Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 12
i Arnessýslu um tima. Þaö réðist svo aö hann varð settur sýslumaður i Árnessýslu i þrjá manuði árið 1868. Það er öruggt, að Jón frá Álaborg tók að sér þetta embætti mjög fegins hugar. Með þvi fékk hann kært og óvænt tækifæri til að kynnast embættisrekstri i einni stærstu sýslu landsins i raun og i sjálfstæðum fram- kvæmdum. Auk þess átti Jón marga frændur i Arnessýslu, er hann hefur þráð að kynnast og eiga skipti við. Jón Jónsson stóð sig afburða vel i emb- ætti sýslumanns i Arnessýslu um sumar- ið. Þinga- og embættisbækur sýslunnar bera þess glöggan vott. Hann ritaði sæmi- lega islenzku, sizt verri en embættismenn gerðu i þann mund. Hann hafði mikið að starfa, þvi annrikt var i embættinu, þó ekki væru á seyði nein alvarleg saka- eða stórmál. Allt bendir til, að hann hafi kynnzt um sumarið mörgum af mest metnu mönnum sýslunnar, enda var Jón léttur i máli og fljótur að koma máli sinu við menn. Siðar meir hafði hann mikið gagn af dvöl sinni og starfi i Arnessýslu sumarið 1868. Það er alveg öruggt, að hefði Jón fengið sómasamlegt sýslumannsembætti i þenn- an mund, hefði hann tekið það fengins hendi. En slíkt var ekki til staðar. Hann hvarf þvi aftur til Danmerkur um haustið 1868og tók viðstarfi sinu i skrifstofu föður sins i Alaborg. En brátt urðu þær breyt- ingar gerðar á stjórnskipun landsins, að opnuðust leiðir fyrir Jón að koma heim til Islands og fá þar embætti, er honum hæfði. Frá þvi hefur verið sagt að nokkru. Þegar Jón frá Álaborg tók við embætti skrifstofustjóra i skrifstofu lands- höfðingja vorið 1873, var hann ekki alls ókunnugur embættisstörfum hér á landi. Hann hafði hlotið allgóða reynslu i þeim. Hann átti voldugan frændgarð i Reykja- vfk, þar á meðal áhrifamenn i borginni, svo sem Árna Thorsteinsson landfógeta, Steingrim Thorsteinsson latinuskóla- kennara og skáld, óla Finsen póstmeist- ara og Hannes St. Johnsen kaupmann, auk Magnúsar Jónssonar i Bráðræði, er varáhrifamaður i bænum svo nokkrir séu nefndir. 5. En blikur voru á lofti, þegar Jón ritari hóf starf sitt á skrifstofu landshöfðingja. Al- þýða landsins var á móti stofnun lands- höfðingaembættisins. Hún tók kuldalega á móti framkvæmd þess og áleit það einn þáttinn i að smeygja stöðulögunum á landsmenn. Þegar landshöfðinginn vakn- aði til starfs sins 1. april 1873, var búið að flagga við hús hans og á flagginu stóð: „Niður með landshöfðingjann.” Þremur vikum siðar flutti blaðið Göngu Hrólfur grein eftir ungan menntamann, Jón Ölafsson skáld, er nefndist: ,,Lands- höfðingjahneykslið”. Og i næsta tölublaði aðra grein með sama heiti. Þessar grein- ar voru svæsnari en nokkur dæmi voru til 12 i islenzkri blaðamennsku. Einnig birtist i sama blaði Islendingahvöt eftir Jón Olafsson. Mikil ólga var i þjóðinni og var ástandið i Reykjavik langt frá þvi að vera friðsamlegt um skeið. önnur blöð er þá voru gefin út i Reykjavik, Þjóðólfur og Timinn, voru ekki vinsamleg i garð lands- höfðingja, og gætti hjá þeim kulda til hans, þó þau færu ekki eins langt eins og Göngu Hrólfur. En Hilmar Finsen landshöfðingi lét sér hvergi bregða. Hann hóf málsókn á hend- ur Jóni Ólafssyni og fylgdi henni eftir með dómum og sektum. Málalyktir urðu þær, að hann hélt fullkomlega virðingu sinni. Það sætir eiginlega furðu, hve Hilmar Finsen slapp vel frá þessum deilum, þvi mjög ófriðlega horfði i landinu um skeið. Jón Jónsson var þegar á stúdentsárum sinum mikill vinur og aðdáandi Jóns Sigurðssonar og ákveðinn fylgismaður hans. En hins vegar var Hilmar Finsen landshöfðingi eins og stöðu hans og emb- ætti sómdi, litt hrifinn af Jóni Sigurðssyni, þó hann léti litið á þvi bera, þvi