Heimilistíminn - 27.01.1977, Síða 12
BBBBBBSBBI
Barnasagan:
m
Lewis Carrol:
Lísa
r
1
U ndralandi
Dans krabbanna
10. þáttur.
Skjaldbökubróðirinn andvarpaði nú mæðu-
lega og þurrkaði sér um augun með hrammin-
um. Hann leit á Lisu og reyndi að segja eitt-
hvað, en gat engu orði upp komið fyrir stunum
og andvörpum. ,,Það er engu likara en að bein
standi i honum”, sagði flugskrimslið og fór að
hrista hann allan til og slá hann á bakið. Að lok-
um fékk þó skjaldbökubróðir málið aftur. Hann
hélt áfram sögu sinni, en á meðan streymdu
tárin niður kinnar hans.
,,Þú hefir vist ekki verið lengi neðansjávar —
” (,,Nei, það hefi ég ekki verið”, anzaði Lísa)
— ,,og þú hefir þess vegna aldrei kynnzt
krabba —” (Lisa byrjaði að segja: „Ég hefi
einu sinni smakkað —” en hún áttaði sig og
sagði aðeins: „Nei, aldrei”) — „og þá veiztu
k
ekki hvað krabbadansinn er unaðslegur?”
„Nei, það veit ég ekki. Hvers konar dans er
það?” spurði Lisa.
„Það skal ég segja þér”, sagði flugskrimslið.
„Fyrst er mynduð röð i fjörunni —”
„Tvær raðir!” greip skjaldbökubróðir fram
i. „Seiir, skjaldbökur, laxar o.s.frv. — og svo
þegar öllum marglyttum er rutt úr vegi —”
„Og það tekur venjulega talsverðan tíma”,
greip flugskrimslið fram i —”
„Þá er gengið áfram, tvö skref”,
„Sérhver leiðir sinn krabba”, kallaði flug-
skrimslið.
„Já, vitaksuld”, sagði skjaldbökubróðir,
„sem sagt tvö skref áfram og eitt til hægri”.
12