Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 12

Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 12
Barnasagan: / Lewis Carrol: Lísa r 1 U ndralandi Kátbrosleg kaffidrykkja frh. „Heslimúsin er sofnuð aftur”, sagði hattarinn og hellti heitu kaffi á trýnið á henni. Heslimúsin skók sig dálitið óþolinmóðlega og sagði, án þess að opna augun: „Auðvitað, iauðvitað, það er nákvæmlega það, sem ég ætl- aði sjálf að segja”. „Ertu búin að ráða gátuna?” spurði hatt- arinn og sneri sér að Lisu. „Nei, ég gefst upp við það. Hver er ráðning- in?” „Ég hef ekki minnstu hugmynd um það”, anzaði hattarinn. „Ég ekki heldur”, sagði hérinn. Það þykknaði i Lisu. „Getið þið ekki notað timann til annars betra en að koma með gátur, sem engar ráðningar hafa?” „Ef þú þekktir Timann eins vel og ég, þá myndir þú ekki tala um að nota hann til eins eða annars. Þú hefir vist aldrei talað við Timann? Það er áriðandi, að koma sér vel við hann. Hann lætur þá klukkuna hegða sér nákvæmlega eins og manni sýnist. Við skulum t.d. gera ráð fyrir, að klukkan væri níu að morgni og þú ættir að fara i skólann. Þú þyrftir þá ekki annað en að hnippa ofurlitið i Timann og klukkan tæki stökk: Hálf-eitt! Matmáls- timi!” („Betur að satt væri,” tautaði hérinn með sjálfum sér.) „Það væri alveg fyrirtak”, sagði Lisa hugsandi. „En — en ég væri þá alls ekkert svöng!’; 12

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.