hann var; hygginn og gætinn maður. Hann var fyrst og fremst umboðsmaður, æðsti umboðs- maður dönsku stjórnarinnar á Islandi og á alþingi, en vildi lika koma fram sem málamiðlunarmaður gagnvart henni og jafnvel landsföðurlegur fulltrúi Is- lendinga. Þegar hitinn var sem mestur út af stofnun landshöfðingjaembættisins og framkvæmd stöðulaganna frá árinu 1871, heföi mátt búast við þvi að deilur yrðu lika uppi milli danska valdsins og Jóns Sigurðssonar, og langtum fremst vegna andstöðu Jóns Sigurðssonar við stöðulög- in á Alþingi, árið 1871. En hér reyndi á lagni landshöfðingja sem málamiðlunar- manns, svo ekki yrðu árekstrar milli hans og ritara hans. Jón ritari sýndi á þessum tima sérstaka lagni og lipurð, og hefur ef- laust átt þátt i þvi, að málin skipuðust eins farsællega og varð. Það má lika lita á það, að Hilmar Finsen mat Jón Sigurðsson mikils sem mannkosta- og fræðimann, visindaafrek hans á sögulegum sviðum voru honum kunn, og hann mat hann lika sem mikinn stjórnmálamann, og kom það greinilega fram á Alþingi árið 1873. A Þingvallafundi sumarið 1873 var samþykkt tillaga um að biðja konung um stjórnarskrá, er veitti Alþingi fullt lög- gjafarvald og fjárforræði. Jón Sigurðsson flutti þessa tillögu á Alþingi sem varatil- iögu, og var hún samþykkt. Þá skeði sá atburður, sem næstum er með einsdæmum i sjálfstæðissögu þjóðarinnar, að landshöfðingi, Hilmar Finsen, lýsti þvi yfir, aö hann væri boðinn og búinn að styðja tillöguna við dönsk stjórnvöld. Hér var einmitt á ferðinni full- komin sáttatillaga, og var það báðum aðilum gleði- og fagnaðarefni, að hún fékk góðar undirtektir. En sérstaklega hefur þetta verið mikilsvert fyrir Jón ritara, sem var sannurog einlægur fylgismaður Jóns Sigurðssonar, og trúr og sannur i gjörðum sinum og verkum gagnvart hús- bónda sinum Hilmari Finsen. En stjórnarstefnan nýja var i vanda, þar sem augljóst var, að blöðin, sem gefin voru út i höfuðborginni, myndu alls ekki styðja hana né hin nýju viðhorf. Var þvi ákveðið að efnt var til nýs vikublaðs, er nefndist Vikverji. Það varð opinbert leyndarmál, að Jón ritari var aðalhvata- maðurinn að stofnun blaðsins og kostnaðarmaður þess. En vegna stöðu sinnar, mátti hann ekki né gat komið opinberlega fram. Var Páll Melsted sagn- fræðingur fenginn til að vera ritstjóri, en hann var náinn vinur og fylgismaður Jóns Sigurðssonar. Með þvi að gera Pál Melsted ritstjóra að hinu nýja blaði á þessum timamótum, var margt unnið. Hann var friðsamur, reyndur og róiegur blaðamaður, ritfær vel og kunni að stýra blaði. En þessi til- raun Jóns ritara til blaðaútgáfu mistókst. Það komu aðeins út 14 tölublöð af Vik- verja. En feigð blaðsins átti sinar ástæður fyrirutan málflutning sinn. Andrúmsloft- ið breyttist skyndilega, með tilkomu stjórnarskrárinnar og jafnframt var um haustið 1874stofnað nýtt blað i Reykjavik, Isafold, og stjórnað og ritað af likum hætti og Vikverji, þó óháð væri landsstjórninni. En afleiðingin af þessu varð sú, að það bar fremur litið á Jóni ritara tvö fyrstu árin, er hann gegndi embætti skrifstofu- stjóra landshöfðingjaembættisins i Reykjavik. En vel og ötullega rækti hann skyldur sinar i skrifstofunni, og undu allir vel við störf hans, en sérstaklega Hilmar Finsen landshöfðingi. Hann hafði fengið i skrifstofu sina sannan vinnuviking, er ekki átti sér marga lika, þrátt fyrir það, að hann gekk ekki heill til skógar, sökum likamlegs ágalia. En dugnaður hans og viljafesta var með fádæmum, og átti eftir að sýna sig enn þá betur á næstu árum. Framhald.. Tókuð þér eftir þvi, að svinakjötið var soðið i rauðvíni? Já, var rauðvínsbragðið þess vegna ? í

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.