Heimilistíminn - 27.01.1977, Page 8

Heimilistíminn - 27.01.1977, Page 8
Vesturbærinn I Reykjavik var um og eftir strlð að mörgu leyti áþekkur smá sjávarplássum, eins og þau gerast enn. Þar var höfn- in, slippurinn, fiskverkunarhiisin, netagerð, auk fleiri staða, sem eftirsóknarverðireru smáfólkinu, svo sem skektuútgerðin i Selsvör1' en þar gerðu þá út m.a. Pétur Hoffmann og fleiri kappar. Við strákarniri Vesturbænum vorum miklir áhugamenn um smábáta, en fengum færri tækifæri til sigl- inga en hugurstóð til. Stöku sinn- um „fengum við að láni” jullu slippsins, en þær siglingar stóöu stutt, enda höfðu starfsmenn slippsins augun hjá sér gagnvart okkur, en við vorum Alli túmat, Biddi, Mensi, Bobbi, Þórir og viö bræðurnir Diddi og Steini, kall- aöir blámennirnir. Alli fékk viðurnefnið túmat, þegar hann hafði farið i sendiferð fyrir konu nokkra, hún bauð hon- um að launum 10 aura fyrir kara- mellu, en Alli sagði: Gefðu mér heldur 25 aura fyrir túmat. Við bræðurnir fengum viður- nefnið blámenn af heilgöllum, helbláum, sem faðir okkar keypti i Englandi, og við gengum mikið i. Þessi hópur hélt vel saman, og þvl varð mikill fögnuður þegar Bobbi áskotnaðist kajak. N.ú skyldu hafnar siglingar með krafti. Við fyrsta tækifæri þrammar hersingin með kajak- inn niður i fjöru, en er þangað kom, hófust deilur um hver skyldi fyrstur reyna fleytuna, og vildu allir fara i jómfrúrsiglinguna. Eftir nokkurt þóf var ákveðið að fara eftiraldri, en Bobbi skyidi þó fara fyrstur enda eigandi skips- ins. Litils háttar alda var, en af- landsgola. Við vorum i nánd við Selsvör, þar sem Ufsaklettur er. Bobbi var komið fyrir i ka jakn- um, og siðan voru allar hendur á lofti við að ýta úr vör. Skaut honum við þetta fram undir Ufsa- klett, en tók þá til við róðurinn og reri úr skjóli klettsins og klappa i kringum hann út i hina lágvöxnu öldu. Skiptir þá engum togum, að hræðsla kemur að honum, og ætl- ar hann aö snúa aftur til lands. En er kajakinn snýr flatur fyrir öld- unni, hvolfir honum. Höföu kappar þeir, er i landi voru, hvergi sparað köll og hróp til þess að kenna Bobbi sjómennskuna. Hræðsla greip nú hópinn i landi, enda var Bobbi ósyndur og gat auk þess verið fastur I kajaknum sem nú var á hvolfi. Létti okkur mjög, er kollinum á Bobbi skaut upp með öskri miklu og busli. Enginn okkar var syndur, en ein- hverjir óöu til móts við sund- manninn, en það merkilega gerð- ist, að Bobbi synti. Við höfðum að visu aldrei séð þvilikt sund, an- með þessu furðulega „sundi”, sem Bobbi fann þarna upp, fleytti hann sér að stórum steini nokkuð utar en við náðum til. Þar stanz-i aði Bobbi og grenjaöi nokkra stund en okkur hafði létt við að sjá hann synda og spöruðum hvergi frýjunaroröin. Þá kallaði einhver: Úr þvi þú gazt synt hundasund upp á steininn, getur þú synt i land. Fór enda svo, að Bobbi lagði i seinni áfangann upp i fjöruna. Meðan á þessu stóð, hafði eng- inn hugsað um kajakinn, en nú varð uppi fótur og fit að bjarga honum. Vegna aflandsgolunnar fór þó svo, að kajakinn rak frá; landi, og varð ekki bjargað. Ar- inni náðum við, en ekki urðu róðr- ar stundaðir með henni einni,. Varð þessi sjóferð ekki okkur til frægðar, en Bobbf varð frægur fyrir að bjarga sér i land á hunda- sundi. öskuhaugar Reykjavikur voru, er þetta gerðist, vestur á Granda, og var þá öllu hent þar, ónýtum vélum, bilum, timbri, húsgögn- um og sliku. Fyrir stráka á okkar aldri, 9-12 ára, voru öskuhaug- amir heill fjársjóður alls konar gersema og byggingarefnis. Það var nokkuð sama hvað þurfti að smíða, hvort heldur þaö var dúfnakofi, kerrubill, eða annað, efnið var sótt á haugana. Eitt sinn, er kerrubill