Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 6
Dagur Þorleifsson blaöamaður og ólafur Jónsson bóndi á Oddhóii. ekki alltaf sem bezt, og eitt sinn til dæmis skulduðum viö svo mikið allir, að ekkert fékkst út hjá Sambandinu. Þá var ástandið orðið þannig, að það fékkst eiginlega ekkert aö éta i kaup- félaginu nema slld 1 tómat. Þá sagði Guðmundur Tryggvason i Kollafirði, að þegar menn væru farnir að éta sild i tómat, væru þeir eiginlega búnir að vera, lægra gætu mannlegar verur ekki komizt. Guðmundi i Kollafirði á ég mikið upp að unna, þvi að hann hafði mikla rófnarækt, og af honum lærði ég hana. Þá atvinnugrein er ég siðan búinn að stunda i yfir tuttugu ár. A árunum i Alfsnesi var ég vanur að fá fólk úr Reykjavik til að taka upp rófurnar I akkorði, sótti þaö á morgnana i bæinn og keyrði það þangað aftur á kvöldin. Margt af þessu uppskerufólki minú var kvenfólk. En ég hafði alltaf i mörgu að snúast, við að selja rófur og annað, og einhverju sinni kom ég ekki á réttum tima til að keyra það ibæinn. Þá voru þær öskuvondar kerlingarnar, hella sér yfir mig þegar ég kem og segja að þetta sé nú ljóta svinariið. Ein kona þarna, Sigriður að nafni og ættuð úr Skagafirði, tók þó svari minu og kastaði fram visu: Ölafur er ekta karl, einn af bændum slyngum. Hann ætti að vera oröinn jarl yfir Kjalnesingum. Af nábúum minum og góðvinum þessi árin má einnig nefna Magnús i Leirvogstungu, oddvita Mosfellssveit- arhrepps. Við fórum saman i skemmtitúr norður i land, og ég kom aldrei svo i Leirvogstungu að hann byði mér ekki sjúss. Hann var bráö- greindur maður og afar gamansamur. Næstum meinfýsinn raunar. En ljóm- andi maður i sér. Svo var það Ólafur heitinn i Braut- arholti, hreppstjóri út á Kjalarnesinu, faöir Ólafs Ólafssonar landlæknis. Enn má nefna Harald i Sjávarhólum, Tryggva i Skrauthólum og þann kunna atvinnurekanda Benedikt Magnússon, sem þekktastur er sem Bensi á Vallá. Tómas byggingameistari Tómasson keypti af mér malaraöstöðuna i Alfs- nesi, en Bensi á Vallá keypti svo af hon- um. Og hann fer svo þarna i grjótnám. En ég hafði ekki selt aðstöðu til þess og bannaði það og fór i mál við Bensa. Það mál vann ég, og hann varö aö borga mér fimmtiu þúsund krónur og sættumst við upp á það. Þrátt fyrir þessi málaferli kunni ég ekkert illa við Bensa. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.