsiðis, og er hún að öllu leyti hin vinsamlegasta.Liður þá ekki á löngu áður en þau fara saman upp i ibúðina tilhennar og þar fer hann upp á hana lika. Aö þvi búnu fara þau niður al'tur og halda áfram að spila enn um hrið, ásamt þeim hinum. Þá tekur kunningi minn eftir þvi, að amman er farin að lita anzi hýrt til hans. Hún var um sjötugt, en engu aö siður hin errilegasta. Kunningi minn hugsar þá með sér að það nái ekki nokkurri átt og sé á engvan hátt rétt- lætanlegt að láta hana verða útundan. Liðursvo ekki á lönguáðuren hann fer meö gömlu konunni upp til hennar og gerir henni sömu skil og hinum. Og það sagðist hann geta sagt meö sanni að hún hefði verið sú langbezta af þeim öllum, heföi gert þetta eins og hún væri viss um aö þetta yrði i siðasta sinn. Þegar ég gerðist læknir Ég ætla að segja ykkur aöra smellna sögu og viö hana kemur þessi kunningi minn lika. Eitt sinn á fyrstu árunum min- um i Alfsnesi bar svo til að ég kom til vinafólks, míns, fjölskyldusem átti heima i Miöbænum. Það er mála sannast, að ég hef fengizt viö margt um dagana, en sjaldan þó lækningar, enda tel ég mig ekkert færan á þvi sviöi og ætlast ekki til þes að fólk leiti til min i þeirri von að fá bót meina sinna. 1 það sinn, sem hér greinir frá, er þó svo að sjá, að mér hafi auðnazt að veita manneskju nokkra heilsubót. Ég átti eitthvert erindi til Reykjavikur og kom við hjá þessu vinafólki minu i leið- inni, Ég drekk kaffi hjá húsmóðurinni og við ræðum um alla heima og geima. Þá kemst þaö til tals, að hjá henni sé kona vestan af landi sem er i bænum til lækn- inga. Hún er alveg tútal fyrir hjartanu, sagði húsmóðirin. svona slæm á taugun- um, hjartataugunum og allt eftir þvi. Hún var gift svona frekar fullorðnum manni þarna vestur frá. Vilt þú ekki keyra hana fyrir mig vestur i bæ, segir húsmóðirin. Hún heldur þar nefnilega til og mér þætti vænt um ef þú geröir þetta, þvi aö sonur minn, sem ætl- aði að skutla henni, er ekki heima. Ég segi að það sé alveg sjálfsagt. Svo fer ég með konuna aö vestan og þegar hún er komin úl i bil hjá mér, fer ég að tala við hana, og hún er mjög almennileg og elskuleg. Þetta var myndarkona, liklega svona um þritugt eöa ekki það, en alveg aðframkomin af heilsuleysi. Hún var áberandi viðmótsgóð viö mig, svo að ekki höfðu farið nema fá orö á milli okkar þeg- ar ég segi: Eigum við ekki aö keyra eitthvað hérna rétt út fyrir bæinn? Mer er alveg sama hvert þú ferð, segir hún. Ég segi: Jæja, það er þá bezt að ég fari það sem fært er. Svo keyri ég hana beint upp að Sóllandi, þar sem Ragnar bróðir býr, upp á afleggj- arann hjá honum. Þar tölum við saman lengi og svo fer ég upp á hana þarna i blilnum. Siðan fer ég niður úr, niður á Snorra- braut. Þá sé ég þar bil kunningja mins, þess hins sama oglagöi þrjá ættiiði i sæng meö sér eina og sömu nóttina. Hann var þá staddur þar i húsi hjá frænku sinni. Og þegar ég ek þar framhjá, hittist svo á aö hann er að koma út. Ég stoppa þá, kalla i hann og bið hann nú að gera mér greiða, keyra þessa konu vestur i bæ. Ég var þá orðinn sein- fvrir með sitthvað. sem ég þurfti að erinda. þvi að þetta hafði tekið sinn tima. Kunningi Frh. á bls. 36. ----------------------^ 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.