Heimilistíminn - 27.01.1977, Síða 27

Heimilistíminn - 27.01.1977, Síða 27
Hornstrandir eru nú f eyöi, en þó halda ýmsir tryggö viö fornar slóöir og koma þangaö til aö njóta sumarsins og nýta hlunnindi jaröa sinna. þessa öld, en hefur nú fallið í auðn. Allt frá Bæjahverfinu á Snæ- fjallaströnd til Ingólfsf jarðar er nú aðeins eitt byggt ból, heim- kynni vitavarðarins á Horni. Er því augljóst að nútímafólki, kyn- slóð tæknimenntaðrar aldar, sýn- ist ekki jafn fýsilegt að hafa þarna staðfestu og forfeðrum þess og formæðrum f yrir nær ell- efu öldum. En erfitt er að trúa því, að þeir menn, sem þá komu langvegu austan um haf hafi af ráðnum hug viljað dæma sig og niðja sína til eymdarlífs á hjara veraldar. Vafalaust hefur ósnortin nátt- úra útstrandanna til forna boðið ýmsa betri kosti til lands og sjáv- ar fyrstu byggjendunum en niðj- ar þeirra máttu síðar búa við, en ekki eru þessi héruð ennþá svo nytjarýr né náttúran svo naum- gjöful að þær orsakir einar hafi dugað til þess að fólkið sleit átt- hagaböndin og lét byggðina auða eftir standa. Af fornum jarðalýsingum má sjá að þarna hafa verið gagnsöm býli og hátt metin. Mörgum þeirra fylgdu ýmiss konar hlunn- indi, t.d. eggver i eyjum og björg- um, silungur í ám og lónum, sel- veiði, viðarreki og góðir mögu- leikar til sjósóknar, auk þess sem þar voru grösug og víðlend engi. Á flestum býlum austan Horns, sem nú eru í eyði, var á fyrri hluta aldarinnar rekinn myndar- búskapur og sums staðar stórbú- skapur, þegar öll föng eru til tínd. Á Hesteyri voru um skeið mikl- ar athaf nir, þá hafði hlutafélagið Kveldúlfur þar síldarstöð. Út- vegsbændur í Aðalvík, einkum á Sæbóli og Látrum, höfðu mikil umsvif og gerðu hlut sinn góðan margt árið. Norðmenn byggðu kirkju á Hesteyri árið 1899 og var henni þjónaðaf Aðalvíkurpresti eins og um útkirkju væri að ræða. Oll byggðin austan Horns að Geirólfsgnúp tilheyrði Grunna- víkurprestakalli og eru um það fornar heimildir að kirkja hafi staðiðá Kirkjubóli i Reykjarfirði og þar verið annexía frá Stað. — Þá voru einnig bænahús i Bolungarvík og Furufirði. Bæna- húsið þar var endurbyggt 1899 og skyldi sóknarprestur flytja þar tíðir tvisvar á ári. Um Furuf jörð er sagt, að þar séágætis bújörð, dalurinn fagur, breiður og grösugur, enda var þar jafnan fjölbýli. I jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída- lins segir að þar sé ,,óbærilegur troðningur af gestkvæmd þeirra er úr Jökulf jörðum koma þangað með hesta eftir viði vetur og sumar og verði þar að dvelja meðan trén eru löguð á hestana." Þessu mun jafnan hafa verið svo farið meðan byggð hélst í Furufirði, að bændur komu vest- an yfir Skorarheiði og sóttu trjá- við til strandamanna. Þá mun einnig haf a átt sér stað, að bænd- ur vestan frá Djúpi fóru austur um jökulinn og sóttu rekavið að Dröngum. Þær fornu heimildir, sem segja frá búsetu og lífsháttum á Ströndum, telja að óblíð veðrátta hafi þrengt mest kost fólksins. Þokur og regn á sumrin, svo hey urðu ekki þurrkuð, og ísalög á vetrum og fram eftir vori, svo ekki varð sóttur sjór, jafnframt því að jarðbönn og gróðurleysi stefndu bústofni bænda í voða. Þessu lögmáli hnattstöðunnar hefur byggðin lotið á öllum öld- um og fólkið orðið að mæta jaeim erfiðleikum sem þar af leiddu svo vel sem það kunni á hverjum tíma. Ætla mætti að maður tækni- aldarinnar hefði betri skilyrði til að bregðast við og forða áföllum en hinir sem fyrr voru á ferð. Árið 1817 lá hafís með öllum ströndum austan Horns og vest- an. Þá kom inn á Aðalvík grúi af vöðuselskópum, var það mikið bjargræði og kom mörgum til góða, og árið 1837 komu þar á land ellef u stórhveli undan haf ís. Árið 1876 kom Þorvaldur Thor- oddsen inn á Aðalvík með danska eftirlitsskipinu Fyllu, hafði það hrakist þangað undan ís. Hann getur þess að meðan þeir lágu inni á Víkinni hafi verið dreginn þar óþrjótandi fiskur, þorskur, ýsa og lúða. Getur hann þess sér- staklega, að veiðst hafi 80 punda lúða á þrjátíu faðma dýpi. Enda þótt oft væri hart í ári á 19. öld, verður ekki séð að lífs- bjargarvegir strandamanna hafi verið neitt lakari en í öðrum byggðarlögum. Árið 1838 ganga t.d. tuttugu róðrarskip frá Gjögri. Þegar Þorvaldur Thoroddsen fór um Strandir 1886 og með hon- Ur nýjum bókum 27

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.