Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 7
Svínin á Laugaveginum Enn má nefna Magnúsá Vallá, föður Bensa.OgHljálnarskáldá Hofi á Kjal arnesi. Hann var Húnvetningur að ætt. Og Stefán i Reykjahlið, þann mikla sóma- og greiðamann. Og þá ekki sið- ur Jón i Varmadal. Við hann hafði ég hvað mest saman að sælda af ná- grönnum minum þarna, hann og Birgi Halldórsson i Viðinesi. Jón var mikill hestamaður, rótt eins og Þorgeir i Gufunesi. Við Jón fengum okkur oft i staupinu saman, þvi að það þótti honum gott. Einu sinni fór ég með þrjú svin i kerru aftan i jeppa til Reykjavikur, ætlaði með þau i slátur- hús.Með mér var vinnumaður, sem ég hafði þá, danskur. En þegar við erum komnir niður á Lauga- veginn, á móts við Mjólkurfélagið, verðum við þess allt i einu varir að svinin eru stokkin úr kerrunni. Þarna varð gifurlegt uppistand og læti, þegar svinin blönduðu sér i umferðina, hróp og köll og bilaflaut og fólk þyrptist að. Með aðstoð þessa mannsafnaðar tókst okkur um siðir að króa svinin af, þröngva þeim til undanhalds inn i Mjólkurfélag og taka þau þar höndum. Við héldum siðan áfram með þau i sláturhúsið, eins og ætlað var. Þetta var nú gott og blessað, svo langt sem það náði, en það versta var að það voru aðeins tvö svinanna, sem við náðum aftur. Það þriðja var hvergi sjáanlegt, svo að við komumst að þeirri niðurstöðu, að það hefði stokkið af áður. Við svipuðumstum eftir þvi á leiðinni inneftir, en fundum hvergi. Og um kvöldið gerir útsynning, versta veður. Jón i Varmadal er mikill fjármaður ogf undvis. Ég fer nú til hans morgun- inn eftir og segi við hann, að hann skuli fá flösku af góðu konjaki, ef hann finni fyrir mig svinið.sem sjálfsagt sé dautt eftirkuldann og slagviðrið um nóttina. Það verð ég að athuga, segir Jón. Og út i hesthús og leggur á hest með það sama. Undir kvöld kemur hann svo heim til min og er búinn að finna svinið. Það var þá þar. sem hæst ber á Alísnesinu, en þar er kallaö Háheiðin. Það sá ekki á svininu frekar en það hefði verið i húsi.Við rekum svo svinið heim og förum að drekka konjakiö. Og þá var gaman að Jóni. Hann söng mik- ið, og ég held að ég hafi komið með rlíi •< P > I lil Ég þekkti lika Pétur i Norðurgröf, sem var góðviljaður maður og af- skiptalaus, og Odd i Þverárkoti, sem drukknaði i Leirvogsá. Það var fornt heimili og flest með sniði gamla tim- ans. Enn skal getið Teits i Móum og Sigurðar i Hrafnhólum. Sigurður er ættaður úr Landeyjum og við erum frændur. Svo höfum við snör handtök við að skíra Þá er mér ljúft og skylt að geta séra Hálfdánar Helgasonar i Mosfelli, sem var sonur Jóns Helgasonar biskups. Hann var gagnmerkur maður og stór- brotinn, þess konar prestsöldungur, sem maður þekkir bezt úr þjóðsögum og frásögnum fyrri tiða. Ollum börn- um þótti sérstaklega vænt um séra Hálídán, enda var hann mjög barn- góður. Hann húsvitjaöi alltaf og sjálf- sagt þótti að gefa honum sjúss, þvi að hann var mikið fyrir vin. Einu sinni er ég á leið upp i Alfsnes, i versta veðri. Ég var oft i reddingum þá. Ég þurfti að koma við i Hlégarði, sem þá var nýbyggður, og stoppaöi