Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 21

Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 21
Else og Egil Nylund meö Silver og Truls. Bak viö þau má sjá verölaun, sem kett- irnir þeirra hafa unniö til á sýningum. skógarketti i hans nóttúrulega umhverfi tekur maöur fljótt eftir þvi, aö hann er fljótur I feröum hvort sem hann er á leið upp eöa niöur fjallshlíö, þar sem aðrar kattategundir ættu I nokkrum erfiöleikum aö fóta sig. Þetta stafar einmitt af þvi, hve sterkar klær hans eru. Ekki er siður skemmtilegt og athyglisvert að horfa á liðugan og leikinn skógarkött leika sér I tré. Hann er ótrúlega fljótur að komast - upp eftir trjástofninum, og engu seinni er hann að fara niöur. Hann hoppar grein af grein, og virðist istööugum lifsháska, þótt alltaf haldi hann lifi. Allt of lengi hafa menn viljaö halda þvi fram, aö allir siöhæröir kettir — aö pers- neska kettinum undanskildum — séu norskir skógarkettir. En Brandur ná- granna þins, þarf alls ekki aö vera norsk- ur skógarköttur, þótt háralag hans bendi ef til vill til þess. Norsk Rasekattklubbers Riksforbund samþykkti á siöastliönu sumri nokkurs konar standard-lýsingu á norskum skógarketti. Hann skal vera með langt hár, langan skrokk og háfættur, en auk þess á höfuö hans aö vera þrihyrnt, nefiö langt og beint og hakan stór. Augun eiga aö vera stór og opin, eyrun há og einna likusteyrum gaupunnar. Rófan er löng og loöin. Finni fólk i Noregi kött á flækingi getur þaö vel veriö skógarköttur, en rétt er þó að fá þaö staöfest af viðkomandi yfirvöldum, til þess aö tryggt sé, að þetta sé i raun og veru skógarkötturinn merki- legi. Einn af fyrstu köttunum, sem hlaut viðurkenningu.sem norskur skógarköttur er Truls. Hann er nú einhver frægasti köttur I Noregi. Hanner fjögurra og hálfs árs gamall og mikiö hefur verið um hann skrifaö og myndir teknar af honum til birtingar bæöi i norskum og sænskum blööum. Hannhefurmeiraaösegja komiö fram i sjónvarpsmyndum og getiö sér góöan oröstir. Eigendur hans eru hjónin Else og Egil Nylund I Osló, en þau eru bæði mikið áhugafólk um vöxt og viðgang norska skógarkattastofnsins. Þaö kemur glampi i augun á Else Nylund, þegar hún talar um Truls. Það er enginn vafi á þvi, aö hann er mikið uppá- hald i fjölskyldunni. — Hann er jafn skemmtilegur og góður og hann er stór og sterkur, segir hún. — Þaö er sérkennilegt aö fylgjast meö honum, þegar kettlingar koma i heiminn. Hann er eins og afi þeirra allra og hugsar um þá af mikilli natni. Þrátt fyrir það, aö búiö er aö gelda hann, þá efast enginn kattanna sex, sem hér eru að auki, um það aö hann sé herra hússins. Truls þarf ekki nema aö lita upp til þess að þeir geri i Noregi er til einstætt kattakyn, norski skógarkötturinn. Viö sjálft lá, að ketti þessum hefði algjörlega verið útrýmt, en nú hefur verið komið í veg fyrir það fyrir tilstilli nokkurra eldhuga, sem berjast fyrir vexti og viðgangi þessa norska kattastofns. Segja má,að hér hafi svipað atvik átt sér stað, eins og þegar íslenzka hundinum var bjargað frá útrýmingu, en eins og flestum mun kunnugt, tók Sigríður Pétursdóttir á ólafsvöllum til við það fyrir nokkrum árum að hreinrækta islenzka hunda, og bjargaði hún ef laust stofninum frá algjörri útrýmingu. sér ljóst, aö ekki þýöir aö ætla sér aö standa á móti honum. — Og hvernig stóð svo á þvi, aö þiö fóruð aö ala upp skógarketti? — Þetta byrjaði i rauninni allt meö Truls, sem menn geröu sér ljóst, áriö 1973, aö væri raunverulegur skógarköttur. Mamma hans var reyndar venjulegur köttur meö stutt hár, en pabbinn var siö- hærður villiköttur. Truls tók þátt i katta- sýningu i marz 1974 i fyrsta skiptiö. Þá voru I fyrsta skipti sýndir skógarkettir. Dómararnir áttu aö skera úr um það, hvaö af þeim köttum, sem sýndir voru sem skógarkettir væru þaö i raun og veru. Framhald á bls. 25 V

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.