Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 35
— Og við Jónas, sem rétt i þessu slæst í hópinn, segir hún í uppgjafartón. — Allir þessir rauðu kettir eru að gera mig vit- lausa! Það gæti ekki verið verra að henda reiður á þeim, þótt þeir hefðu verið sautján eins og í tíð Brittu Lambert. Ég sagði þér frá f jósamanninum. — Hún var með köflótta tösku, sagði hann, — og setti þá í hana, einn ofan á annan. Frú Haraldsson hef ur komið auga á Gert Berger, og hún sendir hann af stað ákveðinn á svip til að sækja gamla manninn, sem um er rætt. — Ekki vegna þess að Anton sér sérstakur boð- beri sannleikans, stundum held ég að hann Ijúgi bara af stríðni — bara af því að honum finnst gaman að Ijúga. Jónas hló. — En svona eru Vermlendingar. Þeir hafa uppgötvað að það er skemmtilegra og hugmynda- auðugra að Ijúga en lýsa leiðinlegum atburði, eins og hann átti sér stað í raun og veru. Svo þeir bæta svolitlu við hér og draga ögn f rá þar til að gera sög- una betri. Þeir eru líka svo f jandi hjálpsamir. Ef þeir rata ekki til einhvers staðar, sem aðkomumað- ur er á leið til í bíl sínum, þá skálda þeir bara upp leiðarlýsingu. Og þeim er skít sama um hvar öku- maðurinn hafnar að lokum. Og ef Bodil segir? — Tók hún tvo ketti með sér í einu? þá fær hún strax staðfestingu á því: — Já, einmitt— í einu. Annar ofan á hinum. Þeir tróðu hvor á öðrum. En hér kemur víst vitnið okkar. Anton brosir sínu vingjarnlega, tannlausa brosi og er ekki hið minnsta undrandi yfir þeim áhuga, sem köttum hans er sýndur. — Og tveir þeirra eru enn hér á Marbakka? — Jú, jú-ú, það er rétt. — Og hvernig er það, Anton, f rú Samzelius keypti einn? — Ja-á, Hún hafði beðið um leyfi til að kaupa einn og fékk það, en ég hélt nú ekki að hún gerði al- vöru úr því... — Þetta voru sem sagt þrír. En hinir tveir— hvað er orðið af þeim? — Já, þá fékk hún með sér, Ingalill, þegar hún fór. Þaðvarindæl, falleg og lífleg stúlka og hún var alveg vitlaus í kettina. Hún skýrði annan þeirra Dohnu greifafrú og hinn kallaði hún fröken Sin- claire. Það hlakkaði ánægjulega í honum yfir þessum fínu nöfnum á köttunum. — Segðu mér, skýtur Bodil inn í, kettlingurinn, sem frú Samzelius keypti hvað hét hann? — Að því er ég vissi haf ði hann ekkert naf n. — En fröken Sinclaire og Dohna greifafrú það voru kettir Ingulill. Frú Haraldsson leiðir samtalið aftur inn á rétta braut. Og hún fór burt með þá, en líklega ekki báða í sama sinn? — Jú-ú, svarar hann reiðubúinn. Einn mánudag tók hún greifafrúna með sér og næsta dag fröken- ina. Frú Haraldsson og Bodil skiptast á mikilvægu augnaráði, Gert, sem ekkert veit um þetta flókna mál viðvikjandi köttunum, er fremur skilningslaus á svip en Jónas skellihlær. — Ih...... hjálp.... hvað sagði ég ekki? Þið verðið að játa að hann er stórkostlegur. Og Anton tekur þetta ekki illa upp fyrir honum. Þvert á móti — hann blimskakkar augunum sér- staklega vingjarnlega á manninn sem hlær og seg- ir? — Ja-á, mér fannst ég þekkja hann. Það var hann, sem var hér og tók myndir af stúlkunni og köttunum frammi fyrir herragarðinum. En um nóttina uppi við Hvíldarstein..þá var enginn tími til að fást við ketti. — Uppi við Hvítdarstein? Hvern fjandann átti hann við með þessu? — Jú, jú. Litli maðurinn gefur frá sér hljóð sem likist einna helzt frísi. Jú-ú, ég sá þig nógu vel... þegar þú saztá steininum og kysstir hana. Jú-jú, jú- jú. Hann hoppar frísandi i burtu í átt að f jósinu. H$Ð — Veiztu, aö mig langar allt- af svo i epli á eftir. 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.