bilinn þvi þar. Þá kemur séra Hálfdán þar á bil, með prestsfrúnni. Ég vissi, að henni var ekkert vel við það, að hann væri að drekka vin. Prestur ekur sér öllum og kveður mikinn hroll i sér og gerir mikið úr þvi hvað sé kalt. Ég skildi hvað hann átti við. Ég var með einn pela af konjaki, Courvoiser. Það hefur lengi loðað við mig konjakið. Ég tek upp pelann og rétti honum. Og hann tekur i einum teyg tvo þriðju Ur pelanum og réttir mér. Og nuddar á sér brjóstið og segir: Þetta var gott, ólafur minn. Það sá ekkert a' honum af þessu litil- ræði, og það sá aldrei á honum vin, nema hvað hann varð kátur. 1951 var hann að skira hjá mér. Ég vissi hvað blessuðum öðlingnum kom, svo að ég kalla á hann áfsiðis fljótlega eftir að hann var kominn, og spyr hvort hann vilji sjúss. JU, blessaður vertu, segir hann, ég ætla að fá það núna áður en ég fer i hempuna. Hann smakkaði það aldrei i hempunni. Hann fær sér svo dropa hjá mér, og segir svo: Nú er það gott. Og bætir við eftir andartak: Svo höfum við soör handtök við að skira. Við það stóð hann, og á eftir varð mikill gleðskapur. Séra Hálfdán lézt árið 1953, og i sam- bandi við það rifjaðistupp gömul sögn, er snertir Viðeyjarkirkju. Þannig bar til að þrir prestar, þeir Hálfdán Helga- son, prófastur, Sigurgeir Sigurðsson, biskup og séra Halldór Jónsson á Reynivöllum i Kjós, voru allir samtim isviðmessu i Viðey sumariö 1953. Arið var ekki liðið, þegar þeir voru allir fallnir frá. Hin gamla sögner einmitt á þá leið, að séu þrir prestar samtimis við messu i Viðeyjarkirkju, þá falli þeir allir frá á þvi sama ári. Stefán á Korpússtöðum og fleiri Þá er mér minnisstæður Kjartan á Hraðastöðum.hestamaður mikill. 1955 fór hann með mér norður i land og hafði aldrei komið þangað áður, en þekkti þó hvern einasta bæ, sem við fórum framhjá. Allt af lesningu. Þetta var, þegar ég tók að mér heyflutning- ana fyrir Mosfellssveitarhrepp ó- þurrkasumarið fimmtiu og fimm. Fékk þrjú þúsund krónur fyrir túrinn. Ég sótti heyið að Asi i Hjaltadal, fór noröur einn daginn, hlóð á bilinn ann- an daginn og komst á Sauöarkrók, og fór alla leið suður þann þriðja. Ég kynntist lika Guðmundi á Skelja- brekku, sem oft hefur skrifað um hesta i Tfmann. Ég keypti af honum kú, þeg- ar ég flutti upp eftir. Hún kostaði fjög- ur þúsund krónur og reyndist vel. Ég rak upp eftir.átta kýr þegar ég flutti i Alfsnes, en þótti það of litið. Hann er greindur maður, Guðmundur, skemmtinn og léttur i máli. Mér likaði mjög vel við hana Guö- rúnu Magnúsdóttur, simstöðvarstjóra á Brúarlandi. Hún er dóttir séra Magnúsar á Mosfelli. Synir hans voru þeir lika Ólafur söngvari frá Mosfelli og Bergþór Magnússon i Viðey. Aö öllu þessufólki ólöstuðu er þaö þó Stefán á Korpúlfsstööum, sem ég hugsa til með mestri virðingu og þakk- lqeti, þegar Alfsnessárin min eru ann- ars vegar. Það var sko finn maður og þar gat ég komið ef mig vantaði eitt- hvað til hlutanna. Aldrei kom ég þar svo að ég fengi ekki sjúss, ogoft fór ég vel mjúkur þaðan. Hann hjáipaði mér ------------------->

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.