Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 5
Þetta eru forsiður fimm vinsælustu gefandi um barnabókaútgáfu hjá bóka- forlagi i fjöldamörg ár get ég einungis svarað þvi til að barnabók á að vera góð. Auðvitað eru til eins konar uppskriftir að bókum, en það tryggir engan veginn, að bækurnar verði góðar. Astrid ræðir siðan um það, að hægt sé aðskrifa bók um hóp góðra drengja, sem komast i kynni við nokkra skúrka, um heimskan lögregluþjón, ungamömmu og skilningslausan föður og krydda þetta svo með einhverjum rifrildissamtölum. Svo sé lfka hægt að skrifa um unga fráskilda móður, kjarnorkufræðing og guð má vita hvað annað. Einnig sé hægt að bæta inn i kynþáttamisrétti og bardaganum um jafnrétti kynjanna. —■ En þetta eru ekki þinar uppskriftir að bók? — Nei, ég skrifa ekki með ákveðinn les- endahóp i huga. Ég skrifa til þess að gleðja barnið i sjálfri mér. Mig langar til þess að segja frá einhverjum ævintýrum, og ég held að heimurinn þarfnist sliks. Barnabókahöfundar, sem skrifa ádeilu- bækur sem fjalla um liðandi stund hafa gertmikið, enmér finnst, að börn eigi lika rétt á að fá eitthvað sem þau geta lesið einungis vegna gleðinnar af þvi að lesa það.Það hefur þýöingu i sjálfu sér. Ég fæ oft bréf frá börnum og fullorönum, sem þakka mér fyrir ánægjustundirnar, sem þeir hafa haft af aö lesa bækurnar mi'nar. Þá er ég ánægð og læt mér gagnrýni ann- arra i léttu rúmi liggja. — Og hvernir vinnur þú svo? — Eg fæ ákveðna hugmynd, sem ég geymi með mér i langan tima, þar til hún hefur fengið á sig ákveðið form. Þrátt fyrir aldur minn skapast ævintýrið af barninu sem imér býr og fyrir það. Þegar ég skrifa er ég sjálf aðalpersónan. Ég þarf ekki á neinum uppsláttarbókum að halda tilþess að vita hvaða tungumál per- sónurnar tala i bókunum, á hvaða aldri sem þær annars eru. barnabókanna eftir Astrid Lindgren. Að hagkvæmnisástæöum skrifa ég bæk- urnar minar á morgnana, og þá i rúminu minu. Ég hraðrita einn kafla i einu. Svo endurskrifa ég hann kannski 8 til 10 sinn- um, þar til mér finnst hann vera fullfrá- genginn. Ekki fyrr en þá tek ég til við næsta kafla. Ég lagfæri málfariö á hverj- um kafla hvað eftir annað, eða þangað til mér finnst það vera oröið eins og ég vil hafa það, óaðfinnanlegt. Oft er efnið sem ég skrifa um, eitthvaö sem ég sjálf hef upplifað. Þannig held ég að hljóti að vera farið flestum rithöfundum. Þeir, sem eru að alast upp i dag, hvar svo sem það karih að vera, eiga áreiðanlega eftir aö skrifa um æskuheimili sln I framtiðinni. Ævintýri sem veitir huggun — Bræöurnir ljónshjarta hafa haft ýms- ar breytingar i för með sér i Sviþjóð —Það er rétt En Bræðurnir ljónshjart; er sú af bókum minum, sem hefur hlotið umtal. Éghef fengið bréf út af öllum min- um bókum, en um þessa einu bók hefur þó verið sagt i bréfunum — þetta er bezta bók, sem ég hef lesiö, eða — nú er ég ekki lengur hræddur við að deyja. Myndin, sem gerð hefur verð eftir bókinni er sann- kölluð fjölskyldumynd. HUn fjallar um efni, sem bæði fullorðnir og börn eiga erfitt með að tala um. Dauöinn hefur veriðbannorð. Ég held að óttinn við dauð- ann sé ótrúlega algengur, og mjög mikill hjá fjölmörgum. Sænski leikarinn Erland Josephsson hefur til dæmis sagt frá þvi, að i fjölmörgár hafi varla liðið sú minUta, að hann hafi ekki leitt hugann að dauðan- um. Sagt hefur verið, að ævintýrið um Nangijala sé nokkurs konar flótti. Þegar ég var barn heyröi ég ævintýri um, að eftir dauðann færi maður til himins, og þar léki maður á hörpu, og þar væri ótta- lega leiðinlegt. Verst af öllu var þó, að þurfa aðláta leggja sig i jörðina. Ævintýri mitt getur vel verið huggandi, og um leið ástæða til þess að ræða viö aðra um dauð- ann. Það eru þeir fullorðnu, sem ekki hafa kjark til þess að tala um þetta. Kostur ævintýrisins — Ég man eftir þvi aö einu sinni var leik- ari nokkur að segja eitt af ævintýrum H.C. Andersens, ævintýrið umStóraKláus og Litla Kláus. Þar er talað um dauöann af mikiili hreinskilni. Litli Kláus platar Stóra Kláus til þess aö drekkja sér. Leik- arinn vildi reyna að bæta eitthvaö um, og kom þvi að að Litli Kláus hefði séö eftir öllu saman á eftir. Ég hugsaði þá sem svo, — hvers vegna þarftu að bæta þessu inn I kjáninn þinn? Þá er þetta eiginlega orðin glæpasaga ogþá hefði i raun átt að kveðja til lögregluna. H.C. Andersen nýtir kosti ævintýrisins út i yztu æsar, og börnin skilja það á rétt- an hátt. Dauðinn er eiginlega ósvifni gagnvart manneskjunni, sagði Harry Framhald á 16. siöu 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.