var tilbúinn, nema hjólin, var þó svo um þrot- ið, að kerruhjól fundust ekki nema þrjú, en þá hafði veriö áformuö ferð af Framnesveg- inum upp á Þórsgötu á vit frænda vorra þar. Ekki þótti gott að hætta við ferðina vegna hjólleys- is, og var þvi gripið til þess ráðs að nota sem fjórða hjól miöflögu úr netakorki. Ferðir Vesturbæinga um Austurbæinn gátu verið hið mesta hættuspil, þvi Austurbæingar iumbruðu gjarnan á okkur, ef færi gafst. Var það raunar ekki að ósekju, enda vöröum við slippinn, örfirisey, f jörurnar og öskuhaug- ana sem okkar eign. Var þannig Austurbæingum hollast að halda sig fjarri yrirráöasvæði okkar. Fórum viö þvi yfirleitt ekki inn á svæði óvinanna nema i stærri hópum, og gátu þá orðið miklir bardagar, ef hinir náðu að safna liði. í þessa ferð á kerrubílnum með korkhjólið fórum við tveir. Meðferöis voru birgöir af vara- korki, og gekk ferðin vel upp á Þórsgötu. Þar vorum við I góöu yfirlæti hluta úr degi. Þegar liða tók að heimferð, vorum viö orönir uggandi um fyrirsát, enda hafði það spurzt út i nágrenninu, að tveir Vesturbæingar væru á ferðinni. Kom þar sérst.aklega korkhjólið upp um okkur, enda höfðu Austurbæingar ekki mikinn aðgang að slikum „sjávarföng- um”. Viðtókum til þess bragðs að fara i ökuferð með frænda en meðan hann var með okkur var öllu ó- hætt, þá vorum við I fylgd Austurbæings. tJr Þórsgötunni liggur Baldursgata I vesturátt, og er hún mjög brött niður 1 þá átt og endar á Laufásvegi, sem liggurtilnorðurs, en stutti þá átt er Skothúsvegur, allbrattur niður að tjörn. Þegar þangað er komið, erörstuttyfir tjarnarbrúna, og er þá komið i Vesturbæinn. Segir nú ekki af ferð okkar með frænda, en við höguöum ferðinni þannig, að við smá nálguðumst brattann i Baldurgötunni. Er þangað var komið, kvöddum við frænda i skyndi, og settum bilinn á fulla ferð undan brekkunni. Skipti engum togum, að fram spruttu strákar á óliklegustu stöðum og þustu á eftir okkur með ópum og óhljóðum. Nokkrirkom- ust i veg fyrir okkur, en billinn hafði náð það mikilli ferð, að þeir náðu ekki taki á okkur. Við báðum þess i ofvæni, að kork- hjólið héldi undir þessu álagi, en billinn var kominn á geysilega ferð, ér dró niður undir Laufás- veg, og hópurinn orðinn góðan spöl á eftir okkur. Þá splundrað- ist korkhjólið sem betur fer, þvi að við hefðúm aldrei náð beyg- junni inn á Laufásveginn á þess- ari ferð. Við vorum orðnir vanir að skipta um hjól, og tók það okkur þvi örfá andartök aö skipta, Siðan var hlaupið af stað með bilinn i átt að Skothúsvegi, en f jandaflokkurinn nálgaðist. Er á Skothúsveginn kom, settum viö á ógnarferð, stukkum á bilinn og renndum á fullri ferð yfir Fri- kirkjuveg, en áður en við náðum brúnni var korkhjóliö enn búið. Við skiptum enn um og hlupum siðan yfir brúna, en óvinirnir, sem höfðu dregizt alllangt aftur úr, stóðu uppi á Skothúsvegi, austurbæjarmegin við Frikirkju- veg, og sendu okkur tóninn, en við þóttumst hafa sloppið úr hinum mesta háska. Var þessi ferð rómuð mjög i Vesturbænum, en ekki var önnur gerð með korkhjól undir bilnum. Hættur á haugunum Efnisleiðöngrum á haugana gat fylgt hætta á ýmsa lund, t.d. ef tveir, sem ekki voru i sama hópi, sáu girnilegan hlut i einu. Þá kom gjarnan upp deila um, hvor heföi séö hlutinn fyrst. Könnuðu strákar þá liö sitt, og hafði gjarn- an sá hlutinn, sem fjölmennari hafði hópinn á staðnum, en stund- um voru svo jöfn lið, að I bardaga sló. Fór þá jafnvel svo, aö bar- daga loknum, aö gullið, sem bar- izt var um, var gieymt. Einnig kom fyrir, aö þeir, sem liðfærri voru, hörfuðu af haugun um, söfnuöu liði og sátu fyrir

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.