Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 12
Barnasagan: / Lewis Carrol: Lísa r 1 U ndralandi Kátbrosleg kaffidrykkja frh. „Heslimúsin er sofnuð aftur”, sagði hattarinn og hellti heitu kaffi á trýnið á henni. Heslimúsin skók sig dálitið óþolinmóðlega og sagði, án þess að opna augun: „Auðvitað, iauðvitað, það er nákvæmlega það, sem ég ætl- aði sjálf að segja”. „Ertu búin að ráða gátuna?” spurði hatt- arinn og sneri sér að Lisu. „Nei, ég gefst upp við það. Hver er ráðning- in?” „Ég hef ekki minnstu hugmynd um það”, anzaði hattarinn. „Ég ekki heldur”, sagði hérinn. Það þykknaði i Lisu. „Getið þið ekki notað timann til annars betra en að koma með gátur, sem engar ráðningar hafa?” „Ef þú þekktir Timann eins vel og ég, þá myndir þú ekki tala um að nota hann til eins eða annars. Þú hefir vist aldrei talað við Timann? Það er áriðandi, að koma sér vel við hann. Hann lætur þá klukkuna hegða sér nákvæmlega eins og manni sýnist. Við skulum t.d. gera ráð fyrir, að klukkan væri níu að morgni og þú ættir að fara i skólann. Þú þyrftir þá ekki annað en að hnippa ofurlitið i Timann og klukkan tæki stökk: Hálf-eitt! Matmáls- timi!” („Betur að satt væri,” tautaði hérinn með sjálfum sér.) „Það væri alveg fyrirtak”, sagði Lisa hugsandi. „En — en ég væri þá alls ekkert svöng!’; 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.